Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 8
í stuttu máli
Áður en þú verslar
líttu þá á netslóðina
www.ns.is
Það getur borgað sig að títa á heimasíðu
Neytendasamtakanna áður en ákvörðun er tekin
um hvað skal kaupa. Á heimasíðunni
er að finna gæða- og markaðskannarnir sem eru
gagnlegar öltum þeim sem vitja vanda vatið.
Gæða- og
markaðskannanir
Línuskautar, júní 2000
Stór sjónvarpstæki, júní 2000
DVD-spitarar
Myndbandstökuvétar
Myndbandstæki
Litiar myndavétar
Borvélar
Gæðakannanir
Sjónaukar, október 2000
Littar htjómtækjasamstæður
Markaðskannanir
Brauðristar, júní 2000
Kæliskápar, júní 2000
Þvottavétar, júní 2000
Þurrkarar, júni 2000
Frystikistur og -skápar, jan. 2000
Brauðgerðarvéiar
Kaffivétar
Verðkannanir
Verðkannanir á matvörum
Ljósmyndafitmur
Staðreyndir ...
... um frysti- og kætiskápa
... um þvottavéia
... um þurrkara
... og morgtfíeira
Muniö lykiloröið:
neytandi
Grænir
menn
Rakkrem og froða, svita-
lyktareyðir og sjampó,
þetta ættu að að vera
hreinar vörur. Dönsk
rannsókn leiðir hins yeg-
ar í ljós að margar af
þessum vörum innihalda
efni sem eru skaðleg
umhverfinu. Af 11
tegundum svitalykt-
areyðis eru 6 með horm-
ónaraskandi efni.
Danska neytendablaðið
Tœnk+Test ráðleggur
grænum karlmönnum að
lesa innihaldslýsingar
Sumar vellyktandi vörurfyrir karlmenn innihalda
hormónaraskandi efni. (Mynd: Scanpix)
þannig að hægt sé að
varast rotvamarefnið
tríklosan og alkóhól í
svitalyktareyði og efni
eins og borax í rakk-
remi. Borax er oft kallað
borax-sýra og er efni
sem getur haft neikvæð
áhrif á frjóvgunareigin-
leikann. Þetta efni fannst
í tveimur rakkremum.
Frumvarp til laga
um ábyrgðarmenn
Lagt hefur verið fram á alþingi frumvarp til
laga um ábyrgðarmenn. Þetta er í fjórða sinn
sem Lúðvík Bergvinsson, helsti höfundur
frumvarpsins, leggur það fram. Frumvarpið
nýtur fulltingis þingmanna úr öllum stjórn-
málaflokkum. Meðflutningsmenn Lúðvíks
eru Einar Oddur Kristjánsson, Jóhanna Sig-
urðardóttir, Jón Kristjánsson, Kristinn H.
Gunnarsson, Pétur Blöndal, Steingrímur J.
Sigfússon, Sverrir Hermannsson og Ög-
mundur Jónasson.
Neytendasamtökin hafa einnig unnið með
Lúðvíki við samningu þessa frumvarps. Það
er skoðun Neytendasamtakanna að nú eigi
alþingismenn að samþykkja lög um þetta.
Sérstaða okkar í þessu máli í samanburði
við aðrar þjóðir er með þeim hætti að það
ber að sporna við, og stöðva síðan sjálfs-
skuldarábyrgðir.
Bandaríkin
Fá sanngjarnt verð
fyrir kaffibaunirnar
Stærsta kaffihúsakeðjan í Bandaríkjunum,
Starbucks, er orðin félagslega meðvituð. Að
minnsta kosti er kaffi á öllum Starbucks-
kaffihúsunum, sem eru um 2:300 talsins, nú
selt með vottun um að fátækir bændur fái
sanngjarnt verð fyrir kaffibaunirnar sem
þeir framleiða og séu ekki misnotaðir. Það
eru áhugasamtökin TransFair sem hafa gert
samning við Starbucks og tryggja að kröf-
umar sem gerðar eru standist.
Eldhúsrúllan
í klósettið?
Þú ert að fara á klósettið en
uppgötvar að klósettpappírinn
er uppurinn. Það fyrsta sem
flestum dettur í hug er eldhús-
rúllan. Þú flýtir þér þess vegna
fram í eldhús að sækja hana.
Þú hefur bjargast úr leiðindum
og andar léttar. Þar til skolað
er niður og þú sérð að það fer
að flæða upp með klósettskál-
inni, klósettið er jafnvel að
stíflast. Eldhúsrúllur eru ekki
uppáhald, hvorki hjá klósett-
skálinni né píparanum. Þessi
pappír er nefnilega mjög þétt-
ur í sér og eldhúsrúlla hefur
öiluga sugueiginleika. Því er
ekki hægt að mæla með eld-
húsrúllu í stað klósettpappírs.
l.jri
8
NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000