Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 11
Neytendur á nýrri öld Nokkrir þingfulltrúar á þingi Neytendasamtakanna á Grand Hóteli. Samtök almennings gegn sérhagsmunum Fjölmennt þing Neytendasamtakanna sem haldið var í Reykjavík í september samþykkti stefnu sem samtökin eiga að starfa eftir næstu tvö árin. Þar er sem fyrr skýrt kveðið á um hlutverk Neytenda- samtakanna sem hagsmunasamtaka allra neytenda á íslandi. Jafnframt samþykkti þingið starfsáætlun þar sem fjallað er um starfsemi samtakanna, fjármögnun, til- gang og verkefnasvið. Ytarlega er fjallað um starf stjórnar og skrifstofu samtak- anna að því að aðstoða neytendur ef gengið er á rétt þeirra, að veita neytend- um upplýsingar og að sinna almennri hagsmunagæslu fyrir neytendur, auk er- lends samstarfs. Þing Neytendasamtakanna er haldið á tveggja ára fresti og fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Að þessu sinni var þingið haldið undir yfirskriftinni Neytendur á nýrri öld. Öllum félags- mönnum er heimilt að sitja þingið til- kynni þeir um þátttöku sína innan tilskil- ins tíma. Um 150 félagsmenn skráðu sig til þátttöku á þinginu sem haldið var í september. í inngangi að stefnu samtakanna segir að sérstaklega þurfi að gæta hagsmuna þeirra sem búa við skerta samkeppni á landsbyggðinni. Þá verði að gæta sér- staklega að hagsmunum aldraðra og ungs fólks sem oft á erfitt með að bregðast við ávirkum ágangi sölumanna og auglýs- ingaskrumi. Þingið taldi brýnt að Neytendasam- tökin reki virka upplýsingastarfsemi fyrir neytendur og aðstoði þá við að ná rétti sínum í viðskiptum, meðal annars með því að reka kvörtunarþjónustu, standa að úrskurðarnefndum sem úrskurða fljótt og ódýrt í deilumálum neytenda og seljenda og koma á nýjum úrskurðarnefndum. Ahersla er lögð á að koma nú þegar á úr- skurðarnefnd sem fer með deilumál neyt- enda og þjónustuaðila hins opinbera og úrskurðarnefndum sem fjalla um ágrein- ing neytenda vegna viðskipta við ýmsar sérfræðistéttir. Þá ítrekaði þingið þau átta grundvall- arréttindi neytenda sem alþjóðasamtök neytenda hafa sett fram. Þau eru: • Rétturinn til öryggis Rétturinn til upplýsinga • Rétturinn til að velja Rétturinn til að hlustað sé á sjónarmið neytenda Rétturinn til að fá bætur Rétturinn til menntunar « Rétturinn til að njóta heilbrigðs umhverfis Rétturinn til að hafa brýnustu nauðsynjar Umboðsmaður neytenda Þingið benti á að ísland er eina landið í okkar heimshluta sem ekki hefur sérstakt embætti umboðsmanns neytenda. Neyt- endasamtökin ítrekuðu kröfu sína um að sett verði lög um embætti umboðsmanns neytenda og að embættið verði stofnað sem allra fyrst. Neytendasamtökin telja að við eigunt þess kost að móta embætti umboðsmanns neytenda miðað við reynslu frændþjóða okkar þannig að hér geti umboðsmaður neytenda gegnt víðtækara og áhrifameira hlutverki við hagsmunagæslu fyrir neyt- endur en í nágrannalöndum okkar. Þá telja Neytendasamtökin ófullnægj- andi að Samkeppnisstofnun fari með framkvæmd laga um óréttmæta við- skiptahætti og neytendavernd. Samtökin telja að samkeppnismál og neytenda- vernd eigi ekki alltaf samleið og að neyt- endavernd hafi liðið fyrir of nána sam- búð við samkeppnismálin. Því sé nauð- synlegt að skilja þessa þætti að. Upplýsingamiðstöð neytenda Þingið skoraði á stjómvöld að hrinda í framkvæmd þeirri tillögu að opnuð verði upplýsingamiðstöð neytenda. Hún var NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.