Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 30

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 30
Neytendum nóg boðið? Minna er betra Það blasir alls staðar við: Of mikið af öllu. Alltof margar bragðtegundir sem velja þarf á milli. Alltof margar flíkur á endalausri útsölu. Of margir bílar að reyna að komast áfram á gatnamótum. Osköp- in öll af ferðatilboðum. Alltof mikið af fréttatímum og út- varpsstöðvum. Alltof mikið af upplýsingum. Endalaus hækk- un á skuldum heimilanna. Hæsta matvöruverð í Vestur- Evrópu samkvæmt endurtekn- um verðkönnunum. Er vit í þessu? Hvers vegna segjum við ekki hreinlega: „Nú er nóg komið.“ Margt veldur því að fáir segja stopp. Framfarir eru í hugum okkar tengdar því að hafa sífellt úr meira að spila; sem mest úrval; allt það nýjasta. Valdhafarnir beita kennivaldi sínu til að sann- færa okkur um að á meðan þeir ráða verði stöðugt góðæri og framfarir. Þeir sem keppa að völdum verða líka að láta sem þeirra stefna auki verald- leg gæði um allt samfélagið. Sérfræðingar verðbréfamark- aðarins telja allt sem gerist horfa til batnaðar: hækkun jafnt sem lækkun því með henni er verið að leiðrétta og skapa jafnvægi. Lykilorðin eða töfraorðin eru: hagvöxtur, samkeppnishæfni, markaðs- sókn. Líkingamálið kemur ið- lega úr heimi íþróttanna og túlkar kappsemi. Það er verið að skapa sóknarfæri, sækja fram, mæta til leiks, sigra í samkeppni. Þennan söng leiða karlar sem kunnugt er - kven- raddir eða úrtöluraddir heyr- ast þar sjaldan. Lausnarorð eins og hag- ræðing og samkeppni - og ódýrt bjartsýnishjal um ný- sköpun og ótal tækifæri sem fari að opnast á sameiginleg- um stórmarkaði Evrópuþjóða - eiga sinn þátt í að viðhalda goðsögninni um endalausan hagvöxt og meiri neyslu um ófyrirsjánlega framtíð. Því 30 ríkir enn sú skoðun að við megum vænta þess að geta veitt okkur sífellt meira í tím- ans rás: fleiri utanlandsferðir, betri bíla, öflugri tölvur, víð- tækara símasamband, fleiri ávaxtategundir. Hvílir sú trú á traustum grunni? Horfir hún til framfara eða vandræða? Bakhliðin Við verðum sjaldan vör við að rætt sé um sóun og kostnað sem fylgir offramleiðslu og harðri sölusamkeppni: sóun á tíma, orku og efni sem fylgir lengri opnunartímum og flutningaleiðum og þaulhugs- uðum tilraunum til að slá í gegn með eitthvað nýtt. Sí- hækkandi kostnaður við aug- lýsingar og aðra kynningartil- burði framleiðenda, þjónustu- aðila og seljenda hefur sín áhrif á verðið; útgjöld neyt- enda. Það er að verða svo að tvær krónur af hverjum hund- rað sem notaðar eru í íslenska hagkerfinu ár hvert fara í aug- lýsingar. A fræðimáli heitir það að auglýsingar nemi 2% af svokallaðri þjóðarfram- leiðslu, þ.e. kosti um 12 millj- arða á ári. Það merkir að um 45 þúsund krónur lenda á hverjum landsmanni. Þessi kostnaður neytenda hefur undanfarin ár vaxið hraðar hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Og á vita- skuld þátt í að verð á matvöru og flestu öðru mælist jafnan mun hærra en þar og annars staðar í ríkum þjóðfélögum þegar Neytendasamtökin eða aðrir gera kannanir á verðlagi. Við sjáum að farvegur og inntak auglýsinganna nálgast oft hreinan fáránleika. Það er orðið torvelt að kaupa vöru og þjónustu án þess að borga að auki einhvers konar agn; kaupauka eða vinning í aug- lýsingapotti, eða kosta út- sendingu á fótbolta eða golfi í sjónvarpi o.s.frv. Hamrað er á tilboðum um að kaupa nú og borga seinna. Það reynist mörgum dýrt í þjóðfélagi hárra vaxta og verðtryggingar ofan á þá. Því er tímabært að neytendur, þeir sem bera þungann, fari að huga að því hvernig létta megi neyslu-' og skuldabyrðar. Athuga hvort unnt sé að lifa betra lífi með minna umleikis. í fjötrum offramboðs Neytandinn hefur sín áhrif á vöru- og þjónustumarkaðnum, ræður miklu um eftirspurn. En afleiðingar úreltrar og varasamrar vaxtarhyggju blasa víðar við en þar. Afleið- ingar sem neytandinn hefur afar takmörkuð áhrif á. Of- framboð, sem kostar sitt, birt- ist okkur víða núorðið og í ýmsum myndum. Það blasir við allt frá frumframleiðslu til listsköpunar. Að vísu getum við verið stolt af mörgum skáldsögum, leiksýningum og málverkasýningum. Kostnað- ur vegna offramboðs á þeim vettvangi er hverfandi og að mestu borinn af þeim sem veita sköpunargáfu sinni útrás með því að stunda ritsmíðar, mála myndir eða flytja leik- verk og tónlist. Offjárfesting og offramboð sem blasir við í flestum atvinnugreinum er hins vegar af öðru tagi; eng- um til sóma og veltir óþarfa kostnaði yfir á herðar almenn- ings. Kostnaður af því að alltof mörg fiskiskip hafa ver- ið keypt til að sækja takmark- aðan afla og of mörg frystihús reist til að vinna úr því sem berst á land er svo mikill og margslunginn að það er ekki hægt að reikna hann út af neinni nákvæmni: Auk kostn- aðar af vannýttu fjármagni kemur inn í dæmið rekstur flókins fiskveiðistjórnunar- og eftirlitskerfis, okurverð á aflaheimildum og uppsprengt verð á fiskmörkuðum. Neyt- andinn fær sína reynslu af öf- ugþróuninni þegar hann kaup- ir í soðið og er krafinn um sí- fellt hærra verð. Kostnaðurinn af því að alltof margir vilja stunda nautgripa- og sauðfjárrækt og eiga erfitt með að losna við afurðirnar leggst á flesta landsmenn sem neytendur og skattgreiðendur. Framleiðslan er vernduð með himinháum tollum og innflutningshöml- um. Með svokölluðum bú- vörusamningi hafa skattgreið- endur verið skuldbundnir til að borga rúmlega fimm millj- arða á ári til styrktar þessum framleiðendunt næstu sex ár. Hvernig gat það gerst næsta hljóðalaust; þ.e. án þess að háttvirtir kjósendur létu í sér heyra? Eru boðleiðir milli kjósenda og stjórnmálaflokka orðnar þrengri en lýðræðinu er hollt, eins og forsetinn vék að í embættistökuræðu 1. ágúst? Sé litið yfir sviðið er ljóst að samhliða því að auðveld- ara verður að framleiða vöru reynist erfiðara að selja hana. Leiðir frá framleiðendum í ríku þjóðfélagi til hinna þurf- andi í fátækum löndum eru lokaðar að heita má. Kúnstin felst í því að koma offram- leiðslunni inn á þá sem hafa Hörður Bergmann skrifar Hörður Bérgmann hefur samið námsefni fyrir skóla ogfull- orðinsfrœðslu og tvœr bœkur semfjalla um þjóðmál og lífs- hœtti: Umbúðaþjóðfélagið (1989) og Þjóðráð (1999). í síð- arnefnda ritinu setur höfundur sér það markmið að greina helstu þjóðfélagsvandamál sem við er að glíma liér á landi og gefa rökstudd ráð um lausn á þeim. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.