Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 20

Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 20
Gæðakönnun Góðir skannar á lágu verði Við birtum hér nýja gæða- könnun sem Intemational Consumer Research and Test- ing hefur gert á átta skönnum. Á heimasíðu Neytendasam- takanna (ns.is) er markaðs- könnun þar sem finna má upplýsingar um 29 skanna sem hér eru til sölu (nota þarf lykilorðið „neytandi"). Skannar flytja myndir og texta á stafrænt form svo unnt sé að meðhöndla efnið í tölv- um og öðrum rafeindatækj- um. Gæði skanna hafa aukist og verð lækkað svo það er flestum viðráðanlegt. Skannar fást hér á bilinu um 5.600-52.000 kr. og sumir hinna ódýrari fengu háar ein- kunnir í gæðaprófum. Skönnum má skipta í fjóra flokka eftir notkun: Litla handskanna, síðuskanna (sem 0RÐALISTI Dpi: Dots per inch, sjá p.á.t. Lpi: Lines per inch, línur á tommu. 150 lpi samsvara 300 p.á.t. p.á.t.: Punktar á tommu (tomma er 2,54 cm). Ymist skammstafað dpi eða ppi á ensku. Talan merkir upp- lausn myndar, hve skörp hún er. Ppi: Pixels per inch, sjá p.á.t. OCR (Optical Character Recognition): Forrit sem getur breytt letri á skann- aðri mynd í stafrænan texta til að nota í rit- vinnsluforriti. Upplausn: Skerpa myndar, yfirleitt gefin upp í p.á.t. USfí (Universal Serial Bus): Búnaður sem getur tengt tölvur við jaðartæki eins og skanna, prentara o.fl. á hraðvirkari og af- kastameiri hátt en eldri tengi. draga gegnum sig blað), filmuskanna og flatskanna (flatbed-scanner). Hér er fjall- að um hina síðastnefndu sem hirða mynd og áferð af flötum hlutum og eru einkum notaðir til að skanna myndir og texta á pappír. Flatskannarnir vinna eins og ljósritunarvélar. Fyrir- myndin er sett ofan á gler- plötu, loki brugðið yfir og ljósgjafi rennur undir. Mynd- lesari (oftast CCD, Charged Coupled Device) breytir ljós- merkjum í rafeindamerki og býr til stafræna mynd sem vinna má með í tölvu og vista á diski. Á skjánum er unnt að skoða og vinna hana með sér- stökum forritum, stækka eða minnka, breyta útliti og formi, taka út úr henni eða bæta við hana. Loks er hægt að prenta myndina út, senda hana með tölvupósti eða setja hana á síðu á veraldarvefnum. Þrátt fyrir notkun leiðrétt- inga- og myndvinnslubúnaðar er ekki alltaf hægt að lagfæra eftir á og því er hagstætt að að skanna rétt í upphafi og skilja hvemig tækin vinna. Þrír tækniþættir skipta höf- uðmáli um myndgæði skanna: Upplausn, litardýpt og mett- un. Fjórði þátturinn sem ræð- ur mestu um heildargæði tæk- isins er skönnunarhraðinn. Sé verið að skanna mynd sem á að fara í gæðaprentun í prentsmiðju er nauðsynlegt að ráðfæra sig við fyrirtækið um litastillingar og í hvaða formi á að skila henni. Oftast vilja þær fá myndirnar í sérstak- lega skilgreindum CMYK-lit- um og vistaðar sent TIFF eða EPS, en til heimilisnota og á netinu eru aftur á móti oftast notaðir RGB-litir og myndir vistaðar sem JPG eða GIF. Möguleikar og hæfni Flestir skannar á almennum markaði geta að hámarki skannað efni í A4-stærð (21x29,7 cm). Alla 29 skann- ana til sölu hérlendis var hægt að nota við Windows 95/98 kerfi á PC-tölvum og 14 þeirra við MacOS kerfi. Nið- urstöðurnar í gæðakönnuninni voru mjög sambærilegar hvaða stýrikerfi sem notað var. Skannarnir ráða misvel við verkefnin. Stundum er skerpu ábótavant en stundum litum eða birtuandstæðum (kontröstum). Með mynd- vinnsluforritum er hægt að lagfæra skannaðar myndir og breyta þeim. Sumum skönn- um fylgja einföld slík forrit, önnur er unnt að fá ókeypis á netinu en hin fullkomnari kosta nokkra tugi þúsunda króna. Alla skannana í gæðakönn- uninni og 20 af skönnunum í markaðskönnuninni er unnt að tengja við tölvu með USB- tengi, sem er hraðvirkara en fyrri gerðir. Langflestar PC- og Macintosh-tölvur fram- leiddar síðustu tvö ár eru með USB-tengi, en þau eru oft upptekin við annað. Suma skanna er því jafnframt hægt að tengja „parallel“-tengjum en best er að þau séu þá tvö svo annað geti séð um prent- arann en hitt um skannann. Verðið Verðbilið er mikið. Sé verið að leita að einföldum skanna fyrir heimili eða smærri fyrir- tæki og stofnanir er hægt að fá góð tæki fyrir innan við 10 þús. kr. Á innan við 20 þús. kr. eru mörg afbragðs tæki. Dýrustu tækin á almennum markaði kosta um 45-52 þús. Skönnun á litaspjaldi er metin með tilliti til Ijósmagns, andstœðna, litmettunar og skerpu. 20 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.