Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 12
Neytendur á nýrri öld Ólafur H. Torfason þingritari, Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtak- anna, Ólína Þorvarðardóttir þingforseti ogJón Magnússon fyrrverandi varaformað- ur Neytendasamtakanna. Hann lét af stjórnarsetu á þinginu eftir áralangt staif. sett fram við stefnumörkun opinberrar nefndar sem skilaði áliti til viðskiptaráð- herra um neytendastefnu árið 1999, og samþykktu stjómvöld álit nefndarinnar. Upplýsingamiðstöð neytenda er meðal annars nauðsynleg til að tryggja eðlilegt upplýsingastreymi til neytenda um mark- aðinn og það sem í boði er. Neytenda- samtökin telja eðlilegast og hagkvæmast að þetta verði gert með þjónustusamn- ingi stjórnvalda við Neytendasamtökin og að samtökin annist rekstur Upplýs- ingamiðstöðvar fyrir neytendur sem yrði opin öllum. Nú þegar starfrækja Neyt- endasamtökin upplýsingaþjónustu fyrir félagsmenn sína þar sem þeir geta fengið upplýsingar um vöru og þjónustu áður en varan og/eða þjónustan eru keypt. Nauð- synlegt er að auka þessa þjónustu og opna hana öllum. Slík upplýsingamiðlun mun spara neytendum mikið og stuðla að betri og hagkvæmari innkaupum og er því þjóðhagslega hagkvæm. Neytendasamtökin telja að upplýs- ingamiðstöð neytenda þurfi meðal annars að geta miðlað til neytenda upplýsingum um verð og gæði á vörum og þjónustu, um lagalegan rétt neytenda, upplýsingum um fjármál, tryggingar og húsnæðismál. Eftiriitsstofnanir gagnrýndar Sérstaklega var fjallað um hlutverk eftir- litsstofnana á þinginu og í stefnu samtak- anna segir að Samkeppnisstofnun og Formaður kosinn Sú breyting var gerð á lögum samtak- anna á þinginu að verði tveir eða fleiri í framboði til embættis formanns verður efnt til atkvæðagreiðslu þar sem allir félagsmenn eiga kost á að greiða at- kvæði. Sem kunnugt er var kosið á milli Jó- hannesar Gunnarssonar og Sverris Arn- grímssonar til formanns og var Jóhann- es endurkjörinn formaður með lals- verðum yfirburðum. Sverrir situr eftir sem áður í stjórn samtakanna. Jón Magnússon lét af embætti varafor- manns á þinginu og var Markús Möller hagfræðingur kjörinn varaformaður í hans stað. Þingið kýs 21 fulltrúa í stjórn víðs- vegar af iandinu. Auk Jóhannesar og Markúsar eiga eftirtaldir sæti í stjórn- inni: Anna G. Árnadótlir, Egilsstöðum Áslaug Ragnars, Reykjavík Berghildur Reynisdóttir, Borgarnesi Björn Guðbrandur Jónsson, Reykjavík Brynhildur Briem, Reykjavík Fjármálaeftirlitið þurfi að starfa með nrun ákveðnari hætti en þessar stofnanir hafa gert hingað til. Stofnanirnar starfa báðar á þannig vettvangi að þær þurfa að bregðast skjótt við óeðlilegum aðstæðum á markaði og gagnrýnisverðum verð- hækkunum. Reyndin hefur sýnt að stofn- anirnar hafa ekki brugðist við í tíma, en það hefur haft þær afleiðingar að neyt- endur standa frammi fyrir orðnum hlut, ekki er lengur svigrúm til athugasemda og enn síður til aðgerða. Neytendasamtökin telja mjög brýnt að sett verði ákvæði í lög um ofangreindar eftiriitsstofnanir og að þeim verði gert að afgreiða mál sem hraðast og innan ákveðinna tímamarka. Þá ítreka Neyt- endasamtökin þá skoðun sína að Sam- beinni kosningu Erlín Karlsdóttir, Selfossi Fjóla Osk Gunnarsdóttir, Reykjavík Heimir Davíðsson, Selfossi Helgi Haraldsson, Akureyri Jón Karlsson, Sauðárkróki Margrét Ríkharðsdóttir, Akureyri Mörður Ámason, Reykjavík Olafur Sigurðsson, Hafnarfirði Ragnhildur Guðjónsdóttir, Reykjavík Sigurður Pétursson, Reykjavík Sverrir Amgrímsson, Kópavogi Valdimar K. Jónsson, Reykjavík Þorgerður Einarsdóttir, Isafírði Þráinn Hallgrímsson, Kópavogi Stjórnin hefur kosið sjö manna fram- kvœmdastjórn. I henni sitja: Jóhannes Gunnarsson formaður Markús Möller varaformaður Valdimar K. Jónsson gjaldkeri Sigurður Pétursson ritari Ragnhildur Guðjónsdóttir Sverrir Amgrímsson Þráinn Hallgrímsson keppnisstofnun eigi að heyra beint undir viðskiptaráðherra og leggja eigi Sam- keppnisráð niður. Persónuvernd og neytendalöggjöf I stefnunni er meðal annars fjallað um persónuvernd neytenda. Þar segir að mikilvægt sé fyrir neytendur að þeir geti fengið að vera í friði með innkaup sín án þess að eiga á hættu að seljendur hafi upplýsingar um innkaup og neysluvenjur einstaklinga. Stjómvöld eru hvött til þess að tryggja að þessi lágmarks-persónu- vernd sé viðhöfð. Gildi neytendafræðslu í skólum er ít- rekað í stefnu samtakanna og í umfjöllun um umhverfismál eru sveitarfélög hvött til þess að auðvelda fólki flokkun sorps og stuðla að því að sem mest sorp verði endurnýtt. Þingið lýsti ánægju sinni með að al- þingi skuli nú loks hafa sett nokkur grundvallarlög sem snerta hagsmuni neytenda og lengi hefur verið beðið eftir. Um er að ræða ný lög um lausafjárkaup, lög um þjónustukaup og lög um hús- göngu- og fjarsölu. Hins vegar munu samtökin áfram knýja á alþingi um að afgreiða tvö mikil- væg lagafrumvörp sem ítrekað hafa verið lögð fyrir an þess að hljóta afgreiðslu. Nauðsynlegt er að mati samtakanna að setja lög um innheimtustarfsemi þar sem skýrt verði kveðið á um ýmis réttindi skuldara gagnvart innheimtumönnum. Samtökin telja einnig brýnt að sett verði lög um ábyrgðarmenn til þess að tryggja betur stöðu ábyrgðarmanna. Ennfremur krefjast Neytendasamtökin þess að al- þingi setji lög um greiðsluaðlögun mjög skuldsetts fólks. Fákeppni og hátt verðlag Ýtarlega er fjallað um samkeppnismál og verðlag á Islandi í stefnu samtakanna. 12 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.