Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Page 15

Neytendablaðið - 01.12.1991, Page 15
Öryggi bifreiða Mikill fjöldi bíleigenda þarf ár- lega aö láta skipta um bremsurör í bílum sínum. Þessu fylgir talsveröur kostnaöur sem draga mætti úr ef bremsurörin væru betur úr garöi gerö. Reynsla Svía er sú aö bremsurör séu al- mennt lélegust í þýskum bílum, en á meðal þeirra sem koma best út aö þessu leyti eru Honda, Saab og Volvo. Samkvæmt upplýsing- um frá Bifreiöaskoöun íslands eru bremsurör hins vegar helst vanda- mál í Lada. Það er auðvitað lífsspursmál að hemlar bifreiða virki sem skyldi. Ef hemlarörið ryðgar í sundur lekur bremsuvökvinn af og þá er voðinn vís. Það kemur þó sjaldan að þessu, þar sem bílar eru skoðaðir árlega og fá ekki skoðun nema bremsurör og Talsverðurfjöldi bifreiðaeigenda fœr ekki skoðun vegna lélegra bremsuröra og - slangna. Léleg bremsurör í þýskum bílum slöngur séu í lagi. Ef skipta þarf um rör og slöngur getur kostnaðurinn hlaupið á Honda Accord 2.0 EX frá okt. 89 5 Mazda 626 2.0 GLX Estate frá okt. 87 5 Peugeot 4051.9 GR 5 Renault21 2.0 GTX 5 Fiat Regata 85S 5 Renault211.7GTS 5 Mazda 626 2.0 GLX 4 d. frá. okt. 87 5 Nissan Bluebird 2.0 GL Estatefrá feb.86 5 Mazda 626 2.0 GLX 5 d frá okt. 87 5 Mazda 6261.6 LX 5 d frá okt. 87 5 Toyota Carina 1.6 GL 4 d frá apr.84-ap.88 5 Honda Accord 1.6 3 d frá okt. 89 5 Peugeot 305 GT 4 Citroen BXGTi 4 Nissan BLuebird 1.8 DX 4 d frá feb. 86 4 Ford Sierra1.6L 4 Citroen BX16 RS 4 CitroenBX14 4 STÓRA DEILDIN: BMW 520i frá mars 88 8 Saab 9000i 8 Volvo740GLE 7 Mercedes 190 E 7 Audi 1002.0 E f. maí 91 7 Volvo 240 GL Estate 7 Saab 900 2ja d 7 Citroen XM 2.0i 6 Renault35 GTX 6 Rover820E5dyra 6 Honda Accord 2.0i frá okt. 89 6 Ford Granada GL 4ra dyra frá maí 85 6 Ford Granada Ghia 2.0 EF 5 d frá maí 85 5 tugum þúsunda. Þetta á í raun og veru að vera óþarfur kostnaður, þar sem hægt er að gera bremsurörin mun betur úr garði en gert er. Samkvæmt upplýsingum sænsku bifreiðaskoðunarinnar (Svensk bilprovning AB) neyðast árlega 75 þús- und bíleigendur þar í landi til þess að skipta um bremsurör. Oft er um nýlega bíla að ræða og það vekur upp spumingar um hvort sumir bifreiðaframleiðendur taki þetta vandamál nægilega alvarlega. Þetta kemur fram í sænska neytendablað- inu Rád og Rön. Ef miðað er við sex til tíu ára gamla bíla í Svíþjóð, standa Saab 900, Volvo 244, Honda Accord og Honda Ci- vic best að vígi. Minna en eitt prósent tíu ára gamalla bíla af þessum tegundum fengu athugasemd við bremsurör. Það er hins vegar verra með Opel, Audi, BMW, Mercedes Benz og Ford Granada sem framleiddur er í Þýskalandi. Bílar af gerðinni Nissan Bluebird fengu einnig oftar athugasemdir en aðrir bflar. Hér er miðað við skoðanir hjá sænsku bifreiða- skoðuninni í fyrra og byggt á 200 þúsund Stór hluti bifreiða er háður reglugerð- um Evrópubandalagsins. Að mati bresku neytendasamtakanna em margar þessara reglugerða gersamlega úreltar, en engu að síður gengur erfiðlega að fá þeim breytt, enda er Evrópubandalagið þungt í vöfum. Að dómi bresku neytendasamtakanna eru þessar úrbætur á bflum þarfastar: bíla úrtaki. Ekki er hins vegar að sjá að þessir bflar skeri sig úr hér á landi. I júlí í fyrra komu 8.516 bílar til aðalskoðunar hjá Bifreiðaskoðun íslands. Gerðar voru aðfinnslur vegna bremsuröra og bremsuslangna í 4,6 af hundraði þessara bíla. Hlutfall aðfinnslna hjá Lada- bif- reiðum var hins vegar 16,6 af hundraði. I Svíþjóð hafa á undanfömum tveimur áratugum verið gerðar vissar gæðakröfur til bremsuröra. I greininni í Rád og Rön segir hins vegar að Svíar verði að falla frá þessum sérkröfum ef þeir ætla að laga sig að Evrópubandalaginu. Kopar er æski- legasta efnið í bremsurör, þar sem hann ryðgar ekki. Nú eru þó aðeins fáir bflar með kopar í bremsurömm, en ýmsir framleiðendur hafa fundið aðrar lausnir sem virðast virka ágætlega. Saab- verk- smiðjumar verja til dæmis bremsurör sérstaklega og það virðist skila árangri samkvæmt upplýsingum sænsku bif- reiða-skoðunarinnar. - Byggt á Rád og Rön Verja þarf betur höfuð og andlit ökumanns. Hanna þarf betur svæðið undir mælaborðinu með það fyrir augum að verja fætur ökumanns meiðslum. Bæta þarf hönnun höfuðpúða. Tryggja þarf betur öryggi í hiðar- árekstmm. Dómur bresku samtakanna NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 15

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.