Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 39

Neytendablaðið - 01.11.2000, Qupperneq 39
Þiónustan er víða góð Bréf frá ánægðum neytanda: „Við hjónin höfum í nokkur ár verið félagar í samtökunum og líkað ágætlega við það sem þau hafa tekið fyrir og birt í Neytendablaðinu. Oftar en ekki er verið að leiðbeina okkur neytendum um val, verð og gæði á hinum ólík- ustu hlutum og er það vel. Einstaka sinnum er sagt frá ýmsum aðilum, stuttlega þó, sem ýmist þakka fyrir góða þjónustu eða á hinn veginn kvarta undan lélegri þjónustu. Síðastliðin tvö ár höfum við hjónin gert ýmis innkaup á dýrum hlutum í stað annarra sem gengið hafa úr sér eins og gengur. Ekki hefur heppn- in alltaf verið með okkur hvað vörur snertir, en hins vegar fengið þá þjónustu sem alvöru fyrirtækjum er akkur í að veita þegar eitthvað bjátar á. Sennilega vita forráðamenn fyrirtækjanna að góð þjónusta skilar betri árangri en óánægður viðskiptavinur. í eitt skiptið var keypt tölva hjá Raftækjaverslun íslands. Hún hafði ýmsa galla og fór í þrjú skipti í viðgerð á meðan ábyrgðin stóð yfir. Aldrei kom til álita hjá þeim að beiðast undan því að við fengjum það sem greitt var fyrir. Tölvan hefur síðan verið eins og hún á að vera, enda skipt út göll- uðum og dýrum hlutum. Þess ber að geta að þegar þetta kom uppá voru þeir búnir að missa umboðið. Við kunnum þeim bestu þakkir. Annað dæmi er viðskipti við G.P.-húsgögn í Hafnar- firði. Við festum kaup á hús- gögnum sem reyndust ekki vera til að hluta, en þeir lán- uðu okkur önnur í staðinn þar til hin kæmu, sem samkvæmt áliti þeirra var skammur tími. Jæja, átta mánuðir liðu þar til varan kom, en þá var hún skemmd og ekki að öllu leyti eins og hún átti að vera. Starfsmenn G.P. voru allir af vilja gerðir til að leysa málið og tóku húsgagnið og annað til sem hafði farið úr lagi á rneðan og löguðu þau að því marki sem mögulegt var, því hluti af vandanum varð til er- lendis og varð ekki leiðréttur. Við hjónin gerum okkur grein fyrir að sumt er óframkvæm- anlegt, eða illmögulegt. Starfsmennirnir gerðu sitt besta og eiga þeir skilið þakk- ir fyrir almennilegheitin. Þriðja dæmið er bílakaup. Við versluðum við Brimborg og fengum okkur nýja bifreið og höfðum ekið henni rúma þúsund kflómetra þegar við fengum boð um að fara austur á land í fermingu, sem er ekki í frásögur færandi, nema að á leiðinni norður kom fram bil- un sem þjónustuaðili Brim- borgar á Akureyri athugaði og taldi að hann hefði komist fyrir vandann. Það reyndist ekki vera svo. Þegar til Reykjavíkur kom var farið til Brimborgar og höfðu þeir bif- reiðina til skoðunar í tvo daga en fundu ekkert að og nokkr- um sinnum komum við til þeirra og leystu þeir vandann í hvert sinn, þar til þeir buðust til að láta okkur hafa aðra bif- reið, sem og gekk eftir, en ferlið tók þrjá mánuði. Vert er að taka fram að í öllum þessurn tilfellum var sýnd full kurteisi á báða bóga og einskis krafist, heldur á hinn veginn: Söluaðilar buð- ust til að gera það sem í þeirra valdi stóð til að laga hlutina eins og þeir ættu að vera, óað- finnanlegir. Við viljum að lokum þakka þessum fyrir- tækjum viðskiptin og óskum starfsmönnum alls hins besta. Það er gott til þess að vita að maður er í góðum höndum sem neytandi þegar maður á viðskipti við þessi fyrirtæki. Þessi fyrirtæki eru að okkar mati ekki einnota aðili sem ekki er brúklegur eftir fyrstu kynni.“ Kvörtunar- og leiðbeiningaþjónusta Neytendasamtakanna Þeir neytendur sem telja að á rétt sinn sé gengió geta fengið Leiðbeiningar og aóstoó hjá Kvörtunar- og Leiðbeininga- þjónustu Neytendasamtakanna. Neyt- andi þarf þó ávaLlt fyrst að Leita til selj- anda eftir úrlausn máLs áóur en kvört- unarþjónustan tekur viókomandi mál til meðferóar. Þessi þjónusta er innifalin í árgjaLdi félagsmanna, en þeir sem ekki eru féLagsmenn þurfa að greiða 2.800 krónur í málsskotsgjald. Þeir sem þurfa upplýsingar eða aðstoó geta snúió sér tiL skrifstofa Neytendasamtakanna i Reykjavík, á ísafirói og á Akureyri. Til að tryggja enn betur rétt neytenda hafa Neytendasamtökin haft frumkvæói aó sex úrskuróar- og kvörtunarnefndum i samvinnu vió atvinnulifið og stjórn- vöLd. Neytendur þurfa aó greiða máls- skotsgjaLd tiL nefndanna, en þeir fá þaó endurgreitt vinni þeir máL aó fuLLu eóa aó hluta. Þessar úrskurðar- og kvörtun- arnefndir eru: Eftirtaldar nefndir eru vistaðar hjá Neytendasamtökunum: Kvörtunarnefnd NS og Samtaka verslunar og þjónustu Kvörtunarnefnd NS og Félags efnalaugaeigenda Kvörtunarnefnd NS og Félags ferðaskrifstofa Úrskurðarnefnd NS, Húseigenda- félagsins og Samtaka iónaóarins Eftirtaldar nefndir eru vistaðar hjá Fjármálaeftirlitinu: Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum Úrskurðarnefnd vegna viðskipta vió fjármáLafyrirtæki Neytendur, kynnió ykkur rétt ykkar og látið ekki seLjendur troóa á honum. Leitió upplýsinga hjá Neytendasamtök- unum ef þió teLjió nauðsynLegt, siminn er 545 1200, bréfpóstur er 545 1212 og netfangió ns@ns.is. Skrífstofur Neytendasamtakanna Reykjavík Síðumúla 13 Símatími kvörtunar- og leióbeininga- þjónustu 10-15 Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Netfang: ns@ns.is ísafjörður Pólgötu 2 Skrifstofu- og símatimi 8-12 Simi: 456 5075 Fax: 456 5074 Netfang: neytvest@heimsnet.is Akureyri Skipagötu 14 Skrifstofu- og simatimi 13-15 Simi: 462 4118 Fax: 462 1814 Netfang: neyt.ur@itn.is NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 39

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.