Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 328
Alkalívirkni
Fyrir nokkrum áratugum var alkalívirkni gríðarlegur skaðvaldur í steyptum mann-
virkjum á Islandi. Með fyrirbyggjandi aðgerðum hefur að mestu tekist að hemja þennan
skaðvald, en framleiðsla sements og íauka ýmiss konar er í stöðugri þróun og það má
aldrei sofna á verðinum, sjá mynd 6. Mjög erfitt reynist að gera við alkalívirka stein-
steypu og æ fleiri þjóðir líta þetta vandamál alvarlegum augum.
I flestum löndum, eins og á Islandi, er skylt að prófa
reglulega steinefni í steinsteypu, m.a. með tilliti til
alkalívirkni. Krafan um hraðvirkar og áreiðanlegar
prófunaraðferðir er mikil og þá sérstaklega vegna
stærri mannvirkja þar sem framkvæmdahraðinn er
mikill og menn þurfa oft að fá skjót svör um hvort
tiltekið efni sé hæft til steypugerðar eður ei. í bygg-
ingarreglugerð eru tvö bandarísk próf tilgreind til
að meta alkalívirkni. Hraðvirkt múrstrendingapróf,
ASTM C 1260, er hentugt til að meta skjótt virkni
fylliefnisins sjálfs, en niðurstöður fást eftir aðeins
14 daga. Hitt prófið, ASTM C 227, er múrstrend-
ingapróf sem tekur ár í framkvæmd og hefur verið
gagnrýnt erlendis, m.a. vegna þess að í því er ekki
tekið tillit til ólíkrar virkni mismunandi korna-
stærða, t.d. malar.
Á alþjóðavísu eru miklar vonir bundnar við
áframhaldandi þróun á nýjum steypustrendinga-
prófum á vegum RILEM, sem er alþjóðlegt banda-
lag prófunar- og rannsóknarstofa fyrir efnisfræði og
mannvirki. Mannvit hefur verið virkur aðili í þeirri
RILEM-nefnd sem tengist alkalívirkni sem hefur
aukið forskot Mannvits á þessu sviði. Jafnframt átti Mannvit frumkvæði að því að stofna
og leiða alþjóðlegt rannsóknarnet sem vinnur í nánu samstarfi við RILEM-nefndina. Eitt
af áhersluatriðunum í framtíðarvinnunni er að rannsaka raunsteypu en ekki einvörð-
ungu staðlaða rannsóknarsteypu. Á þann hátt verður hægt að kanna áhrif korna-
stærðardreifingar og ólíkra steinefnablandna, jafnframt hvemig lágalkalísement og
íaukar, s.s. kísilryk, flugaska og háofnaslagg, geta unnið gegn skaðlegum áhrifum alkalí-
virkninnar.
Samkvæmt grein 131.5 í byggingarreglugerð er efnissala skylt að láta prófa steinefni
reglulega og leggja fram skriflegt vottorð frá óháðri og viðurkenndri rannsóknastofnun
um hvort viðkomandi steinefni sé virkt eða óvirkt. Ef steinefni reynist virkt þarf efnissali
að sanna að sú blanda af steinefni og sementi, sem nota skal, sé innan leyfilegra marka.
Nú eru í boði mun betri prófunaraðferðir, þ.e.a.s. steypustrendingapróf, til að hanna
alkalíóvirkar steinsteypur og þörf er á að þessar nýju prófunaraðferðir verði hluti af
byggingarreglugerð landsins.
Gildi þessara nýju prófunaraðferða er annars vegar til forvarnar en bættar prófunar-
aðferðir auðvelda hönnun á endingarbetri steinsteypu með minna viðhaldi og lengri
nýtingartíma mannvirkja. Hins vegar má með bættum prófunaraðferðum og réttu
sementi velja á markvissari hátt virkt steypufylliefni til að hanna alkalíóvirka steinsteypu
en fylliefni er auðlind sem þarf að fara vel með. Hvort tveggja getur leitt til aukinnar skil-
virkni hjá framleiðendum og lækkað rekstrarkostnað steyptra mannvirkja.
Með fyrrum [4] og núverandi rannsóknarverkefnum hjá Mannviti er markmið okkar að
auka hlut rannsóknarstofu Mannvits sem alþjóðlegs þekkingar- og prófunaraðila í alkalí-
virkni fyrir innlendan og alþjóðlegan markað. Nú þegar hafa verið rannsakaðir tugir
Mynd 6. Sprungur og útfellingar I steinsteypu
I innan við tlu ára gömlu mannvirki.
3 2 6 | Arbók VFl/TFl 2008