Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 33

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 33
aukar með stækkuninni 8. Það þýðir að hlutur í 800 metra fjarlægð sýnist aðeins vera í hundrað metra fjarlægð. Þetta þýðir að stækkunin 3-6 er nægileg í leikhúskíki eða til að fylgjast með öllu sem ekki er í mikilli fjarlægð. Úti í náttúrunni er skynsamlegt að nota 7-9 sinnum stækkun. Þegar komið er yfir það, til dæmis í 10-12 sinnum stækk- un er betra að hafa þrífót vegna þess að öll hreyfing virkar truflandi. Seinni talan er þvermálið framan á sjónaukanum, sem ákveður ljósmagnið inn í sjónaukann. Því hærri tala, því meira ljósmagn. Þannig verður til talan 8 x 20. Mismunandi linsur Ekki er þó allt fengið með stærð sjónglersins. Gerð og gæði linsanna hafa veruleg áhrif á það hve mikið ljós fer í gegnum glerin. í mörgum sjónaukum hafa linsurnar gengið í gegnum svokallaða húðun sem á að gefa enn meiri birtu. Sum glerin hafa verið marghúðuð til þess að ná sem besturn árangri. I leið- beiningarbæklingum er fullyrt að glerin hafi ýmist verið húðuð, fullhúðuð eða marg- húðuð. Sumir framleiðendur nota rauða meðhöndlun á fremri glerin og á það að auka áhrifin við mjög takmarkaða birtu og að nóttu til. Við könnunina kom í ljós að þessi meðhöndlun hafði engin áhrif á meiri eða minni birtu. Gæðakönnun Þessa gæðakönnun á sjónauk- um gerðu belgísku neytenda- samtökin fyrir evrópsku gæðakönnunarsamvinnuna (ICRT) og voru aðallega teknir sjónaukar með 8 sinn- um stærð af báðum tegundun- um. Kannað var hvort stækk- unin 8 sinnum stæðist hjá þeim ölluiri. Það var ekki í Minolta Activa 8x25 WP, sem var greinilega með lakari stækkun. Aftur á móti hafði Leica Trinovid 8x20 BC betri stækkun en uppgefið var. Rlgning, ryk og fall En það var fleira kannað á þessum sjónaukum. Til dæm- is var skoðað hversu vel þeir stóðu af sér rigningu, ryk, hita og fall, því ekki er það gott ef aðeins má nota þessi tæki í sól og sumarveðri. Pentax 8x UCF G stóðst þessar tilraunir vel og Pentax hefur vinning- inn yfir aðra sjónauka í báð- um gerðunum. Margir góðir sjónaukar í könnuninni féllu hinsvegar alveg þegar kom að því hvort þeir héldu vatni og ryki. Þeir fylltust af vatni og einnig af ryki þegar sú tilraun var gerð og komust ekki lengra í tilrauninni. Þetta gerðist með Olympus, Nikon og Samsung. Allar tegundim- ar þoldu hinsvegar vel hita og kuldatilraunirnar. Loftþéttir sjónaukar þar sem fyllt er með nítratgasi eru þeir einu sem eiga komast hjá eyði- leggingu af vatni eða ryki. Einstaka geta lagast ef þeir eru látnir liggja í stofuhita. Verð í nokkrum löndum Við bárum saman verð á sjón- aukum í fimm löndum, Is- landi, Noregi, Danmörku, Belgíu og Portúgal. Fram kemur í þessum samanburði að almennt er verð lægra í Belgíu og Portúgal en á Norð- urlöndum. Mismunandi virð- isaukaskattur skýrir þennan verðmun allavega að hluta. Hæsta verðið er hins vegar í Noregi, en verð hér á landi er svipað og í Danmörku. Verð i mynt viðkomandi tands, á ekki að vera með: Verð með Verð í fríhöfn Verð í Verð Lægsta verð i Hæsta verð i Lægsta verð í Hæsta verð í „Roof Þaktaqa Drismar vsk. Leifs Eiríkss. Danmörku Portúqal m Leica/Trinovid 8x20 BC Pentax 8x DCFMC Minolta Activa 8x25 WP Baushnell/Powerview 8x21 Zeiss Classic 8x20 B OlvmDus 8x22 RCII Nikon/Soortstar II Porro - Prístrendir prismar Pentax 8x UCF G Tasco 191 RB 7x25 Miðað er við gengisskráningu Seðlabanka ístands 24. október. Dönsk króna: 9,741. Norsk króna: 9,128. Belgiskur franki 1,7976. Portúgalskur skúti: 0,3617. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 33

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.