Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 19

Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 19
dum nægja fyrir leigunni næstu átján mánuði þar á eftir. Þannig greiddi hún í raun leig- una út í hönd til tveggja ára. I leigusamn- ingi segir að skuldabréfið skuli vera vaxtalaust, en fylgja vísitölu október 1991. Fyrsta greiðsla verður 18. apríl á næsta ári. Raunar segir einnig í leigu- og skyldur þriggja mánaða og minnst eins mánaðar fyrirvara (skriflega og sannanlega) að hann hyggist ekki framlengja leigusamn- inginn. Sé þetta ekki gert, breytist hinn tímabundni samningur í ótímabundinn samning. Lögin kveða skýrt á um það, að húsa- leigu skuli greiða mánaðarlega, en þó er heimilt að semja um annað. Um fyrir- framgreiðslur gilda eftirfarandi takmark- anir: - I upphafi leigutímans er óheimilt að krefjast fyrirframgreiðslu fyrir lengri tíma en fjórðung hins umsamda leigutíma. - Síðar á leigutímanum má aðeins krefjast fyrirframgreiðslu til þriggja mánaða í senn. Eigi sér stað fyrirframgreiðsla húsa- leigu til lengri tíma en þriggja mánaða, þá á leigjandinn rétt á íbúðinni fjórfaldan þann tíma er leiga er greidd fyrir. samningi að leigan skuli fylgja húsleigu- vísitölu október í ár, sem stangast á við allt annað í samningnum. Ekkjan skrifaði undir þama um helg- ina, en gætti þess ekki að halda eftir afriti af skuldabréfinu, en ábyrgðarmenn em móðir hennar og dóttir. ■ Áfallið Viku síðar flutti fjölskyldan inn í þessa björtu íbúð, en þá varð allt svart. Raf- magnið hafði verið tekið af vegna eldri skuldar. Viðmælandi okkar tók ábyrgð á skuldinni og hefur fengið frestun á lokun- araðgerðum Rafveitu Hafnarfjarðar til áramóta. Leigusalinn lofaði að borga skuldina, en ekkert bólar enn á efndum. Vont getur versnað. Fjölskyldan hafði ekki búið lengi í íbúðinni þegar hún frétti að vafi leikur á hver á íbúðina. - Eg komst að þessu fyrir algjöra til- viljun. Eg hitti nágranna minn og hann upplýsti mig um að íbúðin ætti að fara á þriðja og síðasta uppboð 18. desember. Það hafði meðal annars ekki verið greitt í hússjóð mánuðum saman. Eg fékk auð- vitað sjokk og spurði hann nánar um þetta. Þá sagði hann mér að leigusalinn minn væri þriðji „eigandi“ íbúðarinnar frá því henni var síðast þinglýst og að þinglýstur eigandi myndi ekki afhenda afsal fyrr en búið væri að gera upp við hann. Einhverjir fyrri „eigendur" höfðu orðið gjaldþrota eða misst ofan af sér, segir þessi óláns- sami leigjandi við Neytendablaðið. ■ Óþekktur dvalarstaður Það mnnu á hana tvær grímur við þessi tíðindi. Hún reyndi að stöðva ávísuna, en það tókst ekki. Leigusalinn greiddi skuld með henni og dóttirin varð að borga brús- ann. Viðtakandi ávísunarinnar sendi hana í innheimtu hjá stjórnarmanni í Neyt- endasamtökunum og þannig komst ekkjan í samband við samtökin. Lögfræðingurinn Ekkja með fjögur börn á á hœttu að tapa nœr einni miljón króna vegna viðskipta sinna við leigusala. Húsin á myndinni eru þessu máli óviðkomandi. lét innheimtuþóknun sína niður falla og ráðlagði ekkjunni hvað hún ætti að gera. Svo var afráðið að hún myndi segja Neyt- endablaðinu sögu sína öðrum til vamað- ar. Skömmu síðar hringdi leigusalinn í leiguliða sinn og lofaði að skila skulda- bréfinu. Hann kvaðst þá ekki vera búinn að selja bréfið. Hún hefur ekki heyrt í honum síðan, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að ná í hann. Hann kom við sögu í Lögbirtingablaðinu nýlega, þar sem honum er stefnt vegna stórfelldra van- skila. Þar segir að hann hafi lögheimili á óþekktum stað í Bandaríkjunum, en dveljist á óþekktum stað í Reykjavík. ■ Fullkomin óvissa Ekki er enn vitað hvort núverandi „eigandi“ hefur kaupsamning. Leigjand- inn fór til RLR og leitaði ráða, en þar kváðust menn ekki geta gert neitt án sönnunargagna. Fasteignasalinn neitaði að afhenda kaupsamning eða staðfesta hvort hann er fyrir hendi. Nú hefur hún hins vegar lagt inn kæru til RLR og þá ættu kurlin að koma til grafar. - Óvissan er það versta í þessu, segir hún. - Eg sé fram á að verða að standa skil á greiðslum af þessari íbúð til tveggja ára og get svo jafnvel lent í að missa íbúðina. Þá verð ég að leigja aftur, en sé ekki fram á hvemig ég á að standa undir tvöfaldri leigu. Auk þess sé ég þá fram á að dóttir mín þurfi að skipta um skóla í þriðja sinn á stuttum tíma. Uppboðinu á íbúðinni hefur verið frestað fram í febrúar, en þangað til lifum við í fullkominni óvissu. 19 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.