Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 36

Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 36
Bréf frá lesendum Slæmir viðskiptahættir hjá stíflulosunarþjónustu Neytandi sendi biaðinu svohljóðandi bréf: „Eftirfarandi frásögn fjallar um samskipti mín við stíflu- losunarþjónustu hér í bæ og er ætlað að upplýsa neytendur aðeins um gjaldtöku þá sem þessi fyrirtæki notast við. Það stíflaðist hjá mér baðkar og sturtubotn. Eg hringi í stíflu- losunarþjónustu, fæ uppgefið að verðið sé 2.990 krónur á tímann og réð hana til vinnu í kjölfarið. Starfsmaður fyrir- tækisins mætir, gerir við stífl- una á innan við klukkutíma og sendir mér svo reikning nokkru síðar. Reikningurinn var upp á 7.283 krónur og skiptist í vinnu, 5.850 krónur, og virðisaukaskatt upp á 1.433 krónur. Fjöldi vinnu- stunda var ekki tekinn fram á reikningnum. Þetta fannst mér skrýtið þar sem ég stóð í þeirri trú að tímaverð vinn- unnar ætti að vera 2.990 krón- ur auk virðisaukaskatts upp á 748 krónur (en neytendur verða yfirleitt að spyrja sér- staklega um virðisaukaskatt- inn þar sem iðnaðarmenn taka hann sjaldnast fram fyrren kemur að reikningum og verki er lokið). Því bjóst ég því reikningi upp á 3.738 krónur en ekki 7.283 krónur. Ég hringdi því í fyrirtækið og ekki stóð á skýringum. I fyrsta lagi var ég rukkuð fyrir tvo tíma þrátt fyrir að þeir hafi verið innan við eina klukkustund að gera við stífl- una. Forsendurnar voru þær að það séu staðlaðar vinnu- reglur iðnaðarmanna að bæta við klukkutíma í gjaldtöku vegna aksturs o.fl. Þannig hefði hann rukkað mig fyrir einn og hálfan tíma ef hann hefði losað stífluna á hálf- tíma. Þegar ég gagnrýndi hann fyrir að upplýsa mig ekki um þetta, hvorki þegar ég talaði við hann í byrjun né heldur þegar hann hafði lokið verk- inu, brást hann hinn versti við. Þá gerðist hann yfirmáta dónalegur og sagðist ekki hafa tíma fyrir svona kjaftæði og kallaði mig að lokum veruleikafirrtan einstakling fyrir það að búa ekki yfir þekkingu á gjaldtöku iðnaðar- manna sem honum fannst sjálfsagt að allir stæðu skil á. Hann bauð mér þó að koma heim til sín til að ræða þessi mál betur, hann myndi jafnvel slá eitthvað af ef ég stað- greiddi honum bara beint (vafalaust átti að skera virðis- aukaskattinn af). En hvað er hægt að læra á þessu? Jú, það er ekki nóg fyrir neytandann að spyrja að- eins hvað þjónustuaðilinn tek- ur á tímann og reikna svo með því að sú tala nægi til að greiða fyrir verkið, heldur verður að spyrjast nákvæm- lega fyrir um allan aukakostn- að, akstur, leigu á tækjum, og tímann sem fer í að koma sér til og frá staðnum. í mínu til- viki bættust við rúmlega 3.500 krónur sem rekja má til þessa „leynda“ kostnaðar sem var aldrei tekinn fram þegar spurt var um verð fyrir verk- ið. Það var greinilegt að for- ráðamaður þessa fyrirtækis var afar hneykslaður á þess- um smásmuguhætti í mér, röfl um nokkra þúsundkalla, og má vel vera svo. Hitt er annað mál að mér finnast þetta slæmir viðskiptahættir, allir kostnaðarliðir skulu vera neytandanum ljósir þegar hann spyr iðnaðarmanninn um verð, en ekki á að læða honum að þegar verki er lokið og komið að uppgjöri og fela sig á bak við það að þetta eigi ’allir að vita. Þetta er spurning um heiðarlega viðskiptahætti en ekki nokkrar krónur.“ Svar Neytendablaðsins: Eins og bréfritari bendir réttilega á þarf í upphafi að ganga frá formlegum samn- ingi, annaðhvort skriflegum eða munnlegum og þá á tryggan hátt með vitni. Það er líka mikilvægt að krefja þann sem kaupa á þjónustu af um alla kostnaðarliði sem koma á reikninginn. Þeir eru ekki alltaf sanngjarnir og sjaldnast sagt frá sumum þeirra að fyrrabragði. Raunar á seljandi að gefa upplýsingar um alla kostnaðarliði áður en samn- ingur er gerður. NEYTENDASTARF ER íALLRA ÞÁGU 66°N Reykjavík og Akureyri Áfengis- og tóbaksverslun íslands Bilabúö Benna Bilaleiga Flugleiöa-Hertz Bónus-verslanirnar Búnaöarbanki íslands hf. Eining-löja, Eyjafiröi Farmanna- og fiskimanna- samband íslands Fönn, fatahreinsun og þvottahús G.J. Fossberg Glóbus hf. Harpa hf. Herragarðurinn - Kringlunni og Laugavegi Húsasmiöjan hf. IKEA Karl K. Karlsson ehf. KÁ-verslanir Lýsi hf. Myllan-Brauö NETTÓ - Reykjavík, Akra-nesi og Akureyri Nóatúnsbúöirnar Nói-Síríus hf. Olíuverslun íslands hf. ORA ehf., niöursuðuverksmiöja Osta- og smjörsalan Penninn-Eymundsson Rafiönaöarsamband íslands Reykjavíkurborg - netfang: www.reykjavik.is Rydenskaffi hf. Ræsir hf. Samband íslenskra sparisjóöa Samkaup hf. Sjómannasamband íslands Sláturfélag íslands Slippfélagiö, málningarverksmiöja Smith & Norland hf. Steinar Waage, skóverslanir Tryggingastofnun ríkisins Vátryggingafélag íslands Verkalýðsfélagió Hlíf, Hafnarfirði Verslunin 17 Vífilfell ehf. Visa-ísland 36 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.