Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 17

Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 17
Oruggt umhverfi? Leynast hættur íþínu hverfi? Hœtturnar leynast víða, eins og tölur um tíðni slysa á börnum sýna. Fjölmargir aðilar eru nú að sameina krafta sína til þess að auka öryggi barna. Átak um öryggi barna Slys á börnum eru mun tíðari hérlendis en í ná- grannalöndunum. Hvað svo sem veldur þessu erum við illa stödd að þessu leyti og það er vissu- lega þörf á átaki til þess að bæta úr þessu, segir Steinar Harðarson í samtali við Neytendablaðið. Hvemig er málum háttað í hverfinu þínu? Þarf að bæta við umferðarljósum? Er ástæða til þess að draga úr umferðarhraða? Er gangandi vegfarendum tryggt nægilegt öryggi í umferðinni í hverf- inu eða nágrenni þess? Hvemig er snjómokstri hátt- að? Samgöngunefnd Neyt- endasamtakanna fer þess á leit við félagsmenn sína á höfuðborgarsvæðinu að þeir hafi vakandi auga fyrir hætt- um sem kunna að leynast í umferðinni, hvort sem menn em akandi, gangandi eða nota almenningssamgöngur. Hvemig gengur ykkur að komast leiðar ykkar? Er sér- stök ástæða til þess að gera úrbætur, til dæmis við skóla eða dagheimili? Er götulýs- ing fullnægjandi? Þeir sem hafa rökstuddar athugasemdir við umferðar- skipulagið í hverfi sínu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sólrúnu Halldórsdóttur, starfsmann samgöngunefndar NS, í síma 62 50 00. Ekki er verra að fá bréf um málið en þau má stfla á: Neytendasamtökin b.t. Sólrún Halldórsdóttir Skúlagötu 26,3.h. 101 Reykjavík Nefndin mun athuga að- finnslur neytenda og þrýsta á borgaryfirvöld um að gera úrbætur þar sem þörf er talin á því. Hér er um að ræða til- raun sem byggist á þátttöku félagsmanna og annarra á- hugamanna um umferðarör- yggi. Það er því mikilvægt að þeir sem lesa þetta taki við sér, séu á verði í sínu hverfi og hafi svo samband ef ástæða þykir til. Steinar er formaður nefndar Neytendasamtakanna um ör- yggi og aðbúnað bama. Að frumkvæði nefndarinnar er nú verið að undirbúa þjóðarátak um öryggi barna, þar sem kraftar fjölmargra aðila eru sameinaðir. Steinar segist vona að fólk verði áþreifan- lega vart við þetta starf með vorinu. Neytendasamtökin sendu tæplega 30 félagasamtökum og opinberum aðilum bréf síð- ast liðið sumar, þar sem hug- myndir um samstarf voru reif- aðar. Þar á meðal voru Slysavamafélag Islands, lög- reglan, umferðarráð, foreldra- samtök og fleiri. I október komu þessir aðilar svo saman til fundar, þar sem skipað var framkvæmdaráð. Það er öllum opið, en því er ætlað að koma á fót framkvæmdastjóm. - Þessu erindi okkar var hvarvetna vel tekið og fólk hefur sýnt þessu áhuga. Ég hef því ástæðu til þes að vera vongóður um árangur af þessu samstarfi, segir Steinar. Hann segir að hver sem tekur þátt í samráðinu geti unnið að eigin verkefnum hvar og hvenær sem er. En tilgangurinn með samstarfinu er meðal annars sá að koma í veg fyrir að kröftum þessara aðila sé dreift, þannig að margir sinni sama verki á kostnað annarra. Hugmyndin er sú að hver vinni að sínu verki á eigin ábyrgð og greiði kostnaðinn úr eigin vasa. - Þetta getur gerst með ýms- um hætti. Það eru dæmi um að líknarfélög gefi tilteknum ald- urshópi í heilu bæjarfélagi ör- yggishjálma. Sumir gefa end- urskinsmerki og endurskinsborða. Aðrir geta tekið að sér fræðslu og áróður í skólum. Með samstarfinu em menn fyrst og fremst hvattir til dáða. Slysavamafélag íslands hef- ur unnið ötullega að þessum málum undir kjörorðinu Vöm fyrir börn. Að sögn Steinars hefur orðið umtalsverður ár- angur af starfi SVFI og fleiri aðila. En það er að gífurlega mörgu að huga þegar rætt er um öryggi bama. Steinar nefn- ir byggingarreglugerðir, staðla um húsgögn, öryggi leikfanga og ýmissar neysluvöru, örygg- ishjálma fyrir börn og frágang á leikvöllum, sem hann telur verulega ábótavant. Þá má ekki gleyma hættulegum efn- um sem böm komast í tæri við á heimilum, en starf Neyt- endasamtakanna mun meðal annars beinast að þeim þætti, að sögn Steinars. - Það er víða pottur brotinn í þessum efnum eins og tölur um tíðni slysa á bömum sýna. Skýringamar á þessu geta ver- ið margar, meðal annars sú hve börn leika lausum hala hér á landi miðað við böm í öðmm löndum. Við væntum góðs af þessu samstarfi um aukið öryggi fyrir böm og ég vil hvetja allan almenning til þess að hafa samband við Neytendasamtökin ef það hef- ur ábendingar um hluti sem bæta má úr. Af nógu er að taka, segir Steinar Harðarson. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 17

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.