Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 304
Þessi aukning umferðaröryggis í borginni er vissulega ánægjuleg, en lausleg athugun
utan borgarmarka gefur til kynna að hún sjáist hvorki í öðru þéttbýli né í dreifbýli á
þjóðvegum landsins. Þvert á móti virðist óhöppum fjölga og alvarleiki víða aukast. Þessi
staða er athyglisverð, en um leið varhugaverð. Getur verið að skortur á mótvægis-
aðgerðum úti á landi og minna fjármagn til að stuðla að auknu umferðaröryggi eigi sinn
þátt í þessari stöðu mála? Eflaust á meiri ökuhraði á þjóðvegum en í þéttbýli einnig ein-
hvern hlut að máli. Öðruvísi sagt þá virðast aðgerðir borgarinnar til að auka umferðar-
öryggi sannarlega hafa skilað árangri. Einnig má álykta sem svo að sú aðferðafræði sem
beitt er í borginni eigi erindi við aðra þéttbýlisstaði. Líklegt er þó að beita verði að hluta
öðrum aðferðum á þjóðvegi. Skýrar línur um forgang ökutækja, temprun ökuhraða og
bygging mislægra gatnamóta virðast þó vissulega eiga við jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.
Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað
verulega í Reykjavík á síðustu áratugum. Þetta er sérstaklega greinilegt fyrir aðalgatna-
kerfið, þ.e. stofn- og tengibrautir. Þróunin er ekki jafngreinileg varðandi slys með minni-
háttar meiðslum, en þó virðist þeim heldur fækka hin allra síðustu ár. Þetta er sérstaklega
greinilegt innan hverfa.
Framkvæmdir borgarinnar á síðustu áratugum hafa breytt Reykjavík úr bæ í borg.
Umferðar- og gangþrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum,
30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum göngutengslum hefur
fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst verulega og hönnun þess batnað.
Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð þar sem
ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar.
Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar einkum að því að halda ökuhraða niðri.
Umferðinni núorðið er ennfremur stýrt betur en áður var, m.a. með hringtorgum og
umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með
gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum.
Leiða má að því líkum að margvíslegar framkvæmdir Reykjavíkurborgar, sem m.a. voru
útfærðar til að auka öryggi, hafi átt veigamikinn þátt í að fækka alvarlegum slysum og
banaslysum á gangandi vegfarendum. Erfitt er að meta áhrif hverrar aðgerðar, en
heildaráhrifin til fækkunar eru greinileg. Ahrif aðgerðanna virðast vera meiri eftir því
sem alvarleiki slysa, sem eru til skoðunar, er meiri. Loks má geta þess að ýmsar aðrar
aðgerðir í umferðaröryggismálum hafa vissulega haft áhrif, svo sem eftirlit lögreglu,
áróður og upplýsingagjöf.
Eftirtöldum aðilum er sérstaklega þakkaðfyrir veittar upplýsingar: Ágúst Mogcnsen, Dagbjartur
Sigurbrandsson, Gunnar H. Gunnarsson, jörgen Þormóðsson, Ólafur M. Stefánsson.
Helstu heimildir
[1 ] Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar: Umferðaröryggi innan Reykjavíkur, 2007.
[2] Hagstofa íslands: Upplýsingar um mannfjölda og bílaeign.
[3] Línuhönnun: S/ys á gangandi vegfarendum íReykjavík, 2007.
[4] Rannsóknarnefnd umferðarslysa: Upplýsingar um banaslys.
[5] Reykjavíkurborg: Skýrslur, árbækur, gagnabankar og upplýsingarýmiss konar.
[6] Ríkislögreglustjórinn: Upplýsingar um ökuskírteini.
[7] Umferðarstofa: Upplýsingar um umferðaröryggi.
302i Árbók VFÍ/TFÍ 2008