Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 309
Ef við gefum okkur að hugmyndin um Guð falli að heimsmyndinni, hvers konar
verkefnastjóri er hann?
Þetta er skemmtileg hugmynd. Samkvæmt Biblíunni virðist hann hafa skilgreint ýmis
verkefni með upphafi og enda. I upphafi skilgreinir hann sex daga sköpunarverkefni og
hvílir sig á þeim sjöunda. Þetta er vel skilgreint verkefni. Svo komu önnur: Adam og Eva,
Flóðið mikla o.s.frv. Guð hafði verkefni fyrir Móse og svo koll af kolli. í sögunum er þessu
öllu stillt upp sem skipulögðum verkefnum sem þó gengu misjafnlega vel, meðal annars
vegna vandræðagangs með þann hagsmunaaðila sem er mannfólkið! Kristur virðist hafa
unnið að köllun sinni samkvæmt þriggja ára verkefnisáætlun. Guð var þá verkefna-
eigandinn og Jesús verkefnastjórinn. Það vekur þó eftirtekt að verkefnaeigandinn virðist
leyfa það að verkefnastjórinn sé myrtur í enda verkefnisins - það er þó ekki endirinn
heldur lifir verkefnastjórinn áfram verkum sínum og í minningu samstarfsmanna sinna
um hann.
Ef þú heldur áfram með hugmyndina um Jesús sem verkefnastjóra, hvað gætum við
þá lært af honum?
Munurinn á Kristi sem verkefnastjóra og verkfræðingum sem verkefnastjórum er að
Kristur vissi hvert hann var að fara. Verkfræðingurinn vonar að hann viti hvert hann er
að fara og hvað er líklegt að gerist, en hann veit það ekki! Verkfræðingurinn sem byggði
Tacoma-brúna í Washington notaði rótgróna tækni. Þegar brúin var opnuð fannst fólki
gaman að keyra yfir brúna en þegar vindur blés úr tilteknum áttum dúaði brúin upp og
niður. Verkfræðingurinn vissi ekki að þessi hönnun hentaði ekki þessum aðstæðum.
Hann vissi ekki hvað gæti gerst. Kristur vissi hins vegar hvað gæti gerst því verkefnis-
eigandinn virðist hafa upplýst hann um það, meira að segja um þá staðreynd að hann
yrði gerður að syndahafri og varpað út úr heiminum. Hann hafði því stærri sýn en flestir
verkfræðingar hafa. Við vitum ekki hver framtíðin er. Eg skrifaði í bók minni, Computer
Aided Catastrophy, að tölvurnar væru orðnar guðir okkar því við erum farin að trúa blint
á þær upplýsingar sem tölvurnar vinna og prófum oft ekki niðurstöður þeirra. Við höfum
meðal annars dæmi um slíkt þar sem þak á íþróttahöll hrundi undan snjófargi. „Hörðu
viðmiðin" í verkefnastjórnun eru útreikningar, greiningar, áhættumat og áætlanir, sem
allt getur haft mikinn áreiðanleika. En hvernig fólki er stjórnað, hver eru viðhorf þess,
menning og þess háttar, er miklu óræðara og hefur í reynd miklu meiri áhrif á
niðurstöðuna. Ef „hörðu gögnin" eru vel unnin af fólki sem kann til verka, þá er auðvelt
að byggja á þeim, en ef „mjúka færnin" er ekki fyrir hendi getur það haft úrslitaáhrif.
Attatíu prósent verkefna sem miða að stofnun fyrirtækja fara forgörðum á fyrsta ári og
fimm prósent á því næsta. í langflestum tilfellum er búið að reikna allt út og viðskipta-
hugmyndin er góð og arðbær, en það er mannlegi þátturinn sem fer með allt í vaskinn.
Siðfræði
Ég man eftir að hafa heyrt siðfræðing segja að illskan væri orðin svo vel falin i skipu-
lagsheildum og verkefnum samtimans að við tækjum ekki eftir þeim og firrtum okkur
ábyrgð - hefur þú rekist á illsku á þinni vegferð?
Ég get ekki sagt að ég hafi séð algera illsku. En ég hef oft séð fólk setja persónulega
hagsmuni sína fram yfir hagsmuni heildarinnar og réttlæta það með ýmsum hætti.
Einstaklingarnir geta séð hagsmunum sínum borgið, fengið athygli og náð í viðskipta-
tengsl með margvíslegum annarlegum hætti, svo í stað þess að velja siðræna leið sem
tryggði hagsmuni hagsmunaðila, var valin leið þar sem þeir gátu skarað eld að eigin
köku á kostnað annarra. Þar sem ég hef komið nálægt þessu hef ég getað breytt stefn-
unni - en nú þegar ég hugsa þetta betur, þá hef ég séð mútuþægni og séð fólki sagt upp
vegna þess að það treysti sér ekki til að vinna við algerlega ömurlegar aðstæður o.fl. Jú,
ætli ég hafi ekki séð öll siðferðisviðmið brotin í verkefnum.
Tækni- o g vísindagreinar
3 0 7