Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Qupperneq 330
eða mannvirkisins (Björn Marteinsson, 2007) [5]. Til lengri tíma litið má áætla að þessi
kostnaður sé að meðaltali allt að 2% á ári miðað við upphaflegan byggingarkostnað. Á
alþjóðavísu reiknaði Gerwick (1994) [6] út að viðgerðarkostnaður og annar kostnaður
vegna lélegrar endingar steinsteypu sé allt að 40% af upprunalegum byggingarkostnaði.
Evrópskar athuganir sýna að um 50% af öllum kostnaði sem fellur til innan byggingar-
iðnaðarins er vegna viðgerðar, viðhalds og endurnýjunar. Bættri endingu á nýtingartíma
gæti því fylgt umtalsverður fjárhagslegur ávinningur.
Við hönnun nýrra steyptra mannvirkja á Islandi þurfum við að spyrja okkur hvað við
erum tilbúin að borga mikið fyrir hugsanlega viðhalds- og viðgerðavinnu á nýtingartíma
mannvirkisins. Spyrja má hvort hugsanlegur kostnaður vegna steypuviðgerða á nokk-
urra ára gömlu steyptu mannvirki sé umfram það sem sparast vegna takmarkaðra eða
engra forprófana. Til viðbótar því að vera mikilvæg varúðarráðstöfun má nota
niðurstöður forprófana við val á forvörnum þar sem það á við. Sem dæmi má byggja inn
viðgerðakerfi, t.d. katóðíska vörn í klórríku umhverfi. Einnig má koma á vöktun á mann-
virkjum, s.s. nemum til að lesa klórprófíla eða hita- og rakasveiflur.
Lokaorð
I þessari grein höfum við fjallað um þær kröfur sem staðlar og reglugerðir gera vegna
hönnunar steinsteypu. Fram hefur komið að lítið hefur verið einblínt á endingarhönnun
og landsákvæði eða þjóðarskjöl vantar í tengslum við steypustaðalinn ÍST EN 206-1.
Byggingarreglugerð er að stofni til frá níunda áratug síðustu aldar. Með hliðsjón af
breyttu staðlaumhverfi er löngu tímabært að endurskoða hana og huga að gerð
þjóðarskjala. Jafnframt er mikilvægt að lögð sé aukin áhersla á endingarhönnun stein-
steyptra mannvirkja.
Verklýsingum fyrir steinsteypu er oft mjög ábótavant. Fyrir kemur að vísað er í úrelta
staðla í bland við gildandi EN staðla, sem í sumum tilvikum gerir verklýsingar illskiljan-
legar og í versta falli villandi. Þetta er mjög óheppileg staða þar sem verklýsingar gegna
mikilvægu hlutverki fyrir endingu steyptra mannvirkja.
Of algengt er að seint sé farið af stað þegar hanna á steinsteypt mannvirki með tilliti til
endingar. Þessu þarf að breyta. I dag getum við boðið upp á nokkrar staðlaðar próf-
unaraðferðir sem veita hönnuðum mikilvægar upplýsingar um áætlaðan nýtingartíma
steyptra mannvirkja, en mikilvægt er að byrjað sé nægilega snemma til að niðurstöður
séu áreiðanlegar. Eins er mikilvægt að í byggingarreglugerð og þjóðarskjölum sé tekið
mið af þessum prófunum þannig að tryggt sé að þær verði notaðar. Gildi þessara prófana
er til forvarnar en bættar prófunaraðferðir auðvelda hönnun á endingarbetri steinsteypu
með minna viðhaldi og lengri nýtingartíma mannvirkja.
Heimildir
[1 ] Wood, J.G.M., 1994: Towards Quantified Durability Design for Concrete. (: Improvíng civil engineering structures - Old
and new.WJ. French (Editor) Geotechnical Pubiicating Ltd.bls. 139-159
[2] Gisli Guðmundsson: Borkjarnar úr Brúardekkjum VGK-Hönnun, HN 2005-090,29 bls.
[3] Collepardi, M et al (1972) Penetration ofchloide ions into cement paste and concrete. American Ceramic Society, 55
[4] Borge Johannes Wigum.Vala Dröfn Björnsdóttir, Hákon Ólafssonog Karsten lversen,2007:Alkali Aggregatereactions in
iceiand - new test Methods. VGK-Hönnun,VN 2007-036,74 bls.
[5] Björn Marteinsson, 2007: Ending og viðhaldsþörf á múr og steypu utanhúss. Erindi á Steinsteypudegi 2007.
16] Gerwick, B.C., 1994: The Economic Aspects of Durability - How much added expences can be justified? Proceeding P. H.
Mehta Symposium on Durability of Concrete, Editor Khayat K. H., ACI CANMET, Nice 1994.
3 2 8 | Arbók VFl/TFi 2008