Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 7
Umhverfisvænt og ekki umhverfisvænt þvottaefni \ Miljomærket / Svanemærket Ariol som sælges i Danmark indeholder det miljoskadelige kemi- kalie Linoær Alkylbonzon Sulfonat (LAS), som stár pá Miljosty- relsons liste over uonskede kemiske stoffer, bl.a. fordi det skader vandmiljoet. Miljomærket Ariel, som sælges i Sverige, indeholder ikko dette miljoskadelige kemlkalie. Ariol-producenten Procter & Gamblo har, pá trods af opfordrin- ger fra báde miljoorganisationer og detailhandlen, hidtil ikke villet udvide den LAS-fri vaskemiddel-produktion, sá ogsá do danske forbrugere kan vaske med ren samvittighed. Við höfum að undanförnu sagt frá því hér í blaðinu að risi á hreinlætisvörumarkaðn- um, Procter & Gamble, vill hvorki selja Islendingum né Dönum umhverfisvænt þvottaefni fyrir venjulegar þvottavélar og uppþvottavél- ár. Fyrirtækið selur hins vegar umhverfisvænt þvottaefni í Svíþjóð, bæði Ariel og Yes. Raunar hafa umhverfisvænu Yes-töflurnar fyrir uppþvotta- vélar verið fluttar inn hér, en límt var yfir norræna um- hverfismerkið, Svaninn, eins og sagt var frá í síðasta Neyt- endablaði. Til að mega merkja með Svaninum þarf þvotta- efnið að vera án LAS (Linære Alkydbenzen Sulfonat), en það efni er skaðlegt umhverf- inu. Það er nefnilega bannað að nota þetta efni í Svíþjóð. Nýlega var fjallað um þetta mál í danska neytendablaðinu Tœnk+Test. Þar kom fram það sem ræður mestu um þessa afstöðu hjá Procter & Gamble: „Við höfum ekki séð gögn sem sýna að LAS sé vandamál. Ef það er vandamál tökum við efnið að sjálfsögðu úr vörum okkar,“ segir Ina Andersen, tæknilegur forstjóri hjá Procter & Gamble. Hún bætir við að fyrirtækið haldi í þetta efni vegna þess að það sé besta efnið til að þvo. Það passar hins vegar ekki sam- kvæmt niðurstöðum danskrar gæðakönnunar á venjulegum þvottaefnum. Þar fengu tvö þvottaefni hæstu mögulega einkunn fyrir þvott, Tusind- fryd og Bluecare, sem bæði eru með Svaninn. Búr flytur inn Bluecare fyrir kaupfélög og Kaupás (þar á meðal Nóa- tún, 11-11, KÁ, Samkaup, KEA og nú síðast Krónan). Hvorugt þessara þvottaefna er / Danmörku starfa, auk dönsku neyt- endasamtakanna, samtök sem heita Danmarks Aktive Forbrugere. I þeim samtökum eru ekki alltaf notaðar hefð- bundnar aðferðir. Danskir neytendur og einnig íslenskir neytendur geta pantað þetta póst- kort og sent það til Procter & Gamble. Vejfangið er „akti- veforbrugere.dk “. Einnig er hœgt að fá þessi kort hjá Neytendasamtökun- um: www.ns.is, sími 545 1200. með þetta umdeilda efni og þvo samt best. Pósturinn gerir breytingar Það er alltaf kvíðvænlegt þeg- ar stofnanir eins og Islands- póstur hf. og Landsíminn hf., sem einu sinni hétu einfald- lega Póstur og sími og ekkert hf., gera breytingar. Okkur finnst þessar stofnanir vera svo grónar og aðferðir þeirra til að þjóna okkur svo fastar í skorðum að ekkert þurfi að breyta til í heilan mannsaldur. Auðvitað verður manni ekki að ósk sinni þegar þessar stofnanir eru næstum leystar upp í einingar vegna sam- keppnislaga og gera verður uppskurð á allri starfsemi þeirra. Islandspóstur hf. hefur aug- lýst í blöðunum, að hann bjóði „betri og skilvirkari þjónustu á tollafgreiðslu til ís- lands“. Og hvað gerist: Ekki er hægt að skila tollskýrslum í pósthús eins og áður var held- ur verður að skila öllum toll- skýrslum til tollstjórans í Reykjavík - og 1. janúar 2001 verður öll tollafgreiðsla að fara fram með SMT, hvað sem það nú þýðir. Við lestur bréfs sem sent var viðskiptamönnum íslands- pósts vaknaði sú tilfinning að enginn flytti neitt inn nema hann ætti heima í nágrenni við tollstjórann í Reykjavík. Við í Neytendasamtökun- um erum ekkert í innflutningi en fórum að kynna okkur hvernig venjulegt fólk sem kaupir sendingar að utan til jólagjafa eða tækifærisgjafa fer þá að. Þetta var orðið svo einfalt. Maður fékk tilkynn- inguna frá Póstinum um að pakkinn væri kominn og kannski var komið bréf frá fyrirtækinu með reikningi. Síðan var farið í næstu póstaf- greiðslu og elskulegur starfs- maður afgreiddi þetta á 10-12 mínútum gegn uppsettri fjár- hæð sem skiptist milli selj- anda erlendis og innlendra að- ila (tollur, virðisaukaskattur og afgreiðslugjald). Við héldum að einfalt væri að fá upplýsingar á næsta pósthúsi, en þar var yfirleitt vísað til yfirmanna hæst uppi, því samkvæmt fyrirmælum þeirra ættu almennir af- greiðslumenn ekki að miðla upplýsingum, heldur „upplýs- inga- og markaðsfólkið“. Gamalgróna og greinda af- greiðslufólkið sagði okkur að ekkert yrði gert flóknara fyrir fólk sem er að kaupa eitthvað til einkaneyslu en ekki til sölu. Áfram verða slíkir pakk- ar afgreiddir frá pósthúsi og greiddir verða gíróseðlar, en fjárhæðin takmarkast við há- mark 25.000 krónur á pakka eins og er. Pakkinn verður keyrður heim til fólks og sendillinn útbúinn með Vísa- eða Euró-kortalesara svo hægt er að ganga frá sendingunni heima á stofugólfi. Við höfum hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvern- ig mál einyrkja með margar mismunandi vörutegundir í pakka verða leyst. Ekki síst ef þeir eru ennþá svo óheppnir að eiga heima úti á landi. Við sjáum ekki annað en að veru- legar tafir verði einnig á toll- afgreiðslu til fyrirtækja út á landi ef allt þarf að stoppa í tollinum í Reykjavík. En það kunna náttúrulega allir á SMT - eða þannig? Nóatún bætti fyrir matarbakkann Við sögðum frá því í síðasta blaði að kona kom með mat- arbakka á skrifstofu Neyt- endasamtakanna. Matar- bakkinn var ekki kræsilegur, af 301 grammi af kjöti, fitu, beinum og sinum var aðeins 131 gramm af kjöti. Nóatún hafði samband við konuna og bætti henni þetta ríflega, eins og konan orðaði það. Um leið báðust Nóatúns- menn afsökunar á þessari slöku vöru. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.