Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Side 313
Helstu kennistærðir eru sem hér segir:
Lóðréttar fallpípur, greiningar og spjaldlokar:
• Tvær lóðréttar fallpípur með 0; = 3,4 m innra þvermál og
u.þ.b. 420 m hæð hvor.
• Láréttar stálfóðringar með 0t = 1,4-4,8 m innra þvermál, sam-
tals um 300 m á lengd.
• Tveir vökvadrifnir spjaldlokar 0; = 3,4 m (butterfly), 54,4 tonn
hvor án lóða.
• Samtals 4.584 tonn af stáli í stálfóðringar, þar af 1.074 tonn af
stáli S 355 ML, 1.093 tonn af stáli S 420 ML, 2.114 tonn af stáli
S 460 ML og 212 tonn af stáli S 690 QL.
• Um 14.000 m3 af steypu.
• 328 tonn af bendistáli.
Stálfóðring við Jökulsárveitu og spjaldloki
• Láréttar stálfóðringar með 0j = 2,1-5,0 m innra þvermál, sam-
tals um 50 m að lengd.
• Einn vökvadrifinn spjaldloki 0, = 3,4 m (butterfly), 51,5 tonn.
• Samtals 175 tonn af stáli í stálfóðringar, efnisgæði S 355 ML.
• , Um 752 m3 af steypu.1
• 28 tonn af bendistáli.1
Ekki verður fjallað frekar um framkvæmdir við Jökulsárveitu
heldur verður farið yfir uppsetningu á lóðréttum fallpípum og
aðliggjandi stálfóðringum og lokum.
Þátttakendur
Landsvirkjun er verkkaupi framkvæmdarinnar. Ráðgjöf við hönn-
un virkjunarinnar var veitt af KEJV (e. Kárahnjúkar Engineering
Joint Venture), sem samanstendur af VST (nú Verkís),
Rafteikningu (nú Verkís), Almennu verkfræðistofunni, Electro-
watt (nú Pöyry) og Harza Engineering (nú MWH). Útboðsgögn
fyrir stálfóðringar voru unnin af VST. Verktaki við smíði og
uppsetningu á stálfóðringu var þýska fyrirtækið DSD Stahlbau en
framkvæmdareftirlit með uppsetningunni var í höndum KSJV
(e. Kárahnjúkar Supervision Joint Venture), sem samanstendur af
Almennu verkfræðistofunni, Hönnun (nú Mannvit), VSÓ,
Rafhönnun (nú Mannvit) og þýska ráðgjafafyrirtækinu Lahmeyer
International.
Lýsing framkvæmdar
Stálpípueiningar voru smíðaðar í Þýskalandi og fluttar með skipi
til Reyðarfjaðar. Þaðan voru þær fluttar á annað tveggja geymslu-
svæða á verkstað. Neðra geymslusvæðið var í Fljótsdal, skammt
frá aðkomugöngum stöðvarhússhvelfingar en efra geymslu-
svæðið var uppi á Valþjófsstaðafjalli, í grertnd við aðkomugöng
lokahvelfingar ofan við lóðréttar fallpípur.
1 Magn af steypu og bendistáli miðast við notað magn í nóvember 2007. Á þeim tíma var sá hluti stálfóðringar sem snýr
að aðrennslisgöngum milli Hálslóns og stöðvarhuss innsteyptur. Sá hluti sem snýr upp í Jökulsárgöng (að Ufsalóni) var
steyptur inn árið 2008. Sá sem þetta ritar hefur ekki upplýsingar um það magn sem notað var fyrir þennan hluta en reikna
má með svipuðu magni af bæði steypu og bendistáli og hér er tilgreint.
Tækni- og vísindagreinar
3 1 1