Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 29

Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 29
Snyrtivörur Vandinn að velja krem Þegar krem er valiö þarf fyrst og fremst aö gera sér grein fyrir húögerö. Til þess aö greina húöina er hægt aö skoöa hana sjálfur eöa láta fagfólk um þaö. Þá þarf aö hafa í huga hvort hún er feit, þurr, viökvæm, blönduð eöa farin aö eldast. Hver og ein húö- gerö hefur sín séreinkenni sem veröa flokkuð nánar hér á eftir: Feit húð: Hún er alltaf glansandi með mikið af stíflum eða svonefndum ffla- penslum. Einnig getur hún haft bólur og er oft grá. Þurr húð: Hún getur verið fitu- þurr, þá er engin mýkt í henni og hún er ójöfn. Þessi húðgerð er mjög algeng á Is- landi. Hér getur líka verið um að ræða rakaþurra húð. Þá vantar raka og húðin getur verið hreistruð og með þurrkbletti. Blönduð húð: Hún er feit á T-svæðinu (enni, nef og haka) og þá er hún þurr á öðmm svæðum. Normalhúð: Jafnvægi á T-svæðinu og ekki of mikil fituframleiðsla. Húðin á kinnum er mjúk viðkomu. Eldri húð: Húð sem hefur verið normal eða feit verður slöpp og þurr með aldrin- um. Þegar teygjan fer að fara úr húðinni verður hún slöpp niður með eyrum. Þegar krem er valið verður að hafa í huga teg- und húðar, samanber eftirfarandi: Feit húð: Sum krem geta myndað stíflur í húðholum ef kremið inniheldur fitu. Fyrir feita húð ætti því að nota rakakrem og/ eða létt krem sem inniheldur enga fitu. Þurr húð: Þurra húð vantar næringarefni og ætti því að nota krem sem inniheldur fítu og næringarefni, það er að segja ef hún er rakaþurr. Ef húðin er fituþurr þá þarf að velja krem sem inniheldur fitu og ætti að vera sérstaklega hannað fyrir þurra húð. Blönduð húð: Þá ber að nota sérstök krem fyrir blandaða húð. Fitu- og raka- jafnvægið verður að vera 100 prósent í kreminu, þannig að það hvorki þurrki húðina né geri hana feita. Viðkvœm húð: Þannig húð verður nauð- synlega að fá prufur, því þó að krem sé ofnæmisprófað er það 99 en ekki 100 prósent öruggt. Þú gætir verið hluti af þessum eina hundraðshluta. Eftirfarandi efni eru þau sem helst valda ofnæmi: Anna F. . Gunnars- dóttir föröunar- fræöingur gefurgóö ráö um krem lanolín, sum jurtaúrefni, ilmefni og uppbyggjandi efni. Sé um háræðaslit að ræða í húðinni er gott að velja krem sem byggir upp háræðakerfið. Því er gott að nota feit krem sem innihalda vöm. Berið þau alltaf á húðina áður en farið er út. Normal húð: Krem fyrir normal húð. Eldri húð: Til að viðhalda húðinni á að nota virk efni, svo sem placentu, collagen, elastín, jurtaúrefni eða lipa- some. Þessi efni eiga að byggja upp innri vefi húðarinnar og því er gott að skipta milli þessara ofangreindu flokka. ■ Raka-, dag- og næturkrem: Rakakrem hefur verið misnotað hér á landi í gegnum tíðina. Við búum við út- hafsloftslag og frekar mikinn kulda sem gerir húðina oftar fituþurra en rakaþurra. Við meginlandsloftslag er mikill hiti og mikið rakatap. Þess vegna hentar raka- krem betur þar. Ef kona fer út í fimm stiga frost með rakakrem er það oft lítil sem engin vörn, því allur rakinn frýs í húðinni og við það myndast háræðaslit. Háræðaslit myndast oftast vegna þess að kona notar rakakrem í kulda eða engin krem. Hægt er að nota rakakrem með meiki þrátt fyrir kuldann, því meikið virkar sem vöm. Einnig er hægt að nota rakakrem af og til á nætumar. Dagkrem virkar léttar en næturkrem og það inniheldur auk þess mikla vöm gegn umhverfinu, til dæmis gegn mengun og kulda. Sum dagkrem innihalda næringu og geta verið í senn uppbyggjandi og rakagefandi. Nœturkrem innihalda mikla uppbyggingu og eru oft feit. Þau geta einnig innihaldið næringu og hér þarf að nota sérstakt krem fyrir hverja húðgerð. Þegar krem er borið á húðina á að strjúka eins og vöðvamir liggja upp eftir andlitinu, það er að segja frá festu að upptöku vöðvans og ekki má gleyma hálsinum. Er eitthvert merki öðru betra? Og hver skyldi munurinn á merkjunum vera? Það fer eftir persónunni hvaða merki hentar. Sumar geta notað ódýr merki því þær eru með erfðafræðilega góða húð. Öll merki hafa vissa grunnformúlu en leyndarmál hvers merkis er fólgið í því hversu mikið er notað af virku efni í blönduna. Hvert merki hefur sína undra- fegrunarformúlu. Biðjið ávallt um prufur og gerið verð- og gæðasamanburð! NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 29

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.