Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 325
framkvæmd við niðurlögn og eftirmeðhöndlun og ekki síst ákvæði um eftirlit og eftir-
fylgni.
Þrátt fyrir það að staðlaumhverfið hafi gjörbreyst undanfarinn áratug, ekki síst vegna
aðildar Islands að Evrópska efnahagssvæðinu 1994, sem skuldbindur aðildarlöndin til að
taka upp evrópska staðla (svokallaða EN staðla), er ekki óalgengt að í verklýsingum sé
enn vísað í úrelta staðla í bland við gildandi EN staðla, sem í sumum tilvikum gerir verk-
lýsingar illskiljanlegar og í versta falli villandi.
Ein af mörgum forsendum þess að vel takist til við gerð steyptra mannvirkja eru heild-
stæðar verklýsingar með tilvísanir í gildandi staðla
miður eru ekki alltaf fyrir hendi.
Eftirmeðhöndlun
Steinsteypa er viðkvæm fyrst eftir niðurlögn og nær
ekki fyrr en eftir nokkra daga eða vikur nægjan-
legum styrk til að standast það álag sem henni er
ætlað, svo framarlega að nægjanlegt vatn hafi verið
tiltækt fyrir efnahvörfin í sementsefjuimi. Ef ekkert
er að gert getur vatnsuppgufun, þæði strax eftir
niðurlögn og fyrstu sólarhringana eftir niðurlögn,
valdið togspennum sem valda yfirborðssprungum í
steypunni vegna rýrnunar, mynd 2. Þess vegna þarf
með yfirbreiðslu eða öðrum ráðstöfunum, að koma
í veg fyrir uppgufun. Auk yfirborðssprungna getur
ótímaþær útþornun hamlað eðlilegum efna-
hvörfum í sementsefjunni með þeim afleiðingum
að steinsteypan nái ekki þeim þéttleika sem til var
ætlast og mótstaðan gegn veðrun skerðist.
Við efnahvörfin í sementsefjunni myndast hiti sem
getur leitt til óheppilegrar spennu í steyptum þver-
sniðum. í stórum þversniðum og þegar notuð er
steinsteypa með hátt sementsinnihald getur spenna
af völdun hitastigsmunar leitt til bæði sprungunets
á yfirborði og gegnumgangandi sprungna sem geta
valdið leka og leiða til tæringar í þendijárnum. Með
líkönum er fyrirfram liægt að meta hættu á
sprungumyndun vegna hitaspennu og skipuleggja
þannig steypuvinnuna til að koma í veg fyrir
skemmdir af völdum hörðnunarhita. Eftir
niðurlögn þarf að fylgjast með hitamyndun og gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að forðast skemmdir af
völdum hitaspennu, sjá dæmi á mynd 3. Einnig er
vert að nefna að nokkuð hefur verið um svokallaða
sjónsteypu þar sem lítt meðhöndluð steinsteypa á
að njóta sín, gjarnan á stórum fleti. Sprungunet af
þessum toga eyðileggur þau sjónrænu áhrif sem
leitað er eftir, sjá mynd 2.
og reglugerðir, forsendur sem því
Mynd 2. Áberandi sprungur, líklega vegna
rýrnunar í ungri steinsteypu.