Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 32

Neytendablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 32
Hjá flestum eru jólin mikil matarhátíð og þá er kjöts gjarna neytt í rúmum skömmt- um með ýmiss konar sósusulli og öðru þungmeti. Það reynir virkilega á meltingarfærin þessa daga og sá sem hér skrifar strengir þess árlega heit að passa sig á kjötinu um næstu jól. Jurtaætur eins og Ásthildur Guðjohnsen flugfreyja þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur. - Mér líður betur síðan ég hætti að borða kjöt. Ég fæ síður höfuðverk og kvefpestir og finnst ég almennt vera Sveppapaté léttari á mér. Kjötið er svo lengi að fara í gegnum kerfið að maður lá oft hreinlega afvelta eftir kjötát, segir Ásthildur í samtali við Neytendablað- ið. Hún féllst á að gefa lesendum blaðsins uppskrift að sveppapaté með sesamsósu sem hún hefur í matinn á jóladag. Ásthildur hefur ekki borðað kjöt í nokkur ár og neitar sér að mestu um dýraafurðir. Hún er það sem kallað er jurtaæta, en borðar að vísu fisk svona einu sinni í viku. Uppistaðan í fæðu Ásthildar og eiginmanns hennar er kornmatur, meðal annars pasta, og grænmeti. - Mér finnst miklu rökréttara og hagkvæmara að borða kommeti og grænmeti. Við erum alltaf að rækta grænmeti og kom fyrir dýrin svo við getum borðað þau. Dýrin eru óþarfur milliliður. Enda er ekkert í kjöti sem við getum ekki verið án, nema helst járn, en það má fá í annarri fæðu, segir Ásthildur Hún segist ekki sakna kjöts- ins hið minnsta, enda getur svo margt annað góðgæti komið í staðinn. Þar á meðal sveppapaté með sesamsósu. Það sem þarfí réttinn er eftirfarandi: 3 stórir laukar 2-3 hvítlauksrif 2 msk. olía, t.d. ólívuolía blóðberg (timian) jurtakraftur 1/2 kfló af sveppum Mérfinnst miklu rökréttara og hagh’œmara að borða kornmeti og grœnmeti, segir Asthildur Guðjohnsen. með sesamsósu á jóladag 1 msk. olía 50 gr. af hnetum 3 dl soðin hýðishrísgrjón 1 egg salt og pipar 1/4 lítri sojamjólk (eða nýmjólk) Saxið lauk og hvítlauk og látið krauma í 2 msk. af olíu á pönnu. Kryddið með blóðbergi. Skerið svepp- ina frekar smátt. Steikið þá á annarri pönnu í 1 msk. af olíu. Hakkið hnet- umar eða saxið smátt. Hrærið lauk, hvítlauk, sveppum, hnetum og soðnum hrísgrjónum í skál ásamt sojamjólk- inni, salti, pipar og jurtakrafti. Að- skiljið hvítu og rauðu, bætið rauðunni út í skálina, stífþeytið hvítuna og látið hana loks í skálina. Þegar þessu hefur verið hrært saman er deigið sett í vel smurt, ofnfast mót og bakað við 180 gráður í eina klukkustund. Sesamsósa: 4 msk. sesamsmjör (tahimi) 2 bollar grænmetissoð eða vatn með dálitlum jurtakrafti tamari eftir smekk (varlega) 1 msk. maisenamjöl Setjið smjörið, soðið og tamari í pott og hitið að suðu. Hrærið vel í allan tímann. Jafnið með úthrærðu maisena- mjöli. Með réttinum ber Ásthildur fram drjúgan skammt af léttsoðnu spergilkáli og jafnvel hrásalat að auki. Notið gjama sósu úr olíu og ediki á salatið. c: .5 * c: 8 <43 Hvíldu einkabílinn af og til Flestir íslendingar eiga bíl, nota hann mikið og eru gjama einir á ferð. Þeir sem vilja vera umhverfisvænir ættu þó að hvíla bílinn af og til, en nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla þess í stað. Margir búa svo vel að geta gengið til vinnu, í skóla eða út í búð og ættu að nýta sér þau for- réttindi. í útblæstri bíla eru ýrnis efni sem menga andrúmsloftið og valda okkur og öðrum verum náttúrunnar skaða, enda hefur einkabíllinn verið nefndur helsti óvinur uinhverfisins. Sumir halda að íslenska rokið sé mengunarvörn, en efnin hverfa auð- vitað ekki þótt vindurinn feyki þeim úr einum stað í annan. Strætó, rútur, ferjur og önnur almenningsfarartæki ganga sína leið og menga ekki meira þótt þú fáir þér far með þeim. Það krefst meira skipulags að nota al- menningssamgöngur, en þeim fylgja einnig ýmis þægindi.

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.