Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 321
MANNVIT
VERKFRÆÐISTOFA
ENDINGARHÖNNUN
(CONCRETE DURABI
STEINSTEYPU
LITY DESIGN)
Dr. Borge Johannes Wigum lauk B.Sc.prófi (jarðfræði frá Hl árið 1988,jarðverkfræði frá NTH (Þrándheimi 1990 og
Ph.D.frá sama skóla 1995.Hann rak eigið fyrirtæki á Islandi undir nafninu ERGO Engineering Geology ehf.árin
1996-2003. Hóf störf hjá Hönnun 2003, nú Mannviti. Hann er einnig prófessor við Háskólann I Þrándheimi. Hann hefur
stundað rannsóknir um alkalivirkni undanfarin 18 ár og var formaður vlsindanefndar 13. heimsráðstefnunnar um
alkalívirkni sem haldin var I Þrándheimi sl.sumar.
Dr.Gísli Guðmundsson,jarðefnafræðingur,varð Ph.D.árið 1992 frá Arizona State University, USA.og jarðefnafræðingur,
M.Sc., 1988, frá sama háskóla. Hann lauk B.Sc. prófi I jarðfræði frá Háskóla Islands árið 1983. Starfaði sem sements- og
steinsteypusérfræðingur hjá Rb 1992-2004 og frá 2004 hjá Mannviti við steypurannsóknir og byggingaeftirlit. Hefur
starfað við rannsóknir á endingu steinsteypu síðastliðin 16 ár.
Karsten Iversen byggingartæknifræðingur lauk B.Sc. prófi í tæknifræði frá Horsens Teknikum I Danmörku 1973. Hann
starfaði við rannsóknir og ráðgjöf hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 1980-1997, við framleiðslu- og
gæðaeftirlit með steinsteypu við Sultartangavirkjun fyrir Fossvirki Sultartanga 1997-1999 og var umsjónarmaður
rannsóknarstofu Llnuhönnunar 2000-2007. Karsten var stundakennari viðTækniskóla Islands 1985-2004. Hann hóf
störf á rannsóknarstofu Mannvits Ijúli 2007.
's
Sveinbjörn Sveinbjörnsson er byggingarverkfræðingur I vatnsaflsvirkjanadeild Mannvits. Hann lauk M.Sc. prófi I bygg-
ingarverkfræði frá LundsTekniska Högskola í Svlþjóð 1979 og B.Sc.prófi í byggingartæknifræði fráTækniskóla Islands
1976.Hann starfaði sem eftirlitsverkfræðingur hjá Landsvirkjun við byggingu Hrauneyjafossvirkjunar.Sultartangastíflu
og Blönduvirkjunar 1979-1986, hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 1986-1987 og aftur hjá Landsvirkjun
1987-1993 við Blönduvirkjun.hjá Harza Engineering í Venezuela við byggingu Macagua-virkjunarinnar (3000 MW) í
Rio Caroni-fljótinu 1993. lárslok 1993 réðst hann til Hönnunar, sem nú er Mannvit.
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir jarðverkfræðingur er umsjónarmaður rannsóknarstofu Mannvits hf. Hún lauk B.Sc. prófi (
jarðfræði frá H( árið 1988 og M.Sc. i jarðverkfræöi frá Strathclyde háskóla árið 1993. Þorbjörg starfaði sem jarðfræð-
ingur við Rb 1989-1990, við rannsóknir og kennslu við Strathclyde háskóla 1993-1995 og við Hl og hjá ERGO
Engineering Geology á árunum 1996-2003. Þorbjörg er jafnframt stundakennari við Háskólann í Reykjavík (áðurTl og
THl) slðan 1998. Hefur starfað hjá Hönnun, sem nú er Mannvit, frá árinu 2003. Hún hefur starfað við rannsóknir og
prófanir á eiginleikum steinefna siðastliðin 20 ár.
Tækni- og visindagreinar |319