Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 23
og texta af ýmsu tagi og rugla kannski saman dálkum. I gæðakönnuninni voru það að- eins Epson Perfection 610 og HP Scanjet 5300C sem skil- uðu slíkri síðu nær gallalaust. Þess ber sérstaklega að gæta að sum OCR-forritin sem fylgja skönnum eru tak- mörkuð sýnishom til reynslu og aðeins hægt að nota kannski í 25 skipti. Notendur sem vilja nýta alla möguleika þeina eða nota í fleiri skipti þurfa að kaupa þau sérstak- lega. Um gæðakönnunina Gefnar voru einkunnir á kvarðanum 1-5 þarsem 1 er lakast og 5 best. Skannamir voru prófaðir annars vegar með Windows 98 stýrikerfi í PC-tölvu með Pentium-örgjörva, 128 Mb vinnsluminni og EIZO Flexscan T575 skjá, en hins vegar á MacOS 8,6 stýrikerfi í iMac DV með 64 Mb vinnsluminni. Notaðar voru m.a. litljós- myndir í stærðinni 9x13 á bæði matt- og gljápappír og einnig spjöld með svarthvít- um munstrum og litum. Skönnunarhraðinn var met- inn við stillingu á hæstu mögulegu upplausn. í forskönnun fékk hraði styttri en 20 sek. einkunnina 4 og lengri en 30 sek. einkunnina 2.1 skönnun voru gefnir 3 fyrir hraða undir 48 sek. og 1 væri hann meiri en 96 sek. Við textalestur var metið hve vel OCR-forritunum tókst að lesa einfalt viðskiptabréf og tímaritssíðu með texta og myndum. Metin var m.a. orkunotkun í biðstöðu (með slökkt á lampa og rofa, en með tækið í sambandi) og hávaði við skönnun. Epson Perfection 1200 skar sig úr fyrir gæði, bæði hljóðlítill og notaði núll vött í biðstöðu. Þetta er raunar eini skanninn sem slekkur al- gerlega á sér án þess að vera tekinn úr sambandi. Helstu niðurstöður Skannarnir í gæðakönnuninni eru flestir einfaldir og traustir að gerð og skila allir a.m.k. viðunandi gæðum og sumir mjög miklum. Flestir eru þeir full-hægvirkir. I forritum með ódýrari skönnunum eru yfir- leitt of fáar handvirkar still- ingar fyrir liti, birtuandstæður og ljósmagn. Fyrir kröfuharða notendur eru forritin sem fylgja skönnunum varla nægi- leg og betri forrit þarf að kaupa sérstaklega. Góð kaup Tveirefri skannarnir fengu háar einkunnir í gæðakönnun- inni en kosta þó bara um 10 þús. kr.: Canon Fb-630 U 9900 og Microtec Scanmaker 3600/USB (312MTK-T3600). Einnig má benda á að Mustek ScanExpress 1200 CU fékk margar háar einkunnir. Þessi gerð fæst ekki hér en þrjár aðrar Mustek 1200-gerðir fást á verðbilinu um 9-14 þús. kr. Canon CanoScan Fb-630 Ufœst Ujá Elko á um tíu þúsund krónur mMincrotec Scan- maker 3600fœst lijá Tceknivali á um tíu þúsund krónur. Mustek ScanE.xpress 1200 CU. Hérfást svipuð tœki á níu tilfjórtán þúsund krónitr hjá Boðeind. NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU Eyrasparisjóöur, Patreksfirði og Táiknafiröi Sparisjóöur Bolungavíkur Sparisjóöur Hafnarfjaröar Sparisjóöur Hóiahrepps, Sauöárkróki Sparisjóöur Hornafjaröar og nágrennis, Höfn Sparisjóöur Húnaþings og Stranda, Hvammstanga Sparisjóöur Höföhverfinga, Grenivík Sparisjóöur Kópavogs Sparisjóöur Mýrasýslu, Borgarnesi Sparisjóöur Noröfjaröar, Austurbyggö Sparisjóöur Norólendinga, Akureyri Sparisjóöur Ólafsfjaröar Sparisjóöur Ólafsvíkur Sparisjóöur Reykjavíkur og nágrennis, Kópavogi og Reykjavik Sparisjóöur Siglufjaröar Sparisjóöur Strandamanna, Hólmavík og Noröurfiröi Sparisjóöur Súöavíkur, ísafiröi og Súöavík Sparisjóöur Suöur- Þingeyinga, Húsavík, Fosshóli, Laugum og Reykjahlíð Sparisjóöur Suöureyrar Sparisjóöur Svarfdæla, Dalvík Sparisjóóur Þingeyrarhrepps, Þingeyri Sparisjóöur Þórshafnar og nágrennis Sparisjóöur vélstjóra, Reykjavík Sparisjóöur Önundarfjaröar Sparisjóöurinn, Árskógsströnd, Akureyri Sparisjóöurinn Hrísey Sparisjóöurinn í Keflavík, Garói, Grindavík og Reykjanesbæ Sparisjóöurinn, Suöurlandi Selfossi NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.