Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 302
92 93 94 95 <
Ar
97 90 99 00 01 02 03 04 05 06
Mynd 11. Fjöldi gangandi vegfarenda sem
varð fyrir minniháttar slysum eða án meiðsla
í umferðinni - stofn- og tengibrautir.
Á myndum 11 og 12 má sjá fjölda gangandi veg-
farenda, sem varð fyrir minniháttar slysum eða
ákeyrslum án meiðsla í umferðinni á árunum
1983-2006, eftir því hvar slysið varð. Flokkað er í
ákeyrslur á gangandi vegfarendur á stofn- og tengi-
brautum og svo innan hverfa.
Jafna bestu línu hefur hallatöluna 0,8 og fylgni-
stuðulinn 0,4 fyrir aðalgatnakerfið, stofn- og tengi-
brautir. Það verður sem sagt merkjanleg fjölgun, en
hún er ekki marktæk. Jafna bestu línu hefur halla-
töluna -1,6 og fylgnistuðulinn 0,8 fyrir götur innan
hverfa. Þar verður marktæk fækkun á minniháttar
slysum og ákeyrslum án meiðsla.
Heildarniðurstaðan er því sú að marktæk fækkun
verður á alvarlegum slysum og banaslysum á
aðalgatnakerfinu, en á minniháttar slysum og
ákeyrslum án meiðsla innan hverfa. Þetta er mjög
skýrt samband fyrir tímabilið 1983 til 2006.
Samkvæmt þessu mætti álykta sem svo að meiri
árangur hafi náðst á aðalgatnakerfinu þar sem
alvarleiki minnkar verulega, þó að tilvikin séu álíka
mörg. Árangur hefur einnig orðið einhver innan
hverfa, en þar eru færri tilvik en áður, en alvarleiki
hefur ekki minnkað eins mikið og á aðalgatna-
kerfinu. Alvarlegum slysum innan hverfa á árunum
2001 til 2006 hefur fækkað miðað við árin á undan.
Er það mat höfunda að árangur hafi orðið hin síð-
ustu ár hvað þetta varðar, einkum með tilkomu
30 km hverfa. Rétt er einnig að benda á að skv. sérúttekt innan 30 km hverfa hefur alvar-
leiki þar minnkað greinilega.
Mismunandi umferðaröryggisaðgerðir eiga við á aðalgatnakerfinu, á stofn- og tengi-
brautum, og hins vegar innan hverfa, á safn- og húsagötum. Aðgerðir á umferðargötum
felast einkum í betri þverunarstöðum fyrir gangandi eða aðskilnaði akandi og gangandi.
Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að lækka ökuhraða.
Mynd 12. Fjöldi gangandi vegfarenda sem
varð fyrir minniháttar slysum eða án meiðsla
í umferðinni - innan hverfa.
Bílaumferð
Niðurstaðan hvað varðar alvarlegustu slysin í bílaumferðinni er einnig nokkuð skýr.
Alvarlegum slysum og banaslysum fer fækkandi. Óvíst er þó hvort þessi þróun heldur
áfram. I erlendum heimildum kemur víða fram að heldur minna umferðaröryggi er á
þenslutímum, svo að í því ljósi er þessi staða sérlega ánægjuleg.
A vinstri hlið línuritsins á mynd 13 má sjá sniðum-
ferð um Fossvog og Elliðaársdal til norðurs, snið í
gegnum meginumferðaræðar höfuðborgarsvæðisins.
Það eru Kringlumýrarbaut, Reykjanesbraut og Ártúns-
brekka auk Bíldshöfða. Á hægri bdið er reiknaður ferða-
fjöldi samkvæmt reiknilíkani umferðar á tveimur
tímum, þ. e. fyrir árin 1998 og 2004, og sem fellur
vel að sniðumferðinni. Ætla má að línuritið endur-
spegli vel vöxt bílaumferðar á tímabilinu frá 1996 til
2006. Samkvæmt þessu hefur þróun í fjölda umferðar-
slysa í Reykjavík ekki fylgt aukningu í bílaumferð.
3 0 0
Arbók VFl/TFl 2008