Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 32

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 32
Gæðakönnun Að velja sér sjónauka Það er ekki einfalt mál að kaupa sjónauka. Kaupandinn verður að vita til hvers á að nota hann og hvaða kröfur eru gerðar til hans. A hann að not- ast í leikhús, á íþróttamót, hestamannamót? eða á að fara upp á fjöll í gönguferðir, rjúpnaveiðar eða jafnvel hreindýraveiðar? Það er ekki notaður sami sjónaukinn í allt þetta. Sagan segir að í fyrsta skipti sem tekið var einkaleyfi á samanröðuðum linsum hafi verið í Hollandi árið 1608. Galileo Galilei heyrði orðróm um þessa nýju uppgötvun þar sem hann var að horfa á stjörnurnar uppi í himin- geimnum yfir Feneyjum. Hann setti saman kíki strax árið eftir og hafa því Italir talið sig eiga hugmyndina frekar en einhver óþekktur gleraugnasali á hinu flata Hollandi. Þessi uppgötvun varð stjörnuáhugamönnum veruleg hjálp en kom sér ekki síður vel í jarðneskum grein- um og ekki síst fyrir sæfara. A þessuni tíma var sjónaukinn aðeins fyrir annað augað. Tvær gerðir Sjónaukar sem við venjulegt fólk veljum okkur eru tvenns- konar að útliti. Annarsvegar eru það sjónaukarnir sem eru eins og tvö samliggjandi rör í laginu. Þar liggja linsurnar í beinni röð og hleypa ljósinu beint í gegn. Þeir eru á erlend- um málum sagðir þaklaga eða þrístrendingar (á ensku „roof‘-sjónaukar) vegna lög- unar á prismunum, og eru einnig kallaðir rörsjónaukar. Hin gerðin er kölluð „porro“. Þeir sjónaukar eru stærri og þykkari um sig. Þar eru sjón- glerin slípuð og staðsett þannig að þau brjóta geisla í ákveðinn vinkil áður en hann hittir augað. Á þessari gerð er hægt að stækka þvermálið og auka þannig ljósmagnið sem Af „roof“-sjónaukum er Leica Trinovid sá besti í könnuninni kostar 32.500 kr. í Beco. fer í gegn. Þennan sjónauka notum við þegar við ætlum að skoða landið, ekki síst ef veð- ur er skýjað vegna þess að hann hleypir meiru ljósi í gegn. Þessi sjónauki er oftast nefndur „standard“-sjónauki. Hinn tökum við með þegar við förum í leikhús eða á íþróttamót og kappreiðar og er kallaður á erlendum málum „compact“-sjónauki. Stækkun og Ijósmagn Á sjónaukanum eru tölustafir sem segja okkur ákveðna hluti. Fyrri talan segir til um stækkun. I þeirri prófun sem gerð var í Evrópu og sýnd er hér á síðunni eru teknir sjón- Rétt á hœla Leica kemur Pentax 8x22 DCFMC en sá sjónauki kostar aðeins tíu þúsund krónur í Ljósmyndavörum. Verð með „Roof" - Þaktaga prismar Seljandi vsk. Leica/Trinovid 8x20 BC Beco Pentax 8x DCFMC Ljósmyndavörur Minotta Activa 8x25 WP Ljósmyndaþjónustan 3 Baushnelt/Powerview 8x21 Gieraugnamiðstöðin Zeiss Ctassic 8x20 B Gleraugnamiðstöðin Otympus 8x22 RCII Bræðurnir Ormsson 15.900 Nikon/Sportstar II Bræðurnir Ormsson 9.300 Porro - Þrístrendir prismar Pentax 8x UCF G Ljósmyndavörur 9.895 Minotta Activa 8x25 Ljósmyndaþjónustan 3.5344 Tasco 191 RB 7x25 Sjónvarpsmiðstöðin Heildar- einkunn 4 Stækkun uppgefin /mæld 8x20/9x23 8x22/7x19 8x25/6x20 8x21 8x20/8x21 8x22/7x19 8x20/8x19 Þyngd i grömmum með reim 7x25/7x21 292 5 = mjög góður/ 4 = góður/ 3 = sæmilegur/ 2 = undir meðaltagi/ 1 = lélegur 1) Optísk könnun: Gegnumstreymi Ijóss og birta. 2) Ending: Vióbrögð tækis við hita, kulda, regni og ryki. 3) Fannst aðeins i Fríhöfninni, kostar 9.490 krónur. 4) Heildsöluverð, fannst ekki í verstunum. 32 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.