Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 16
Gæðakönnun Ódýrir prentarar - dýrt að prenta Síðast birti Neytendablaðið markaðs- og gæðakönnun á tölvuprenturum sumarið 1998. Sérfræðingar International Con- sumer Research and Testing segja mestu framfarirnar undanfarin misseri opinber- ast í batnandi prentgæðum. Nú greinist varla með berum augum munur á „venju- legri“ litljósmynd og hágæðaútprentun á myndapappír úr bleksprautuprenturum, jafnvel ódýrari gerðum sem kosta um og Markaðskönnunin Könnunin er birt á vefsetri Neytendasamtakanna, ns.is. Nota skal lykilorðið „neytandi" til þess að opna læsta rsíður og skoða. Einnig geta félags- menn fengið könnunina senda í pósti frá skrif- stofunni í Reykjavík. í henni koma fram upplýs- ingar um 30 atriði við hvern prentara. 2 6 blekspraiiluprentarar I könnuninni eru 26 prentarar. Sá ódýrasti, Can- on 2000, kostar um 5 þús. kr. en sá dýrasti, Hew- lett-Paekard 1120e, um 43 þús. kr., báðir í Elko. Fjöldi Verðbil prentura Um 5-10þús. kr 5 Um 12-20 þús. kr. 10 Um 23-30 þús. kr. 6 Um 33-43 þús. kr. 5 / 4 aeislaprenlarar I könnuninni eru 14 prentarar. Sá ódýrasli, Canon LBP 660, kostar um 24 þús. kr. hjá Elko en sá dýrasti, Minolta Color PagePro Plus PS, um 256 þús. kr. hjá Kjaran. Fjöldi Verðbil prentara Um 24-40 þús. kr. 3 Um 44-50 þús. kr. 3 Um 66-98 þús. kr. 2 Utn 128-256 þús. kr. 6 3 núlaprenlarar I könnuninni eru þrír nálaprentarar (punktaprent- arar) á verðbilinu um 21-65 þús. kr. Þeir eru ekki síst notaðir þegar þarl’að prenta á blöð með afriti og reikninga, límmiða og annað al' sam- hangandi örkum eða rúllum. innan við 10 þús. kr. Allir bleksprautu- prentaramir fengu einkunnirnar 5 (há- mark) eða 4 fyrir gæði í ljósmyndaprent- un nema Lexmark Z 11 sem fékk 3. Allir prentarnir fengu einkunnina 4 (,,góður“) eða hærri fyrir uppsetningu, pappírsfærslu, meðhöndlun og viðhald. Hins vegar eru búnaður og ending mis- jöfn eftir verði. Flestir prentaranna fengu háar eða mjög háar einkunnir fyrir fjöl- hæfni. Meira en þúsund blöð voru prentuð með hverjum prentara, hann athugaður í 140 liðum og 150 prófanir gerðar. Prent- að var í tveimur umferðum þangað til lit- arefni þraut til að kanna hvort niðurstöð- um bæri saman. Nýjungar eru meðal annars prentun beint úr stafrænum myndavélum og prentarar sem skila örkum í A3-stærð. Bestir Hewlett-Packard DeskJet 950 c fékk hæstu heildargæðaeinkunn bleksprautu- prentara en næstir og jafnir voru Hewlett- Packard DeskJet 930c, Canon BJC-6500, Epson Stylus Color 760 og Hewlett- Packard PhotoSmart P1000. Geislaprentarinn Brother HL-1250 fékk hæstu heildargæðaeinkunn allra í gæðakönnuninni. Hérfæst HL-1240, þeir eru svipaðir en HL 1250 er fullkomnari. Verö Bleksprautuprentarar fást hér á verðbil- inu um 5-43 þús. kr. en geislaprentarar á bilinu um 24-256 þús. kr. Sífellt gerist auðveldara að gæðaprenta með blek- sprautuprenturum á hagstæðu verði. Þeir verða því víðast fyrir valinu á heimilum. Geislaprentarar eru dýrari en hagkvæm- ari í rekstri. Þó eru komnir á markað ódýrari geislaprentarar og á svipuðu verði og dýrari bleksprautuprentarar. Rekstrarkostnaður Bleksprautuprentarar eru ódýrir en ekki blekið og pappírinn sem þeir nota. I gæða- könnuninni reyndist sá næstódýrasti, Lex- mark Z11 (á um 7 þús. kr. hjá Elko), óhag- kvæmastur í rekstri. Eftir 1000-1200 blaða útprentun hefur 6.800 kr. verðmunurinn á honum og Canon BJC-3000 (á um 14.000 hjá Elko) jafnast út. Litarefni á síðu var að meðaltali dýrast í Lexmark Z11 og Z31. Odýrasta litprentunin fékkst með Canon BJC-3000 og Hewlett-Packard prentumn- um PhotoSmart P1000 og DeskJet 950c. Dýrasta litprentunin var í Lexmark-prent- urum og næstdýrust í Epson-prenturum. Canon-prentaramir þrír voru ódýrastir í bleknotkun í textaprentun. Hraði Prenthraðinn er yfirleitt mældur í A4- blöðum á mínútu í miðlungs eða ntinni gæðum. Hágæðaprent tekur lengri tíma. Odýr prentari getur verið ágætur í texta- prentun með lítilli upplausn (skerpu) en reynt á þolinmæðina í litmyndaprentun. Hraðinn skiptir miklu máli og hann er mjög mismunandi í prenturum. Blek- sprautuprentarar eru almennt hægvirkari en geislaprentarar, sérstaklega í litprent- un. Margir hinna ódýru gátu ekki prentað nema tvö A4-blöð á mínútu en hinir dýr- ari fimm eða fleiri. Canon BJC-6100 var lengst allra að prenta út A4-ljósmynd í hámarksgæðum, 16 mínútur, og hinir Canon-prentarnir tveir næstum jafn lengi. Fljótastir voru Hewlett-Packard prentarn- Orðskýringar p.á.t.: punktar á tommu. Upplýsir um skerpu prentunarinnar. ppm (pages per minute): blöð á mínútu. dpi (dots per inch); p.á.t. 16

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.