Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 24
Maturinn
Sykur - hættulaus
orkugjafi eða skaðvaldur?
Nokkuð er í það að öll skólabörn fái mat í sínum skóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er útlit fyrir að nokkur dráttur
verði á því og fyrst um sinn verða fjölmargir foreldrar að útbúa nesti fyrir börnin til að fara með í skólann. Það
er ekki sama fyrir barnið hvernig nestið er samansett. Hér á eftir er að finna úttekt á svaladrykkjum og
mjólkurvörum sem eru á boðstólum hér á landi. Lesendur ættu að vera hæfari til að útbúa „rétta“ nestið fyrir
börnin sín eftir lesturinn.
Þriðjudaginn 17. október hélt Náttúru-
lækningafélag Islands málþing um sykur.
Efni málþingsins var: Sykur - hættulaus
orkugjafi eða skaðvaldur?
Frummælendur voru Anna Sigríður
Ólafsdóttir næringarfræðingur hjá
Manneldisráði, Þorbjörg Hafsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Jón Bragi Bjarnason
prófessor í lífefnafræði og Guðjón
Sigmundsson („Gaui litli“).
Sykurneysla á Islandi hefur aukist
mjög á síðustu misserum og er
sykurneysla á mann komin í eitt kíló á
viku. Fólk er ekki endilega að borða
sælgæti eða drekka gos alla daga en í
flestum tilvikum átta menn sig ekki á því
að í mörgum matvælum er viðbættur
sykur. I llestöllum mjólkurvörum sem
flokkast undir jógúrt og skyr er viðbættur
sykur og fer þá heildarsykurmagn
vörunnar upp í 10-14%. Eina
morgunkomið sem ekki inniheldur
viðbættan sykur eru óblandaðar
hafraflögur og eru þær sennilega ekki
algengar á morgunverðarborðum
landsmanna. í Cheerios er minnsti
viðbætti sykurinn eða um 3% og í
kornfleiksi 5%. Það morgunkom sem
margir telja til hollustumorgunkorns er
með mun meira sykurinnihald. All Bran
er með 18% sykur og múslí 22%. Síðan
koma morgunkornstegundir sem mætti
flokka undir sælgæti, eins og Cocoa
Puffs með 47% sykurinnihald og Frosted
Cheerios með 40% sykurinnihald. Allar
þessar tölur em úr upplýsingaspjaldinu
Vissir þú þetta um sykur? sem Nátt-
úrulækningafélag íslands hefur gefið út.
Tegund Innihald orka prótein
Keila með appelsínum Léttmjólk sýrð með a, b og t mjóikursýrugerlum, appetsínusafi (4%), sterkja, bragðefni, sætuefni, litarefni, D-vitamín, fenýtatnin. 187 kj / 44 kkat 3,2 g
Keila með jarðarberjum Léttmjóik sýró með a, b og t mjólkursýrugerlum, sykur, jarðarberjasafi (4%), sterkja, bragðefni, D-vítamin. 315 kj / 75 kkat 3,0 g
Orkumjótk m. Súkkulaði Léttmjólk, sykur, súkkutaði (3%), gerilsneydd egg, þrúgusykur, vatnsleysantegar trefjar, bragðefni, mjólkursött, bindiefni, D-vítamín 340 kj / 81 kkat 3,6 g
Orkumjótk m. Jarðarberjum Léttmjólk, jarðarberjasafi (8%), sykur, gerilsneydd egg, þrúgusykur, v atnsteysantegar trefjar, rauðrófusafi, bragóefni, mjólkursölt, bindiefni, D-vítamín 310 kj / 73 kkat 3,3 g
Kókómjótk Nýmjótk, sykur, kakóbragðefni, bindiefni 281 kj / 67 kkat 3,2 g
Tommi & Jenni appelsínudrykkur Vatn, sykur, hreinn appetsinusafi (12%), sýrur, D-vítamín, bragðefni 181 kj / 43 kkat o,i g
Tommi & Jenni ávaxtasvatadrykkur Vatn, sykur, ávaxtasafi úr eptum, jarðarbeijum, og yiiiberjum (10%), sýrur, C-vitamin, bragðefni 200 kj / 48 kkat 0,0 g
Appelsínu Svati Vatn, appetsinusafi (35%), sykur, sýra, bragðefni, C-vítamín 187 kj / 44 kkal 0,0 g
Skóla Svati Vatn, ávaxtasykur, þrúgusykur, appelsínusafi, sýra, þráavarnarefni, bragðefni 187 kj / 44 kkat 0,0 g
Garpur Mysa, hreint appetsínu- og ananasþykkni, jógúrt, ávaxtasykur, aprikósusafi, bindiefni, C-vitamín, bragðefni 198 kj / 47 kkat 0,9 g
Ftóridana appeisínu , 100% hreinn appetsínusafi úr 0,6 kg af nýjum appelsínum frá Fiorida Ekki uppgefið Ekki uppgefið
Flórídana eptasafi 100% hreinn eptasafi úr 0,4 kg af nýjum eptum Ekki uppgefið Ekki uppgefið
Trópí appetsinu Fireinn safi úr u.þ.b. 0,6 kg af Ftórída appetsínum 210 kj / 50 kkat 0,8 g
Trópi epta Hreinn safi úr u.þ.b. 0,4 kg af eptum 200 kj / 50 kkal 0,0 g
NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000