Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 9
I stuttu máli Metsekt vegna sóða- skapar með matarbakka íflugi Að sögn danska blaðsins Politiken hefur þýska leigutlugfélagið LSG, sem meðal annars selur matar- bakka til SAS, fengið hálfa milljón króna (íslenskra) í sekt. Astæðan er beinn sóðaskapur í elhúsi LSG á Kastrupflugvelli. Þetta er hæsta sekt hjá heilbrigðis- eftirlitinu í Kaupmanna- höfn hingað til, en á móti sleppur LSG við kæru til lögregluna. Danmörk: Aukið eftirlit með net- verslunum I nýútkominni skýrslu um- boðsmanns neytenda í Dan- mörku segir að fylgst verði betur með netverslunum í Danmörku í framtíðinni, enda fjöldi þeirra að aukast mjög. Niðurstaða Umboðs- mannsins, Hagens Jörgen- sens, er að netverslanir villa oft um fyrir neytend- um og snuða þá eftir bestu getu. Ef neytendavernd batnar ekki í netviðskiptum hótar Hagen málsóknum. Meðal þeirra sem hann tel- ur að hafi gengið alltof langt er Carisberg, en sá risi fékk frest til 1. nóvem- ber til að fjarlægja nokkurn fjölda ólögmætra samn- ingsskilmála sem neytend- uin í netviðskiptum við ris- ann eru boðnir. Starfshópar Neytendasamtakanna Á vegum Neytendasamtakanna starfa sjö starfshópar. Þeir eru allir opnir félagsmönn- um og þarf aðeins að tilkynna þátttöku á skrifstofu samtakanna, síminn er 545 1200 og netfang ns@ns.is. Efni starfshópanna er: Neytendur og matvæli Neytendur og umhverfi Neytendafræðsla Opinber þjónusta Fjárhagsleg mál sem varða neytendur Lagaleg staða neytenda Utgáfu- og kynningarmál Neytendasamtakanna, markaðs- setning og félagafjöldi Treysti ekki þvottamerkingum í blindni Hér er ekki fremur en í flest- um nágrannalöndum okkar skylda að merkja fatnað með meðferðarmerkingum. Megnið af fatnaði er þó engu að síður með slíkar merking- ar. Þess má geta að í Banda- ríkjunum, Austurríki og Nor- egi er skylda að vera með meðferðarmerkingar. I síðasta tölublaði danska neytendablaðsins Tœnk+Test er fjallað um þvottamerking- ar og þó sérstaklega hvernig sumir framleiðendur mæla með þvottaaðferðum sem ekki duga til að halda við- komandi fatnaði hreinum, en fatnaðinn má þó þvo við hærra hitastig með betri árangri. Blaðið tekur tvö dæmi. Uppáhaldsskyrtan er úr viskósi og hana á að handþvo með 30 gráða heitu vatni. Það er önugt, því hver hefur tíma aflögu til að standa í handþvotti? Ljós bómullar- jakki sem keyptur var á litla barnið er merktur með 30 gráðu hita. En því miður vita þeir sem sjá um þvottinn að það hitastig dugar ekki til að þvo slíka jakka. Þessi dæmi eru langt frá því að vera einstök. Mikið af fatnaði er merktur með 30 gráða þvottahita, þótt hann þoli þvott við hærra hitastig og þurfi meiri hita í þvotti til að líta almennilega út. Tökum aftur dæmið af bómullarjakkanum. Það er útilokað að halda jakkanum fallegum með því að þvo hann á 30 gráðum. Það þarf að þvo slíkan fatnað á 60 gráðum og hann þolir það ef hann er úr hreinni bómull. Skyrtan úr viskóefninu þolir einnig að vera þvegin á 60 gráðum, en það verður reyndar að gera með „mildu“ þvottakerfi. Oftast er þó ónauðsynlegt að þvo slíkar skyrtur við hærra hitastig en 40 gráður. Danmörk: Allar upplýsingar vegna rannsókna á matvælum verði birtar opinberlega Danskir neytendur eiga í framtíðinni að geta fylgst með hreinlæti á öllum þeim 45 þúsund stöðum þar sem unnið er við matvæli. Þetta er skoðun danska matvælaráð- herrans Ritt Bjerregaard, en hún kynnti nýlega tillögur þar sem gert er ráð fyrir að niðurstöður opinberra rann- sókna á matvælum verði öll- um opnar. Ráðherrann vill auk þess að gefa einkunn fyr- ir niðurstöður hjá matvæla- fyrirtækjunum þannig að neytendur geti séð hvaða ein- kunnir framleiðendur mat- væla, matvöruverslanir og veitingahús fá fyrir hreinlæti. Neytendablaðið hvetur Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, en matvælaeftirlit heyrir undir það ráðuneyti, að feta í fótspor danska mat- vælaráðherrans. NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.