Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 31

Neytendablaðið - 01.12.1991, Side 31
- Hvað marga plastpoka? Lagabót fyrir sænska skuldara Bankar og aðrar lána- stofnanir munu bera aukna ábyrgð gagnvart viðskiptavinum sínum, segir í sænsku frumvarpi að nýjum lögum um neyt- endalán. Sænska ríkis- stjómin hefur sent frum- varpið til umsagnar. Frá þessu segir í nýjasta hefti sænska neytendablaðsins Rád og Rön. Nýju lögin munu ná til allra neytendalána, ekki aðeins til afborgunarkaupa eins og nú er. Frumvarpið er miðað við reglur Evrópubandalagsins um neytendalán. Frumvarpið kveður meðal annars á um að lánastofnanir skuli kanna greiðslugetu neytenda mun gaumgæfilegar en nú tíðkast, en það er talið geta forðað mörgum fjölskyld- um frá vanskilum. Lánar- drottnar munu þannig bera aukna ábyrgð á lánveiting- um sínum og ef í ljós kem- ur að könnun greiðslugetu er ófullnægjandi er ekki hægt að ganga að neytend- um sem fyrr. Þá verður jafnvel að semja um niður- fellingu skuldar að hluta til eða að öllu leyti. Sam- kvæmt frumvarpinu eiga neytendur að fá auknar upplýsingar um vexti og dregið er úr möguleikum lánardrottna til þess að hækka vexti frá því sem kveðið var á um í skrifleg- um samningi. Neytendastofnunin í Svíþjóð, Konsumentverk- et, telur að frumvarpið feli í sér aukna vemd fyrir neytendur, enda þótt það uppfylli ekki allar óskir stofnunarinnar í þessum efnum. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lög- um næsta haust. - Rád og Rön að þarf alls ekki að vera leiðinlegt að fara út í búð á föstudögum, a.m.k. ekki sé maður svo heppinn að búa úti á landi. Kaffiilminn leggur á móti okkur í dyrunum, menn spjalla, hittast og spara sér símtöl meðan beðið er við kjötborðið. Verslanir af þessu tagi eru að verða þeir félags- legu áningarstaðir sem kirkjur voru áður þar sem menn sýna sig og sjá aðra. Hver kannast ekki við að hafa týnt sér svo rækilega í kjaftaganginum að bæði eitt og annað gleymdist og er sárt saknað í kássu- gerðinni á laugardagskvöldi? Að vísu sjást alltaf stressmenn og -konur á harðahlaupum í gegnum búðina en það þekkj- um við líka frá okkur sjálfum og víkjum í snatri úr vegi til að vera ekki hlaupin um koll. Þá sjaldan að ég þarf að versla í stórmarkaði í Reykjavík fyll- ist ég trega og finnst ég vera ein í heiminum. Og þótt ég finni kaffisopa hef ég engan til að drekka hann með og verð hálfu daprari. Byrjar kannski Vinátta '91 í hverfis- versluninni heima? Það var létt yfir mér þegar ég snaraðist inn úr dyrunum síðasta föstu- dag. Eftir spjall í kaffinu og kexköku náði ég mér í körfu og byrjaði. Ávaxtaborðið var hlaðið. Ég keypti nokkur epli sem fóru í einn p/a.vrpoka, appelsínur í annan og vínber í þann þriðja. Þegar kom að banönunum rétti ég fram klasann. Stúlkan þreif um- svifalaust plastpoka og ætlaði að dengja þeim í hann. Ég hljóðaði og bað hana að líma Kristín Steinsdóttir skrifar verðmiðann utan á kippuna. Sama gilti um grapeávöxtinn minn, hann slapp með naum- indum við p/axípokann. Mangóávextir, eggaldin og avókadó lágu á hægum beði, hver ávöxtur ífroðuplast- bakka, strengt yfir með plasti. Það byrjaði eitthvað að suða inni í hausnum á mér... Frá Reykjavík var kominn maður að kynna ís. Hann gaf öllum að smakka í einnota /r/asíbökkum með þartil- gerðum p/axískeiðum. En það var ekki allt búið enn því nú var kaffi á eftir ísnum. Við sötruðum kynningarkaffið úr litlum /)/a.v/staupum. Öllum þessum einnota p/axráhöldum hentum við svo í stóra, svarta /j/ö.vrpoka. Suðið ágerðist í hausnum á mér... Við kjötborðið var margt um manninn. Sumir voru að kaupa gúllas, aðrir hakk og enn aðrir kótilettur. Allt fór þetta inn í plast og síðan í hvítan umbúðapappír. Þeir sem keyptu hrásalat fengu plastbákka með plastloki. - Áleggið hékk í röðum. Skinka - 3 sneiðar - í sínum plast- poka, hangikjöt - 4 sneiðar - í öðrum, hver ostbiti hlýlega innpakkaður í þykkt plast. Ég horfði á endalausar raðimar á veggnum og mér fannst mis- munandi litaglaðar plast- umbúðimar orga á mig. Út úr suðinu í hausnum á mér skaut mynd af gamalli matvörubúð austur á landi þar sem farið var sparlega með pappírinn, plast var ekki til og allir mættu með innkaupaskjóður. Þá var heldur ekki til nema einn hvítur ostur og annar brúnn og enginn vandi að velja. Þessi ostur var geymdur í skál en ekki plasti. Voru þetta verri tímar? Ég þokaðist í áttina að kass- anum. - Hvað margaplastpoka.1 spurði stúlkan. Ég horfði yfir hauginn, samsafn marglitra /j/a.vrumbúða skar í augum. - Fjóra, hvíslaði ég og rétti fram plastkorúð. Svo byrjaði stúlkan einbeitt að pakka plasti inn í plast... Ég hafði ekki lyst á seinni bollanum en þáði hjálp við að bera plastið út í bíl. Mér bauð við sjálfri mér og kveið fyrir að pakka upp heima. Væri það ekki fyrir félags- lega þáttinn færi ég aldrei framar út í búð, hugsaði ég, settist upp í bílinn og ók p/asrvamingnum heim á leið. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991 31 Neytendabréfið

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.