Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Page 8

Neytendablaðið - 01.12.1991, Page 8
Hátíð Ijóss og friðar? Jólahaldið komið úr böndunum Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Laugarnes- kirkju, er óhræddur við að fullyrða að jólahaldið sé komið úr böndunum hjá þorra íslendinga. Hann er ómyrkur í máli og segir að kirkjunnar menn hafi verulegar áhyggjur af því hvernig jóla- hefur þroast. Að hans mati vanlíðan en ánægju. - Verslunin hefur það að markmiði númer eitt að hafa meira umleikis í ár en í fyrra. En hvar endar þetta? spyr Jón og heldur áfram: - Ég er mikið gefinn fyrir hátíðir eins og flestir aðrir og finnst sjálfsagt að menn geri sér glaðan dag á ýmsan hátt. Jólin eru hátíðleg í mínum augum vegna innihalds þeirra og þess sem þau hafa gefið mér frá bamæsku. Við gleðjumst yfir jólaundrinu vegna þess að Kristur er veruleiki og kom til okkar sem lítið bam sem lagt var í jötu. Þetta er upphafið að þessu öllu saman í hugum kristinna manna. Kærleikurinn er hugsunin að baki jólagjöfum, við gefum þeim sem eru í kringum okkur til þess að valdajolin nu mörgum meiri gleðja þá. - En þegar talað er um að gefa heilu steríótækin eða eitthvað í þeim dúr er þetta orðin yfirgengileg vitleysa og á ekki að tengja við jólin í sjálfu sér. Að mati okkar í kirkjunni er það ekki rétt að tengja óhófið við jólahátíðina, segir séra Jón Dalbú. ■ Vanskil og vandræði Hann segir að jólahaldið sé farið úr böndunum hjá mörgum og telur að þegar svo margir eyða svo miklu í jólagjafir og annað dragist enn fleiri inn í þessa hringiðu þótt þeir hafi ekki efni á því. - Þess vegna verða öll þessi vanskil, vandræði og vanlíðan eftir jólin, hvað þá þegar holskeflan kemur í febrúar. Það er náttúrlega stjórnleysi og agaleysi að geta ekki takmarkað þessa hluti. En það virðist eins og fólk fyllist einhverju æði. - Ég held að þetta hafi flotið gjörsam- lega yfir þegar greiðslukortin urðu al- menn. Það er svo freistandi að nota kortið í stundarhrifningu og eftirvæntingu, en fólk reiknar ekki dæmið til enda. Greiðslukortafyrirtækin auglýsa hins vegar þannig að þetta sé svo auðvelt. Það er bara hægt að dreifa greiðslunum ef því er að skipta. Jón telur að jólahaldið hafi stjómast í ríkari mæli af náungakærleika áður fyrr, en nú gleymist innihaldið vegna umbúðanna. - Margir spila svo rosalega í jólatraffíkinni að þegar upp er staðið valda jólin þeim meiri leiðindum en á- nægju. Þegar allt kemur til alls er ekkert í umbúðunum. Jólin eru orðin neysluhátíð fremur en trúarhátíð og kirkjan hlýtur að berjast gegn því með sinni boðun og sínu ► Kauphátíð út á krítarkort ■ Hátíð kaupmannanna Það er hægt að fylgjast með neyslu landsmanna eftir fleiri leiðum en að skoða greiðslukortanolkun. Samkvæmt tölum frá Þjóðhagsstofnun var heildar- velta í smásöluverslun um 84 hund- raðshlutum hærri í desember árið 1989 en í öðrum mánuðum sama árs. Hér er miðað við árið 1989 þar sem söluskatti var skilað mánaðarlega. Virðisauka- skatti er skilað á tveggja mánaða fresti og því er ekki hægt að sjá veltuna í des- ember í fyrra einum og sér. Mun hærri hlutfallstölur sjást þegar skoðaðir eru einstakir flokkar innan smásölunnar. 8 Þannig jókst veltan í sölu vefnaðar- og fatavöru um 150 prósent í desember í fyrra miðað við meðaltal annarra mánaða. Sala skófatnaðar jókst um nær 160 pró- sent. Sala bóka og ritfanga jókst um rúm- lega 260 af hundraði. Sala búsáhalda, húsgagna og fleira þess háttar jókst um nær 140 prósent. Svona má halda áfram að telja: Sala úra, ljósmyndavara og fleira jókst um 190 af hundraði. Sala snyrti- og hreinlætisvöru jókst um 175 prósent. Velta í ýmissi sérverslun (íþróttavörur og fleira) jókst um rúmlega 180 prósent. Svo má ekki gleyma því að Islendingar fara þúsundum saman til útlanda í verslunar- ferðir. ■ „Hroðin veisluborð“ I bókinni um Hermann er að finna þessar vangaveltur og lýsingar: „Af hverju í ósköpunum gátu menn ekki slappað af vikumar fyrir jólin og notið þess, t.d. að undirbúa þau í róleg- heitum með bömunum eins og upphaflega var víst ætlunin með jólahaldinu? Af hverju rann æði á alla þjóðina í desember? Hvemig gat þjóðin t.d. haft efni á því ár eftir ár að láta renna á sig kaupæði? Nú var NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.