Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Page 9

Neytendablaðið - 01.12.1991, Page 9
Hátíð Ijóss og friðar? Séra Jón Dalbú Hróbjartsson talar umbúðalaust um jóla- hald Islendinga: Þetta er komið úr böndunum og veldur mörgum meiri vanlíðan en gleði. starfi. Hér verður að koma til hugarfars- breyting. Við verðum að hvetja fólk til þess að skipta um lífsstíl varðandi þessar stórhátíðir kristninnar sem eiga sitt inntak sem ekki má glata að okkar mati. ■ Hugarfarsbreyting - Annars held ég að það geti jafnvel gerst af sjálfu sér að það dragi úr kaupæðinu. Mælirinn hlýtur að verða fullur og þá gerist eitthvað. Við sjáum það í sögunni að það koma kreppur. En ég vil sjá þá hugarfarsbreytingu að þessi hátíð verði meira en kauphátíð þar sem allt fer úr böndum og fólk stendur uppi með meiri vanlíðan en gleði. Það stendur til að gleðjast, en svo verður kaupæðið fólki byrði og það verða leiðindi úr öllu sam- an. - Ég minni á að víða um lönd hefur orðið hugarfarsbreyting í sambandi við umhverfismálin. Ég held að eitthvað þess háttar gæti gerst með jólin, segir Jón. Hann leggur áherslu á það inntak jólanna að gleðja aðra og gefa eitthvað af sér. Hann telur þó að þetta gleymist, enda hafi fólk svo mikið að gera við að afla sjálfu sér einhvers. - Ég vil minna á að kirkjan er jafnan með stóra söfnun á aðventu til þess að minna fólk á að gefa þeim sem minnst mega sín, bæði hér og erlendis. Við skul- um ekki gleyma því að margir búa við svo yfirþyrmandi neyð að við getum varla sett okkur inn í það. Þessi söfnun hefur reyndar oft gengið vel, en við gætum gert miklu betur. ■ Að gleðja aðra - Við getum líka glatt aðra á ýmsan annan hátt en með dýrum gjöfum. Við getum nýtt aðventuna og jólin til þess að heimsækja þá veiku og þá einmana sem eru í öllum fjölskyldum en gleymast oft. Við getum glatt þessa einstaklinga með litlum gjöfum, en enn frekar með nærveru okkar. Svona heimsóknir eru þegnar með mikilli þökk og það er einmana og las- burða fólki mjög dýrmætt ef einhver kemur og situr hjá því eina kvöldstund. Maður fer glaður úr slflcri heimsókn því maður finnur að maður getur gefið eitt- hvað af sér. Þegar Jón talar með þessum hætti fer ekki hjá því að hann talar gegn hagsmun- um ýmissa valdamikilla aðila, sem hafa hag af því að neyslan og auglýsingamar vaxi og vaxi; kaupmanna, fjölmiðla og fleiri aðila. Þeir hafa ekki hag af því að fólk gefi smáar gjafir en byggi jólahaldið því meir á kærleika til náungans. svo komið að gjörvallur skipafloti lands- manna nægði ekki til að anna eftirspum eftir jólavamingi frá öllum heimshomum. Undantekningarlaust tæmdust allar versl- anir fyrir jólin eins og ræningjar hefðu farið þar um. Dagana eftir áramót störðu tómir búðargluggarnir á götumar. Inni fyrir voru hroðin veisluborð. Vörutalning hét það þegar leifarnar voru skrásettar." ■ Auglýsíngaflóðið Það vantar ekki að seljendur vöru og þjónustu geri sitt ítrasta til þess að koma þessu til leiðar. Það er raunar athygli vert að fjölmiðlar, sem byggja tilveru sína á því að fá upplýsingar frá öðmm, reyndust ekki reiðubúnir að veita upplýsingar um auglýsingatekjur sínar. Það kom þó fram í samtölum við nokkra auglýsingastjóra að auglýsingatekjumar tvöfaldast og þre- faldast í desember, í takt við aukningu neyslunnar. Auglýsingastjóri nkisreknu sjónvarps- stöðvarinnar vildi reyndar alls ekki veita neinar upplýsingar. í samtali við mark- aðsstjóra Stöðvar tvö kom hins vegar fram að auglýsingatekjumar aukast um 150 af hundraði, gróft áætlað. Auglýsingatekjur lítils blaðs eins og Þjóðviljans þrefaldast í desember miðað við aðra mánuði. Aug- lýsingatekjur Morgunblaðsins em mun jafnari, en þær aukast þó um 70 af hundraði í desember. Neytendablaðið hefur ekki undir hönd- um tölur um auglýsingatekjur fjölmiðla í krónum og aurum talið. Heldur ekki um kostnað við gerð auglýsinga. Það er hins vegar ljóst að þar er um mikla fjármuni að ■ Ekki árekstralaust - Þetta er vissulega ekki árekstralaust. En þegar maður horfir upp á fólk eyða um efni fram og sitja svo í súpunni með van- líðan og ógleði yfir þessu öllu saman, hlýtur maður að sjá að það er skekkja í þessu. Verslunin getur ekki ætlast til þess að fólk eyði meira en það hefur möguleika á að borga. Þetta á ekki síst við nú þegar ríkisstjórnin boðar minnkandi kaupgetu ár eftir ár. Þetta stangast alveg á. - Staðreyndin er sú að það ber meira á því eftir jólin en ella að fólk leiti til presta með ýmis vandamál. Ég efa ekki að það er hægt að tengja þetta við neysluæðið um jólin, þótt margt annað komi auðvitað til. Fjölskylduvandamál og hjónaskilnaðir koma gjama í gusum eftir stórhátíðir og sumarfrí. Vankantamir og erfiðleikamir koma betur í ljós þegar fólk er mikið saman. - Ég tel nauðsynlegt að það komist meira jafnvægi á í þessu þjóðfélagi. Það þarf að skapa meira aðhald og koma á festu og skipulagningu, ekki bara í sam- bandi við jólin, heldur í sambandi við alla okkar neyslu hér á Vesturlöndum. Það er hræðilegt að sjá hvemig við Vesturlanda- búar eyðum og spennum á kostnað ann- arra jarðarbúa. Mér finnst umræðan ekki nægilega hávær um hvemig við erum að éta upp auðæfi jarðarinnar á kostnað framtíðarinnar og þeirra sem nú lifa í öðr- um heimshlutum en okkar, segir sér Jón Dalbú. ræða. Þess má geta til gamans að dýrasta heilsíðuauglýsing í fjórlit í Morgunblað- inu kostar 336 þúsund krónur án afsláttar. Leikin auglýsing sem er á skjánum hjá Sjónvarpinu í hálfa mínútu kostar um 80 þúsund krónur. Hermann og Lína eru eins og þúsund annarra Islendinga og gera sér grein fyrir því að þau eru engu betri en aðrir Her- menn og Línur þrátt fyrir góðan ásetning: „Margsinnis höfðu þau heitið því að taka jólin af skynsemi og hætta þessari vit- leysu. Það var eins og að ætla sér að hætta að draga andann. Vonlaust mál. Æðið virtist renna á alla, hvert sem litið var. Jólagjafir fyrir hundrað þúsund kall. Allir gáfu öllum.“ NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 9

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.