Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 310
Það er freistandi að spyrja Bandaríkjamenn um "Project Bush" og bandariska utan-
ríkisstefnu. Hvað hefur þú um það að segja?
Bush tók við stjórnartaumunum árið 2000 og mun sem betur fer hætta árið 2008. Út frá
verkefnastjórnunarlegum viðmiðum hefur hann stjórnað illa, farið fram úr fjárhags-
áætlunum og á skjön við markmið sín í áætlunum sínum. Þá er margt athugunarvert við
ákvarðanatöku hans. Hann hefur skuldsett okkur, valdið skattaklandri og sýnt skamm-
sýni í íraksverkefninu. Sagan ein mun kenna okkur hvort stefna hans var góð, afleit eða
skipti ekki máli.
Lífsverkefnið
Hvernig nýtist verkefnastjórnun manni í að haga lífi sínu?
Ég hef aldrei hugsað út í þetta. Ég held ég hafi lifað lífi mínu eins vel og ég gat. Ég á góða
konu, fjögur úrvalsbörn og skipulagði fjármál mín vel. Ég þarf ekkert og ætlast ekki til
neins. Ég þyrfti ekki að vera hér á Islandi til að halda fyrirlestra, en ég geri það vegna þess
að mér finnst það skemmtilegt. Það sem hefur gefið mér mjög mikið er að starfa í skáta-
hreyfingunni og í sumarbúðum hennar. Eitt sem mér fannst alltaf vanta þar var bæna-
staður og ég hef nú hannað og er að byggja bænahús sem tekur um 300 manns í sæti. Það
er byggt úr náttúrusteini, fellur inn í fallega hæð og snýr að fallegu vatni. Ég kem frá
Biblíubeltinu, sem merkir í reynd að þar eru margir bókstafstrúaðir baptistar - en þar er
lika mikið um stóra og flata steina! Ég er búinn að útbúa stóran stein sem á er skrifað
Jehovah, Yahveh, Allah, Haya og Adonai, sem allt eru nöfn Guðs. Vinstra megin í kórnum
er stór keltneskur kross og til hægri er Davíðsstjarna. Á miðjum steininum er nafn Guðs,
Allah, ritað á arabísku. Ég er enn að hugsa hvernig ég geti mætt hindúum, búddistum og
fleirum, þeir hafa ekki enn verið áberandi í sumarbúðunum en hljóta að fara að koma -
og ég hlakka til þess. Þetta er mitt verkefni. Mér fannst ég vera týndur í þessum búðum
vegna þess að mér fannst vanta fókuspunkt til bænalífs.
Hvað hefur verkfræðingur að gera við bænalíf?
Vísindi hafa ekki svörin við öllu. í reynd hafa þau ekki svör við neinu nema í formi
þeirra svara sem Guð hefur gefið. Bænin er fyrir mörgum að krefjast hluta og vissulega
er það einn þáttur bænalífs. En ef þú trúir á Guð, þá er bænalífið líka eitthvað miklu
meira og sá sem ekki virkjar þessa auðlind missir af miklu. Þar fyrir utan erum við mis-
tæk og vitum ekki allt en getum notið leiðsagnar á mjög persónulegu plani í gegnum
íhugun og tilbeiðslu. Játning trúaðs manns er staðfesting á tilteknu gildismati, hlutverki
og sýn á heiminn og við þurfum hjálp til að viðhalda henni. Og þegar við komumst í hann
krappan og þurfum að taka siðferðilega ákvörðun spyr trúmaðurinn sig á dýpra plani: Er
þetta rétt?
Verkefnislúkning
Efég spyr þig um lokatakmark lífsins - hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér?
Ég veit það ekki, ég hef átt gott líf og held áfram að reyna að bæta líf mitt. Ég hef verið
lánsamur og er nú að gefa til baka og það er ástæða þess að ég ferðast um heiminn til að
halda fyrirlestra, einkanlega til staða sem þarfnast þróunar. Ég veit ekki hvað ég á langt
eftir en ég veit að verkefnið endar ekki með mér. Ég vonast til að hitta verkefnis-
eigandann og ég trúi því að hann, eða hún, hafi sín plön fyrir mig, og fyrir þig, á fögrum
stað - og svo sjáum við hvað gerist. Sem góður verkfræðingur veit ég að ég veit ekki hvað
gerist, en ég vanda aðferð mína, sé svo til og vona.
3 0 8
Arbók VFl/TFl 2008