Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 307
Þú hefur einrtig sinnt margvíslegum störfum fyrir bandarísk stjórnvöld?
Já, ég vann fyrst fyrir fylkistjórn Vestur-Virginíu í 16 ár og svo fyrir ríkisstjórn Banda-
ríkjanna í 30 ár. Eg var ráðgjafi í verkefnum á sviði orkumála og þá aðallega í að rannsaka
hvernig megi nýta kol án þess að of mikil mengun hljótist af. Við fundum m.a. upp aðferð
til að nýta kol í einum tilgangi en fullnýta gufur og orkuna við vinnsluna í öðrum til-
gangi. Við gátum til dæmis framleitt stál og notað gufuna til að framleiða raforku. Elsti
sonur minn, Kenneth, hefur svo fylgt í þessi fótspor og fundið upp nýstárlega aðferð þar
sem koltvísýringur er urðaður með sérstökum hætti. Annar sonur minn, Keith, er
klínískur sálfræðingur og prófessor við Stanford-háskóla. Hann var útnefndur sem
geðheilbrigðiráðgjafi bandaríska hersins í Irak. Sá þriðji, Kevin, er hafverkfræðingur, en
starfar nú fyrir bandarísku alríkislögregluna, FBI. Hann vinnur m.a. að rannsóknum á
hryðjuverkum, innflutningi vímuefna o.fl.
fsland
Þetta er ekki i fyrsta skipti sem þú sækir ísland heim. Hvernig kom það til að þú fórst
að venja komur þinar hingað?
Verkefnastjórnunarfélag íslands (VSF) er hluti af Alþjóðasamtökum kostnaðarverkfræðinga
sem ég ásamt öðrum stofnaði árið 1976. Fyrir um 14 árum var ég beðin um að halda fyrir-
lestur á þingi Norrænu verkefnastjórnunarsamtakanna (Nordic Project Management
Association). Þannig fékk ég áhuga á landinu. Eg held að þið séuð að gera einstaka hluti
hér. Ef eitthvað getur talist umhverfisvænt þá er það ykkar starf. Ég vildi að við hefðum
meiri möguleika á þessu í Bandaríkjunum. Við höfum allnokkurn jarðvarma og reynum
að nota endurnýtanlegan orkuforða en við erum hinsvegar miklir sóðar og höfum ekki
hugsað nógu mikið um umhverfið. Við erum of rík og ofurseld gróðafíkn. Ahrif þessa á
menningu okkar eru margvísleg: Við ferðumst langt í litlum tilgangi, búum við þæginda-
menningu þar sem allt snýst um þægindi fremur en virðingu og þróun. íslendingar eru,
held ég, miklu meðvitaðri um þessa hluti þó að ég sjái ykkur sem aðra vera að þróast, eða
eigum við að segja hreyfast, til þessa dapurlega þægindasamfélags.
Verkefnastjórnun
Þú hefur sérhæft þig í verkefnastjórnun. Hvað er sérstakt við verkefnastjórnun sem
stjórnunaraðferð?
Verkefnastjómun (project management) er ekki svo gott að skilgreina því í reynd getur allt
verið skilgreint sem verkefni. Ef þú skoðar fagleg viðfangsefni mín þá fólust flest mín
verkefni í að byggja upp orkufyrirtæki samkvæmt hagfræðilegum viðmiðum. Margir
hugsa um að byggja sem hagkvæmast og græða sem mest en áherslan er ekki nægilega
mikil á að hugsa velferð og hagsæld fólks í víðari skilningi - því miður. Bók mín um
siðfræði verkefnastjórnunar (Project Management Ethics) tekur fyrir mörg tilfelli þar sem
menn hafa stytt sér verulega leið hvað þetta varðar. Hugsaðu þér til dæmis geimskot
geimskutlunnar Challenger. Einn verkfræðingurinn sem vann að skotinu var sannfærður
um að það væri of kalt til að skjóta flauginni á loft. En það var mikil pólítískt krafa um
að skjóta. Þegar flaugin fór upp bað verkfræðingurinn til Guðs síns í von um allt færi
vel - en svo fór heldur betur ekki. Flaugin sprakk! Hann fór með athugasemdir sínar í
fjölmiðla og niðurstaðan varð að hann var rekinn og fékk ekki uppreisn æru fyrr en
nokkrum árum seinna.
Annar verkfræðingur byggði glæsilega skrifstofubyggingu í New York. A meðan á
framkvæmdum stóð fékk hann símtal frá nemanda sem varaði hann við að samkvæmt
útreikningum þá myndi byggingin ekki standast álag tiltekinnar vindáttar ef hvessti
verulega. Verkfræðingurinn lét þetta fyrst um eyru þjóta en fór síðan að vinna að því í
aukavinnu, eftir að byggingin var komin upp, að styrkja allan burð á eigin kostnað. Það
Tækni- og vísindagreinar |305