Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 34

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 34
Umferðin Öflugt umferðareftirlit - krafa neytenda Málefni sem snerta neytendur eru fjöl- mörg en eitt þeirra sem vekur æ meiri at- hygli er þáttur lögreglunnar í lífi hvers og eins. Fyrir flesta eru bein samskipti við hana lítil sem engin og flestir óska þess einmitt að svo sé. Þegar betur er að gáð má hins vegar færa nokkur rök fyrir því að lögreglan kemur við sögu í dag- legu lífi flestra okkar, beint eða óbeint. Þannig hægjum við oftast á ferðinni þeg- ar við mætum lögreglubifreið, þegar við sjáum hana í vegkanti við hraðamæling- ar eða við störf vegna umferðaróhapps. Þá gerist það stundum að við erum sjálf viðskiptavinir hennar, til dæmis vegna hraðaksturs og í kjölfarið stígum við létt- ar á pinnann. Það er einmitt áhrifamáttur lögreglunnar sem hér er til umfjöllunar og þáttur hennar í mótun umferðarmenn- ingar þessa lands. Slysalaus dagur Fimmtudaginn 24. ágúst stóð lögreglu- embættið í Reykjavík fyrir slysalausum degi. Byggðist átakið fyrst og fremst á fjölmennari og sýnilegri löggæslu á göt- um borgarinnar sem og virkjun fjöl- miðla. Þótti átakið takast vel og hafa verið leidd rök að því að óhöppum í borginni þann daginn hafi fækkað stór- lega, eða sem nemur 30^t0% miðað við ellefu fimmtudaga þar á undan. Að minnsta kosti má sjá í tölum Sjóvá-Al- mennra að svo sé þótt fljótlega hafi farið aftur í sama horf. Það hlýtur einmitt að hafa verið markmið yfirmanna lögregl- unnar í Reykjavík að sjá slíkan árangur og um leið er hann staðfesting á því að hægt er að spoma við óhöppum og slys- um. Það eru hins vegar ástæður þessa dags sem vert er að skoða nánar. Af hverju var efnt til hans? Jú, sá tollur sem umferðin héfur tekið er orðinn gríðar- mikill en jafnframt liggur að baki önnur ástæða þarna að baki. Neytendur borga brúsann Umferðarlögreglan í Reykjavík er mjög vanmönnuð eins og síðar verður komið að. Ohjákvæmilega bitnar það á sýni- leika hennar sem aftur hefur áhrif á mátt lögreglunnar til að skapa betri umferðar- menningu líkt og gert var 24. ágúst. Með vísan til þess dags má því segja að það erfiða ástand sem ríkir á götum borgar- innar sé bein eða óbein afleiðing þess að umferðareftirlit hefur ekki skilað tilsett- um árangri hingað til. Ekki liðu nema um þrír dagar þar til sami fjöldi óhappa og áður fór að sjást á götum borgarinnar með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélag- ið. Ég segi kostnaði fyrir þjóðfélagið, því að það eru jú neytendur sem á end- anum borga brúsann, hvort sem er í formi hærri iðgjalda fyrir bifreiðatrygg- ingar eða í formi hærri skatta til þess að standa straum af heilbrigðisþjónustu. Sögulegar staðreyndir Til að gera sér betur grein fyrir van- mönnun umferðarlögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu er rétt að líta á sögulegar staðreyndir. Samkvæmt upplýsingum sem undirritaður hefur aflað sér eru 22 lögreglumenn á vakt í almennri deild lögreglunnar í Reykjavík, í umferðar- deild eru 5-6 á vakt frá klukkan 7 til miðnættis, auk þess sem tveir starfa að slysarannsóknum. I Hafnarfirði eru sex á vakt og fimm í Kópavogi. Auk þessara lögreglumanna eru aðrir við störf í hverfastöðum við grenndarlöggæslu. Samkvæmt þessari talningu eru u.þ.b. 40 lögreglumenn á vakt á höfuðborgar- svæðinu, en þeir eru ekki allir tiltækir til íbúafjöLdi á höfuðborgarsvæóinu Reykjavík Seltjamarnes Kópavogur Bessastaðahreppur Garóabær Hafnarfjöróur Mosfeilsbær 1980 2000 83.766 109.763 3.100 4.665 13.819 22.587 480 1.439 4.909 7.939 12.205 19.150 2.928 5.869 290 ★ 201 142 Kjalarnes Kjós * Hefur sameinast Reykjavík. Lögreglumenn á hvern íbúa Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður 1980 2000 34 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.