Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 311
Almenna
verkfræðistofan
frAmÓXUM
að M A M M V I R K I
UPPSETNING Á FALLPÍPUM
KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR
Ársæll Aðalsteinsson lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Islands árið 2000. Hann hefur starfað m.a.við hönnun og
ráðgjöf á véla- og rafmagnssviði Almennu verkfræðistofunnar frá námslokum og sem sviðsstjóri Orku- og veitusviðs
frá árinu 2008. Hann starfaði m.a.við eftirlit með fallpípum, lokubúnaði og hverflum Vatnsfellsvirkjunar og
Vatnsfellsmiðlunar á árunum 2000-2002 og við eftirlit með yfirfallslokum Sauðafellsmiðlunar árið 2003.Ársæll starf-
aði sem fagstjóri yfir eftirliti með vélbúnaði Kárahnjúkavirkjunar árin 2005-2007 á vegum KSJV, Kárahnjúkar
Supervision Joint Venture.
Yfirlit yfir Kárahnjúkavirkjun
Flestir þekkja eflaust ágætlega til Kárahnjúkaverkefnisins en mikið hefur verið fjallað um
það í fjölmiðlum undanfarin ár. í þessum pistli verður fjallað um eftirlit með einum af
fjölmörgum framkvæmdaþáttum verksins, stálfóðruðum fallgöngum við Fljótsdalsstöð.
Fyrst er þó farið stuttlega yfir heildarverkið, þ.e.a.s. Kárahnjúkavirkjun.
Kárahnjúkavirkjun nýtir jökulvatn sem á upptök sín í norðaustanverðum Vatnajökli og
rennur þaðan í árfarvegum Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal. Jökulsá á Dal er stífluð
við Fremri Kárahnjúk, ofan Hafrahvammagljúfurs, með þremur stíflum. Langstærst er
Kárahnjúkastífla, um 190 metra há, en einnig eru tvær minni hliðarstíflur,
Sauðárdalsstífla og Desjarárstífla, sem mynda Hálslón og er það uppistöðulón virkjunar-
innar. Rekstrarhæð lónsins sveiflast milli 550 m.y.s og 625 m.y.s eftir árferði og
vatnsnotkun.
Frá inntaksmannvirki austan við Fremri Kárahnjúk liggja boruð aðrennslisgöng virkjun-
arinnar um 40 km í norðaustur að neðanjarðarlokahvelfingu í Valþjófsstaðafjalli, um
400 m ofan við stöðvarhúshvelfingu sem er einnig neðanjarðar.
Auk Jökulsár á Dal er Jökulsá í Fljótsdal, Kelduá og öðrum minni ám og kvíslum safnað
saman í svokallaða Hraunaveitu austan við Snæfell. Stærstu mannvirki veitunnar eru
Ufsarstífla og Kelduárstífla en þau mynda Ufsarlón og Kelduárlón með rekstarhæð í um
625 m.y.s og 699 m.y.s. Jökulsárgöng liggja frá inntaksmannvirki norðan við Ufsarlón í
um 13 km til norðurs þar sem þau sameinast aðrennslisgöngum frá Hálslóni við svo-
kölluð aðgöng 2, en þar er einnig lokahvelfing þar sem er hægt að loka fyrir streymi frá
Ufsarlóni inn í aðrennslisgöng virkjunarinnar. Auk aðganga 2 eru þrjú önnur aðgöng í
aðrennslisgöngin.
Aðrennslisgöngin greinast í tvennt ofan við áðurnefnda lokahvelfingu í Valþjófs-
staðafjalli. I hvelfingunni eru spjaldlokar ofan við tvö 420 m há stálfóðruð og lóðrétt fall-
göng sem hvor um sig greinast í þrennt eftir að komið er niður í hæð stöðvarhús-
hvelfingar. Þaðan liggja stálfóðruð göng (þrýstipípur) að hverflum virkjunarinnar.
Tækni- og vísindagreinar
3 0 9