Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni
Neytendasamtökunum barst
fjöldi kvartana vegna sölu
KSÍ á miða á landsleik ís-
lands og Danmerkur sem
Kvartanir
vegna
nýbygg-
inga og
ÍST51
Eins og fram hefur kom-
ið í Neytendablaðinu
berst kvörtunarþjónust-
unni fjöldi kvartana
vegna nýbygginga og
eru margar þeirra til-
komnar vegna ágrein-
ings milli aðila um það
hvernig frágangi á bygg-
ingu skuli háttað. I kaup-
samningi er til dæmis oft
kveðið á um það að
bygging skuli afhent til-
búin til innréttinga en
túlkun þeirra orða er oft
ólík. Til er íslenskur
staðall sem heitir ÍST
51:1998 og fjallar hann
um byggingarstig húsa. I
honum er nákvæm lýs-
ing á byggingarstigi, þ.e.
hvemig byggingu eigi að
skila ef hún er fokheld,
tilbúin til innréttinga eða
fullgerð. Til að forðast
ágreining um það hvem-
ig frágangi á byggingu
skuli háttað vill kvörtun-
arþjónusta Neytenda-
samtakanna beina því til
þeirra sem huga að
kaupum á nýbyggingu
að bæta inn ákvæði í
kaupsamninginn um að
um frágang fari eftir
staðlinum.
Nýjar samþykktir fyrir úrskurðarnefnd
um viðskipti við fjármálafyrirtæki
í sumar var undirritaður nýr
samningur og gerðar nýjar
samþykktir fyrir úrskurðar-
nefnd um viðskipti við fjár-
málafyrirtæki. Nefnd þessi
hefur starfað frá 1995 en hef-
ur nú verið flutt frá Sambandi
íslenskra viðskiptabanka og
vistuð í Fjármálaeftirlitinu,
sem þótti heppilegra. Nefnd-
ina skipa tveir fulltrúar Neyt-
endasamtakanna, tveir full-
trúar fjármálafyrirtækja og
einn fulltrúi viðskiptaráðu-
neytisins og er hann formað-
ur nefndarinnar.
1 kjöll'ar nýja samningsins
eru það ekki einungis ein-
staklingar sem geta lagt mál
fyrir nefndina heldur jafn-
framt einstaklingar sem eru í
atvinnurekstri og lögaðilar.
Málskotsgjald er áfram
5.000 krónur fyrir einstak-
ling, 15.000 krónur fyrir ein-
stakling í atvinnurekstri og
30.000 krónur fyrir lögaðila,
en gjaldið fæst alltaf endur-
greitt fallist nefndin að öllu
eða einhverju leyti á kröfur
kvartanda.
Markmiðið með nefnd-
inni er að auðvelda viðskipta-
mönnum að koma á framfæri
kvörtunum vegna viðskipta
við fjármálafyrirtæki og fá
leyst úr þeim með skjótum og
ódýrum hætti. Hingað til hef-
ur þó skort á kynningu á
nefndinni en það stendur til
bóta.
íslenska karlalandsliðið í knattspyrmu náði að yinna Norðun'ra
1-0, en söluaðferðir Knattspyrnusambandsihs inn á leikinn
voru ólöglegar að mati Samkeppnisráðs.
fram fór 2. september í haust.
Einungis var hægt að kaupa
miða bæði á þennan leik og
leik gegn Norður-írlandi í
október. Neytendasamtökin
töldu þessar söluaðferðir
brjóta í bága við samkeppnis-
lög og töldu samtökin KSÍ
vera að færa sér í nyt þá
miklu eftirspurn sem líkleg
væri eftir miðum á leik Is-
lands og Danmerkur til þess
að selja miða á annnan leik
sem líklegt væri að ekki eins
margir vildu fara á. KSI svar-
aði ekki erindi Neytendasam-
takanna sem skutu því málinu
til Samkeppnisráðs. Sam-
keppnisráð komst að þeirri
niðurstöðu að fyrirkomulagið
fæli í sér samtvinnun í sölu á
aðgöngumiðum og að KSI
hefði með þessu móti misnot-
að markaðsráðandi stöðu sína
og brotið í bága við góða við-
skiptahætti í atvinnustarfsemi,
sbr. 17. og 20. grein sam-
keppnislaga. Samkeppnisráð
beindi í kjölfarið þeim tilmæl-
um til KSÍ að við sölu á að-
göngumiðum væri óheimilt
að gera það að skilyrði fyrir
því að kaupa miða á einn
knattspymuleik að jafnframt
sé keyptur miði á annan leik
eða aðra leiki. Neytendasam-
tökin skoruðu í kjölfarið á
KSI að endurgreiða þeim
neytendum sem óskuðu eftir
því miðann á leikinn gegn
Norður-írlandi en KSÍ varð
ekki við því.
Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar taldirfrá vinstri: Ingi-
björg Magnúsdóttir fulltrúi, Olöf Embla Einarsdóttir lögfrœð-
ingur, Sesselja Asgeirsdóttir fulltrúi og Björk Sigurgísladóttir
lögfrœðingur og stjórnandi k\’örtunarþjónustunnar.
Söluaðferðir
KSÍ andstæðar
samkeppnislögum
NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000
3