Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 324
sandi, og sementsinnihald, loftinnihald og v/s-tölu í steinsteypu sem verður fyrir
veðrunaráhrifum. Nefnd ákvæði, sem eru betri en engin, eru að stofni til frá níunda
áratug síðustu aldar og eru því ekki í samhengi við núgildandi steypustaðal.
Til marks um hvað þolhönnun steypuvirkja skipar æðri sess en endingarhönnun er vert
að geta þess að með stuðningi umhverfisráðuneytisins var þegar á árinu 2002 saminn og
gefinn út fjöldi þjóðarskjala við evrópsku forstaðlana um þolhönnun.
Verklýsingar
Teikningar, verk- og vinnulýsingar eru mikilvæg gögn við hönnun og gerð steyptra
mannvirkja. I þeim eru upplýsingar um hvers konar mannvirki óskað er eftir og hvernig
staðið skuli að eftirliti og framkvæmd verks.
Við gerð verklýsinga eru hafðir til hliðsjónar gildandi staðlar og reglugerðir sem lýsa
þeim lágmarkskröfum sem yfirvöld gera til að tryggja lágmarksöryggi og endingu mann-
virkisins. Algengt er að kröfur sem settar eru fram í stöðlum og reglugerðum miðist við
50 ára endingu þess.
Staðla- og reglugerðarumhverfið sem við höfum í dag lýsir aðeins að takmörkuðu leyti
þeim kröfum sem gera skal við byggingu steinsteypts mannvirkis og þarf því í verk-
lýsingum að bæta við því sem upp á vantar til að tryggja nægjanleg gæði og endingu
mannvirkisins.
Öfugt við flest önnur byggingarefni, eins og t.d. timbur og stál, er ekki fyrirfram hægt að
meta hvort steinsteypa fullnægi tilskildum kröfum þar sem efnisgæðin eru háð efnisvali,
samsetningu og ekki síður meðferð á byggingarstað við niðurlagningu og eftirmeð-
höndlun. Endanleg gæði ráðast því af því hversu vel hefur tekist til við að framleiða
steinsteypuna og koma henni fyrir í mannvirkinu á byggingartímanum. Það er því mikil-
vægt að öllum þessum þáttum sé lýst nægjanlega vel í verklýsingum ef vel á að takast.
Steinsteypa er rakadrægt efni og hefur takmarkaða hæfni til að standast togspennu sem
myndast vegna álags, skriðs og eðlilegrar rýrnunar og efnhvarfa. Því verður með tíð og
tíma niðurbrot í steypunni með þeim afleiðingum að efnið missir hæfileikann til að gegna
hlutverki sínu í mannvirkinu, sem er m.a. að verja bendijárnin gegn tæringu og að stand-
ast þrýstispennur frá því álagi sem mannvirkið verður fyrir.
Endingarhönnun byggist á því að meta niðurbrotsþætti í
umhverfinu og í framhaldi af því að gera ráðstafanir til að mæta
niðurbrotinu með fullnægjandi efnis- og framkvæmdalýsingu.
Á mynd 1 er sýnt einfalt líkan af niðurbroti af völdum karbónatis-
eringar og klórmengunar. Ábyrjunarstigi færist karbónatiseringin
lengra og lengra inn í steinsteypuna og/eða klórmagnið eykst við
járnin. Á þessu stigi er engin tæring í járnunum. Þegar komið er á
skemmdarstigið er karbonatiseringin annaðhvort komin að járn-
inu og/eða klórmagnið komið í þröskuldsgildið og tæringin
hafin. Þegar tæringin í járnunum er orðin það mikil að mann-
virkið hefur misst tilskilda burðargetu þarf kostnaðarsama
viðgerð til að bjarga því.
Með auknum skilningi á þeim þáttum sem valda niðurbroti í
steinsteypu og bendijárni gefst kostur á, með meiri nákvæmni, að
miða hönnun mannvirkja við áætlaðan nýtingartíma þeirra.
Verklýsingar gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir endingu
steyptra mannvirkja þar sem, auk tilvísana í gildandi staðla og
reglugerðir, kemur fram nánari útlistun á efnislýsingum,
Efri mörk fýrir
ásættanlega tæringu
Byrjunarstig Skemmdarstig
Endingartími - Nýtingartími
Timi
Mynd 1. Algengt líkan fyrir
þróun á tæringu bendi-
járna af völdum kolsýrings
og/eða klórmengunar.
3 2 2
Árbók VFÍ/TFÍ 2008