Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 299
Eins og sjá má er nánast línuleg þróun í fjölda umferðarslysa í dreifbýli, öðru þéttbýli og
á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur. Reykjavík sker sig úr með því að hærri hlutur
allra umferðarslysa tímabilsins fellur á fyrri hluta þess. Af þessu má draga þá ályktun að
aðgerðir í Reykjavík hafi skilað árangri umfram önnur svæði. Alyktunin er athyglisverð
með tilliti til þess að um er að ræða einsleitt safn gagna frá Umferðarstofu sem er skipt
upp í fjögur vel afmörkuð svæði til samanburðar.
Alvarleg slys og banaslys
Alls hafa orðið 1.816 alvarleg umferðarslys og
banaslys á landinu á tímabilinu 1996 til 2006, þar af
537 slys í Reykjavík eða 29,6% að meðaltali, sjá
mynd 4. í upphafi tímabilsins árið 1996 var hlutfall
Reykjavíkur 37,5% en í lok tímabils árið 2006 er
hlutfall Reykjavíkur 25,6%.
Stærra hlutfall alvarlegra slysa fellur á fyrri hluta
tímabils í öllum tilvikum. Þróunin er þó sýnu
jákvæðust í Reykjavík, en yfir 50% alvarlegra slysa
verða fyrstu fjögur árin af ellefu. Athyglisvert er að
brotpunktur er í grafinu árið 1999, ári eftir gildistöku
reglugerðar um ökuferilsskrá og punktakerfi.
Samkvæmt reiknilíkani umferðar fyrir höfuð-
borgarsvæðið dreifist umferð á götur borgarinnar
þannig að Umferð í Reykjavík er 672 bíl km*106
(8%), utan Reykjavíkur 316 bíl km*106 (32%) og alls
á höfuðborgarsvæðinu 988 bíl km*106. Tölurnar
miðast við ársumferð og er reiknuð sólarhringsum-
ferð árið 2004 samkvæmt reiknilíkani höfuðborgar-
svæðisins til grundvallar. Tölum má svo dreifa með
tilliti til sniðumferðar til að fá ársumferð 1996 til
2006. Settur er stuðull upp á 1,2 til að leiðrétta fyrir
umferð í hverfum sem ekki kemur fram í töflunni.
Framangreindar forsendur eru notaðar við vinnslu
á eftirfarandi línuriti, sjá mynd 5, og útreikning á
slysatíðni.
f Reykjavík lækkar tíðni allra skráðra slysa úr 1,0 * 10'6 (slys / bíl km) í 0,38 * 10'6 (slys /
bíl km) frá árinu 1996 til ársins 2006. Lægsta gildi er árið 2005.
í öðrum sveitarfélögum er lítil breyting á tímabilinu, tíðnin fer úr 0,47 í 0,43. Tíðnin eykst
til að byrja með en fer svo lækkandi eftir 1999. Lægsta gildi er árið 2004.
Tíðni alvarlegra slysa í Reykjavík lækkar úr 0,13 * 10'6 (slys / bíl km) í 0,07 * 10'6 (slys /
bíl km) frá árinu 1996 til ársins 2006.
í öðrum sveitarfélögum lækkar tíðni alvarlegra slysa úr 0,10 * 10'6 (slys / bíl km) í 0,05 *
10'6 (slys / bíl km) frá árinu 1996 til ársins 2006.
í öllum fjórum kúrfunum má sjá brotpunkt árið 1999. Það er sama ár og ökuferliskrá var
tekinn upp á íslandi. Meiri ávinningur hefur orðið í að lækka tíðni allra slysa í Reykjavík
en í nágrannasveitarfélögum. Svipaður árangur er í lækkun á tíðni alvarlegra slysa.
Hér á eftir eru teknir saman nokkrir almennir punktar um umferðaröryggi í Reykjavík.
Mynd 5. Slysatfðni á höfuðborgarsvæðinu.
Tækni- og vísindagreinar
2 9 7