Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 13
Bent er á að fákeppni hefur aukist á flestum sviðum viðskipta en Neytenda- samtökin telja óviðunandi að ákveðnir aðilar geti nánast skammtað sér verð að geðþótta vegna skorts á samkeppni. Samtökin telja að eftirlitsaðilar og stjórnvöld hafi vanrækt að grípa til að- gerða gegn fákeppni og hvetja stjórnvöld til að ganga mun ákveðnar fram þar sem fákeppni og einokun raska hagsmunum neytenda. Samtökin telja að verðkannanir hafi ítrekað sannað gildi sitt og telja sig geta haft áhrif á vöruverð í landinu með vönduðum könnunum. Þau hyggjast því halda áfram að gera verðkannanir og bera vöruverð hérlendis í vaxandi mæli saman við verð á sambærilegum vörum erlendis. Markmiðið er að íslenskir neyt- endur geti í framtíðinni búið við sam- bærileg kjör og neytendur í nágranna- löndunum. Samtökin benda á að verðlag á lífs- nauðsynjum er einn mikilvægasti liður- inn í almennri velmegun og gera þá kröfu að verðlag hér verði sambærilegt við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að gera eftirfarandi: Að afnema lög og reglur sem knýja neytendur til óhagkvæmra innkaupa. Að afnema á öllum sviðum lögbundna einokun framleiðenda. Að beita sér fyrir virkri samkeppni á öllum sviðum. Að afnema sérstök innflutnings- og vörugjöld af innfluttum vörum. Ágeng markaðssetning Vikið er að nauðsyn þess að auka aðhald að læknum og lyfjafyrirtækjum vegna tilhneigingar til þess að láta fólk nota lyf án þess að fyrir liggi skilgreind þörf. Þá er minnl á að rangar og villandi auglýs- ingar séu alltaf algengar og að í vaxandi mæli verði vart auglýsinga sem beint er að börnum. Samtökin telja nauðsynlegt að markaðssetningu gagnvart börnunt verði settar ákveðnar skorður. Ennfrem- ur lýsa samtökin því yfir að þau hyggist vinna að því að koma á framfæri við neytendur upplýsingum til neytenda um svonefnda ávirka sölustarfsemi. Þá er íjallað um eftirlit og lausn ágreiningsmála og minnt á að rnikið hef- ur áunnist með starfi úrskurðarnefnda um ágreiningsmál neytenda og seljenda. Neytendasamtökin nefna mörg dæmi um úrskurðarnefndir sem koma þarf á fót, meðal annars úrskurðarnefndir um ágreiningsmál neytenda og opinberra þjónustufyrirtækja. Loks er í stefnu samtakanna fjallað ’ NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 Sverrir Arngrímsson ogJóhaimes Gunnarsson fara yfir þingskjöl. Kosið var á milli þeirra í kjöri formanns og var Jóhannes endurkosin. um viðskipti á netinu, rafræna greiðslu- miðla og alþjóðlegt viðskiptaumhverfí, netvæðingu, næstu samningalotu Al- þjóða-viðskiptastofnunarinnar og erlent samstarf neytenda. Þeim sem vilja kynna sér stefnu samtakanna nánar er bent á vefsetur samtakanna: „www.ns.is“ Hlutlæg ráðgjöf í fjármálum Sérstaklega er fjallað um það í stefnu Neytendasamtakanna sem samþykkt var á þinginu að neytendur þurfi að eiga kost á hlutlægri ráðgjöf í fjármálum. Bent er á að nú eru það aðallega seljendur sem leiðbeina neytendum. Samtökin álíta hins vegar brýnt að neytendum standi til boða hlutlæg ráðgjöf á lágmarksverði og telja að stjórnvöldum beri að tryggja það með þjónustusamningi við Neytenda- samtökin. Samtökin telja verulega hafa skort á að ráðgjöf fjármálafyrirtækjanna til al- mennings hafi verið með eðlilegunt hætti til þessa enda virðist hagsmunir fjár- málafyrirtækjanna sjálfra venjulega hafa verið í fyrirrúmi. Þá gagnrýna samtökin Fjármálaeftir- litið fyrir skort á aðhaldi og eðlilegum viðbrögðum við vörusvikum í fjármála- starfsemi, innherjaviðskiptum og óeðli- legri markaðssetningu fjármálafyrirtækja á hlutabréfum einstakra fyrirtækja. Nýr fram- kvæmdastjóri NS Þuríður Hjartardóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neytendasamtak- anna en hún gegndi áður starfi skrif- stofustjóra. Þuríður annast fjármála- stjóm samtakanna, ber ábyrgð á rekstri skrifstofu og starfsmannahaldi. Jóhann- es Gunnarsson starfar sem kunnugt er einnig á skrifstofu samtakanna sem for- maður. Auk þeirra starfa sjö rnanns á skrif- stofu samtakanna í Reykjavík og tveir á landsbyggðinni. Þrír starfsmannanna í Reykjavík starfa við kvörtunar- og leið- beiningarþjónustu samtakanna. Hún fjallaði um 423 mál í fyrra og veitti fjölda félagsmanna auk þess ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar. Starfsemi Neytendasamtakanna er að mestu leyti tjármögnuð með árgjöldum félagsmanna. Þeim hefur tjölgað um 3500 á þessu ári og eru nú urn 17 þús- und talsins. Fjárhagur Neytendasamtakanna hef- ur tekið miklum stakkaskiptum á und- anfömum árurn. Samtökin hafa verið rekin með afgangi undanfarin tvö ár og hefur það gert þeirn kleift að þurrka út hallarekstur sem varð á árunum þar á undan. 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.