Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 2
Leiðari Þing Neytendasamtakanna, gróskumikið starf Eins og fram kemur í blaðinu var haldið fjölmennt þing Neytendasamtakanna í lok septembermánaðar. Á þing- inu fór fram ýtarleg umræða um starfsemi Neytendasam- takanna. Einnig var umræða um verkefnin í neytendamál- um á komandi árum Þingið samþykkti sérstaka stefnu- mótun í neytendamálum - Neytendur á nýrri öld. Sam- þykktin sýnir Ijóslega þann kraft og gerjun sem nú er í neytendamálum. Hér á eftir verður fjallað um nokkur atriði í þessari stefnumótun. Þingið taldi mikilvægt að Neytendasamtökin byðu neytendum annarsvegar upp- lýsingaþjónustu fyrir neytend- ur þar sem meðal annars eru upplýsingar um gæði og verð á vörum og þjónustu og upp- lýsingar um verðmismun á markaði, og hinsvegar kvört- unar- og leiðbeiningaþjónustu fyrir neytendur þar sem tryggt verði að neytendur fái ráðgjöf í ágreiningsmálum við selj- endur vöru og þjónustu og að neytendur fái jafnframt að- stoð við að ná fram rétti sín- um sé þess þörf. Þingið taldi einnig mikil- vægt að Neytendasamtökin starfræktu áfram úrskurðar- nefndir fyrir neytendur í sam- vinnu við stjórnvöld og at- vinnulífið, en þær eru nú sex. Þingið taldi jafnframt að koma þyrfti á nýjum úrskurðar- nefndum eins og úrskurðar- nefnd um deilumál neytenda og opinberra þjónustuaðila og úrskurðarnefndum um ágrein- ing neytenda vegna viðskipta við sérfræðistéttir. Þingið benti jafnframt á ýmis ný mál sem Neytenda- samtökin þurfa að sinna og koma í höfn. Þar er fyrst að nefna embætti umboðsmanns neytenda. Þingið benti á að Island er eina landið í okkar heimshluta sem ekki hefur sérstakt embætti umboðs- manns neytenda. Einnig minnti þingið á að við eigum þess kost að móta embætti umboðsmanns neytenda mið- að við reynslu frændþjóða okkar en einnig þannig að hér geti umboðsmaður neytenda gegnt víðtækara og áhrifa- meira hlutverki við hags- munagæslu fyrir neytendur en í nágrannalöndum okkar. Jafnframt minnti þingið á kröfu Neytenda- samtakanna um upplýs- ingamiðstöð neytenda. Slík miðstöð er nauðsyn- leg til að tryggja eðlilegt upplýsinga- streymi til neytenda um mark- aðinn og það sem í boði er. Neytendasamtökin telja að upplýsingamiðstöð neytenda þurfi meðal annars að gefa miðlað til neytenda upplýs- ingum um verð og gæði á vörum og þjónustu, um laga- legan rétt neytenda, upplýs- ingum um fjármál, tryggingar og húsnæðismál. Þing Neytendasamtakanna ítrekaði kröfur um úrbætur á neytendalöggjöf. Nauðsynlegt er að setja lög um innheimtu- starfsemi þar sem skýrt verði kveðið á um ýmis réttindi skuldara gagnvart innheimtu- mönnum. Samtökin telja einnig brýnt að sett verði lög um ábyrgðarmenn til þess að tryggja betur stöðu ábyrgðar- manna. Ennfremur krefjast Neytendasamtökin þess að alþingi setji lög um greiðslu- aðlögun mjög skuldsettra ein- staklinga. Ýtarlega var fjallað um samkeppnismál og verðlag á íslandi í stefnu samtakanna. Bent var á að fákeppni hefur aukist á flestum sviðum við- skipta og að ákveðnir aðilar geta nánast skammtað sér verð að geðþótta vegna skorts á samkeppni. Samtök- in telja að verðkannanir hafi ítrekað sannað gildi sitt og telja sig geta haft áhrif á vöru- verð í landinu með vönduðum könnunum. Þau hyggjast því halda áfram að gera verðkannanir og bera vöru- verð hérlendis í vaxandi mæli saman við verð á sambæri- legum vörum erlendis. Mark- miðið er að íslenskir neytend- ur geti í framtíðinni búið við sambærileg kjör og neytendur í nágrannalöndunum. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur atriði í sam- þykkt þings Neytendasamtak- anna um stefnumótun í neyt- endamálum - Neytendur á nýrri öld. Um er að ræða framsækna stefnumótun. Það er því ekki ónýtt að samtímis njóta neytendamál athygli og áhuga æ víðar. Og íslenskir neytendur sem greiða stærsta hlutann af tekjum Neytenda- samtakanna vilja vera með. Það er því bjart framundan hjá Neytendasamtökunum og gróska í starfsemi þeirra. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit Frá kvörtunar- þjónustunni 3-5 í stuttu máli 6-9 Frá þingi Neytenda- samtakanna 11-13 Gæðakannanir Tölvuprentarar, ódýrir prentarar en dýrt að prenta 16 Tölvuskannar, góðir skannar á lágu verði 20 Að velja sér sjónauka 32 Að kaupa jólagjafirnar 4 Að flytja í nýtt húsnæði 10 Kostun í skólum 14 Sykur-hættulaus orkugjafi eða skaðvaldur? 24 Að kafna í eigin skít 28 Hördur Bergmann: Minna er betra 30 Öflugt umferðareftirlit - krafa neytenda 34 Tímarit Neytendasamtakanna, Síðumúla 13,108 Reykjavík, s. 545 1200. Netfang: ns@ns.is Veffang: http://www.ns.is Ábyrgöarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Umsjón með gæöakönnum: Ólafur H. Torfason. Ljósmyndir: Sif Guöbjartsdóttir. Umbrot: Blaðasmiöjan. Prentun: ísafoldar- prentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 18.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neyt- endasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.800 krónur og gerist viökomandi þá um leið félagsmaöur í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið, óheimilt er þó aö birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neyt- endablaðinu er óheimilt aö nota í auglýsingum og viö sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtak- anna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.