Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Síða 322
inngangur
Steinsteypa er aðalbyggingarefni íslendinga og eru gríðarlegir fjármunir bundnir í
steyptum húsum og mannvirkjum. Ótímabær grotnun getur rýrt verðgildi þeirra
umtalsvert, svo ekki sé talað um fjárhagslegt tjón eigenda vegna viðhalds. Því er mikið í
húfi að vandað sé til verks strax í upphafi.
Steinsteypa er margbrotið efni og eiginleikar hennar eru samspil margra ólíkra þátta, s.s.
steinefnis, sements, íblendiefnis, blöndunar, niðurlagnar og eftirmeðhöndlunar.
Efnisprófanir eru mikilvægt tæki til að átta sig á eiginleikum einstakra hlutefna, sem og
steinsteypunnar sjálfrar. Þýðingarmikið er að notaðar séu áreiðanlegar prófunaraðferðir
til að meta áhrif þessara ólíku þátta á endingu.
Við hönnun steyptra mannvirkja er réttilega lögð mikil áhersla á burðarþolshönnun.
Minni áhersla er lögð á endingarhönnun (durability design). í grein eftir Wood (1994) [1]
er því haldið fram að endingarhönnun hafi oft verið innan við 1% af heildarhönn-
unarkostnaði mannvirkis en að rekja megi yfir 95% allra galla sem koma fram í steyptum
mannvirkjum til lélegrar endingar steypu í þeim. Það er mat höfunda þessarar greinar að
leggja þurfi mun meiri áherslu á endingarhönnun steinsteypu. Vinna við hana þarf að
hefjast á frumstigum hönnunar, prófanir taka langan tíma og nauðsynlegt er að taka tillit
til prófana við hönnun. Það er mat okkar að sá kostnaður sem lagt er í við prófanir sé
ódýr varúðarráðstöfun þegar reist eru dýr mannvirki.
Mannvit hefur markvisst byggt upp rannsóknarstofu til að sinna prófunum og rann-
sóknarstarfi. Á undanförnum árum hefur Mannvit tekið þátt í umfangsmiklum inn-
lendum og alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum, sem miða að því að bæta
endingu steinsteypu og steyptra mannvirkja, einkum með tilliti til frostþols, klórleiðni,
rýmunar og alkalívirkni. Þetta rannsóknarstarf hefur verið styrkt m.a. af Landsvirkjun,
Vegagerðinni, RANNIS, Ibúðalánasjóði og öðrum hagsmunaaðilum innan byggingar-
geirans. Mannvit hefur einnig tekið þátt í verkefnum sem eru styrkt af Evrópu-
sambandinu og unnið að rannsóknar- og þróunarverkefnum fyrir erlenda aðila.
Hér á eftir verður fjallað stuttlega um þær kröfur sem staðlar, reglugerðir og verklýsingar
gera vegna hönnunar steinsteypu en í þeim eru afmarkaðar þær almennu kröfur sem
gerðar em hérlendis. Að lokum er fjallað um það ytra áreiti sem mest áhrif hefur á end-
ingu steyptra mannvirkja á íslandi og gildi efnisprófana sem tæki til að meta eiginleika
steinsteypunnar við slíkt áreiti.
Mikilvægi steinsteypu - Mikið í húfi; 1% af vergri landsframleiðslu
Árið 2006 var metár í notkun sements á íslandi (340 þús. tonn) og vógu stórframkvæmdir
á Austurlandi þungt þar. Erfitt er að spá fyrir um notkun sements næstu árin en ætla má
að meðalársnotkun verði um 275 þús. tonn eða sem svarar til um 730 þús. m3 af stein-
steypu á ári. Söluverðmæti þessa steypumagns úr steypustöð er um 9 milljarðar króna og
komið í mót er hægt að áætla heildarverðmæti um 13 milljarða króna. Þetta er um eitt
prósent af vergri landsframleiðslu ársins 2007, sem var um 1.300 milljarðar króna skv.
upplýsingum frá Hagstofu fslands. Þetta hlutfall er sambærilegt því sem gerist í öðrum
löndum.
Einnig er rétt að árétta að í flestum tilfellum er stærsta fjárfesting fólks í eigin húsnæði
sem oftar en ekki er steinsteypt.
3 2 0 | Arbók VF[/TFl 2008