Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Page 333
Losun gróðurhúsalofttegunda hjá ISAL
Strax upp úr 1990 var unnið markvisst að því að
draga úr losun flúorkolefna hjá ISAL. Með betri
tölvustýringum var hægt að spá fyrir um
spennuris og koma í veg fyrir þau. Frá 1990 til
1996 dró verulega úr losun flúorkolefna og fór
hún úr 4,8 tonnum á hvert framleitt tomi af áli í
0,24 tonn á hvert framleitt tonn af áli í C02-
ígildum (t C02 eq/t ál). Losunin hélst nokkuð
stöðug fram til 2005, en þá urðu aftur
straumhvörf og losun flúorkolefna lækkaði í
0,047 t C02 eq/1 ál. Á þessum tíma var innleidd
sjálfvirk riseyðing sem stytti ristímann og dró
þannig úr myndun flúorkolefna. Einnig fækk-
aði spennurisum, en mikil áhersla var lögð á að
allur búnaður virkaði fullkomlega og súrál
kæmist óhindrað á kerin (sjá mynd 2). Þessi
árangur hefur leitt til þess að losun flúorkolefna
hefur lækkað úr 419.000 tonnum árið 1990 í
7000 tonn árið 2007 eða um 412.000 tonn á árs-
grundvelli (í C02-ígildum).
Helsta ástæða losunar gróðurhúsalofttegunda
hefur því breyst verulega frá 1990. Á þeim tíma
nam losun flúorkolefna 75% af heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda en er í dag eingöngu
3%. Nú er bruni forskauta helsta uppspretta
gróðurhúsalofttegunda og hefur heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda farið úr 6,5 t C02 eq/t ál
árið 1990 í 1,6 C02 eq/1 ál árið 2007 (sjá mynd 3).
Þessi árangur hefur leitt til þess að losun
gróðurhúsalofttegunda hefur farið úr 572.000
tonnum í 292.000 tonn árið 2007 þrátt fyrir
tvöföldun framleiðslu á sama tíma (í C02-
ígildum). Þetta sýnir glögglega mikilvægi þess
að koma í veg fyrir spennuris því losun
flúorkolefna getur margfaldað heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda.
Mynd 2. Losun flúorkolefna frá ISAL frá 1990 til 2008 (C02-Ígildum.
Losun flúorkolefna var 4,8 t/t ál árið 1990 en 0,038 t/t ál árið 2007. Heildar-
losun flúorkolefna hafði þv( farið úr 420.000 tonnum árið 1990 niður (
7000 tonn árið 2007og nam því eingöngu 1,7% af losuninni árið 1990.
7000
6000
6000
4000
3000
2000
1000
llilllillllll.....
§ I I s
□ Flúorkolefni
4-rufo^riotor^Q
SSoBoooþ
r- (\| CV (N N
□ Jaröefnaeldsneytil
Mynd 3. Losungróðurhúsalofttegundafrá ISAL í C02-ígildum.Árið 1990
var losun vegna flúorkolefna mun meiri en vegna forskauta eða 4,8 t/t
ál samanborið við 1,6 t/t ál vegna forskauta.Árið 2007 var losun vegna
flúorkolefna hverfandi og nam eingöngu 1% af losuninni árið 1990 í
kg/t ál og 2% ef litið er til heildartonna.
ISAL í alþjóðlegum samanburði
Alþjóðlegu áliðnaðarsamtökin hafa beitt sér fyrir því að áliðnaðurinn dragi úr losun
flúorkolefna. Markmið samtakanna er að losun flúorkolefna frá áliðnaði minnki um 80%
frá árinu 1990 til 2010 og verði 1.0 t C02 cq/1 ál árið 2010. Árið 2005 náðist markmið sam-
takanna og var losunin komin í 0,96 t C02 eq/1 ál. Losunin hefur haldið áfram að minnka
og árið 2006, sem er síðasta samantekt frá samtökunum, var losun flúorkolefna komin í
0,7 t C02 eq/t ál [4]. Heildarlosun frá áliðnaði vegna flúorkolefna hefur því farið úr 96
milljónum tonna árið 1990 í 24 milljónir tonna árið 2006 þrátt fyrir 75% framleiðslu-
aukningu á tímabilinu.
Tækni- o g vísindagreinar i 3 3 1