Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 10

Neytendablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 10
Jólainnkaupin Semjiö við seljanda um skilarétt aö er ákveöin vertíö hjá starfsmönnum leiöbeininga- og kvörtun- arþjónustu Neytenda- samtakanna í byrjun janúar. Þá hringir fólk eöa kemur og spyr um skilarétt, réttinn til aö skipta og fleira. Þaö er því rétt aö benda á nokk- ur atriði sem vert væri aö hafa í huga fyrir jólin. Fólk ræðir gjama um skilarétt, en í raun eiga neytendur eng- an lögbundinn skilarétt nema hvað varðar gallaða vöru. Ef seljandi er reiðubúinn að taka vöm til baka er það algerlega á hans valdi hverjir skilmál- arnir eru nema þegar um galla er að ræða. Ef hins vegar samið er um það fyrirfram milli kaupanda og seljanda að skila megi vömnni öðlast kaupandinn rétt. Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar vilja því ráðleggja fólki að semja ætíð um það fyrirfram við kaupmanninn að skila megi vöranni og þá með hvaða skil- málum. Ekki sakar að hafa þetta skriflegt, enda ætti kaup- mönnum að vera í lófa lagið að útbúa miða þannig að neyt- andinn hafi skriflega staðfest- ingu á að skila megi vörunni. Þetta gildir einnig um skipti. Neytendur ættu að gera sér grein fyrir því að þeim ber skylda til þess að skoða vör- una vandlega áður en hún er keypt. Neytandinn hefur ekki sterka stöðu ef hann kaupir vöm með galla sem öllum hefði átt að vera ljós þegar í upphafi. A sama hátt ber kaupmönnum að sjálfsögðu skylda til þess að sjá um að augljóslega gallaðar vömr séu ekki á boðstólum. I lögum um lausafjárkaup er fjallað um gallaðar vörur. Þar segir að seljandi eigi rétt á að lagfæra gallaða vöm. Ef það reynist ekki unnt, ber honum að afhenda kaupanda sams konar vöm, nema um annað semjist. Það er þó ekki hægt að semja um lakari rétt neytandans en kveðið er á um í lögum. Ef seljandi getur hvorki lagfært vömna né af- hent aðra sams konar, ber honum að endurgreiða and- virði hennar. Neytendur ættu ekki að sættast á að fá inn- leggsnótu í slíku tilfelli. Þegar neytandi skilar vöm á hann aðeins rétt á að fá endur- greiðslu sem samsvarar sölu- verði vörunnar þegar henni er Neytendur eiga rétt á að skila gallaðri vöru, en þegar ekki er um galla að rœða, er réttur neytenda ekki annar en sá sem samið er um við kaupmanninn. skilað, hvort sem hún hefur hækkað eða lækkað í verði. Hæstiréttur hefur úrskurðað um þetta atriði. Mörg dæmi em þess að neytendur hafi snúið sér til Neytendasamtak- anna með kvartanir vegna þessa, en þessi regla gildir jafnvel þótt varan sé komin á útsölu þegar henni er skilað. Munið að það kostar að taka lán Fyrir jólin eins og jafnan áður er okkar neytenda óspart freistað með ýmsum tilboðum sem við getum helst ekki hafnað. Ekkert út og afgangurinn eftir minni. En munið að af- borgunarkaupum getur fylgt verulegur kostnaður. Við skulum taka dæmi um hlut sem kostar nú 39.900 krónur ef hann er greiddur út í hönd. Við þessa upphæð bætist verulegur kostn- aður ef fenginn er greiðslufrestur. Við getum byrjað á því að bæta staðgreiðsluafslættinum við, en hann er oft á bilinu fimm til tíu af hundraði og er þá talað um afborgunarverð. Hluturinn kostar þá rúmlega 44 þúsund krónur. Síðan bætist stimpilgjaldið við og oft lántökugjald. í sumum tilfellum bæt- ist reyndar innheimtukostnaður við verðið og loks vaxtakostn- aður. Viðbótarkostnaður við hlut sem kostar 39.900 krónur ef hann er staðgreiddur getur því orðið á bilinu sex þúsund til rúmlega 20 þúsund krónur. í fyrra tilvikinu er reiknað með dreifingu greiðslna á greiðslukorti, en í því síðara er um að ræða lán til 30 mánaða. Það fer því ekkert á milli mála að það borgar sig að staðgreiða. Látið jólin ekki kosta meira en það sem til er í buddunni! 10 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.