Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 300
• í upphafi tímabilsins 1996 til 2006 var hlutfall Reykjavíkur 55,3% af öllum skráðum
umferðarslysum á landinu en í lok tímabilsins árið 2006 er hlutfall Reykjavíkur 34,5%.
I Reykjavík fækkar slysum um tæplega helming á tímabilinu, úr 603 slysum árið 1996
í 316 síys árið 2006.
• í upphafi tímabilsins var hlutfall Reykjavíkur 37,5% af alvarlegum slysum á landinu en
í lok tímabilsins, árið 2006, er hlutfall Reykjavíkur 25,6%. í Reykjavík fækkar því alvar-
legum slysum um tæplega helming, úr 78 slysum árið 1996 í 40 slys árið 2006.
• Af samanburði á fjölda slysa á íslandi þar sem
landinu er skipt í fjögur svæði má draga þá ályktun
að aðgerðir í Reykjavík hafi skilað meiri árangri til
fækkunar umferðarslysa umfram það sem sjá má á
öðrum svæðum á landinu.
• Leiða má líkur að því að gildistaka reglugerðar
um ökuferilsskrá og punktakerfi árið 1999 hafi haft
marktæk áhrif til fækkunar á slysum, sérstaklega
alvarlegum umferðarslysum.
• Tíðni skráðra slysa með tilliti til umferðar hefur
lækkað jafnt og þétt í Reykjavík frá 1996 til 2006 en
staðið í stað í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgar-
svæðinu. Tíðni alvarlegra slysa hefur lækkað um
helming, bæði í Reykjavík og í öðrum sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu á sama tímabili.
Gangandivegfarendur
Niðurstaðan úr úttekt á öryggi gangandi var skýr.
Alvarlegum slysum og banaslysum hefur fækkað
mjög á síðustu áratugum, sjá mynd 8. Ekki er unnt
að álykta mikið um minniháttar slys og eignatjón.
Til þess eru skráningaraðferðir of breytilegar. Á
tímabili eftir 1990 jókst t.d. vitund manna um háls-
hnykki og minniháttar slysum fjölgaði mjög.
Á mynd 7 má sjá heildarfjölda gangandi vegfar-
enda, sem slösuðust í Reykjavík 1975-2006. Svarta
línan er besta línan í gegnum allt gagnasafnið.
Ljóst er að heldur færri slasast í borginni eftir því
sem tímar líða, en þó er ekki um gagngera breyt-
ingu að ræða. Hún nær vart að verða marktæk
miðað við frávik upp á tvisvar sinnum kvaðratrót
meðaltalsins (dæmi: 73-2*73!/2 = 55), Eftirtektarvert er þó hvað slösuðum gangandi
hefur fækkað mikið hin síðustu ár eða frá árunum 1998-1999. Þar má jafnvel sjá marktæk
frávik einstakra ára miðað við meðaltöl fyrri ára.
Umferð bíla hefur þó aukist mjög á sama tímabili og hefði því mátt búast við einhverri
fjölgun ákeyrslna á gangandi af þeim völdum. Fjöldi gangandi í borginni er einnig mjög
mikilvæg stærð, en því miður er hún nánast óþekkt. Erfitt er að meta hvort gangur hefur
aukist eða minnkað í heild með árunum. Með auknum akstri eru líkur til að hann drag-
ist saman, en á móti kemur að frítímagangur gæti hafa aukist með heilbrigðisvakningu
undanfarið. Lengra stígakerfi tekur við þeirri aukningu að einhverju leyti.
2 9 8
Arbók VFl/TFl 2008