Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 35

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 35
þess að sinna almennri sýnilegri lög- gæslu og umferðareftirliti því hluti þeirra er við stjómunarstörf og afgreiðslu á lög- reglustöðvunum. A höfuðborgarsvæðinu búa rúmlega 171.000 manns og á þessu svæði voru skráð 115.729 ökutæki um síðustu ára- mót. Arið 1980 voru skráðir á sama svæði 121.698 íbúar með alls 48.452 bif- reiðar. Það ár voru stöðugildi í umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík rúmlega 40 og hafði deildin til umráða 15 lög- reglubifhjól og 4-5 lögreglubifreiðar. Þá voru hjá lögreglunni Hafnarfirði 6 menn á vakt, með tvo bfla og 3 bifhjól og og hjá lögreglunni í Kópavogi 5 menn með tvo bfla og eitt bifhjól. Nú eru stöðugildin í Reykjavík 24, sem skipt er í þrjár vaktir, þ.e.a.s. 6-8 lögreglumenn á vakt í einu. Deildin hef- ur til umráða 8 lögreglubifhjól og 2 lög- reglubifreiðar. Löggæsla á bifhjólum hefur lagst niður í Kópavogi og Hafnar- firði. Af þessu má sjá að fjöldi þeirra lög- reglumanna sem starfa beint við umferð- areftirlit á höfuðborgarsvæðinu er nokk- uð langt frá því sem var fyrir tuttugu ámm og nær það einnig til tækjabúnaðar. Fjölga þyrfti um 60% Ef eðlileg fjölgun lögreglumanna við umferðareftirlit hefði verið í samræmi við fjölgun ökutækja á tímabilinu frá 1980 til 2000 þá væru stöðugildi í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík u.þ.b. 60% fleiri. Þannig ætti deildin í dag að samanstanda af 64 (er nú 24) stöðugildum, 10 (2) lögreglubifreiðum og 24 (8) bifhjólum. Níu milljónir á dag Aukið umferðareftirlit kostar skattgreið- endur fjármuni og til að átta sig betur á umfangi þess og um leið sjá hvað getur sparast með fækkun tjóna hefur greinar- höfundur búið til eftirfarandi dæmi: Um er að ræða 6 lögreglubifreiðar sem staðsettar yrðu við jafnmörg gatna- mót á höfuðborgarsvæðinu á helstu álagstímum dagsins, þ.e. frá 7 til 12 og 13 til 18. Væru bifreiðamar af gerðinni Opel Omega og yrði hver þeirra mönnuð einum lögreglumanni. Samkvæmt upp- lýsingum undirritaðs kostar fyrrgreind bifreið um 3,3 milljónir með öllum út- búnaði til eftirlits. Gert er ráð fyrir að hún sé afskrifuð á 5 árum; um 18% á ári eða um 50.000 kr. á mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni má áætla að útseld vinna lögreglumanns sé um kr. 2.090 á tímann og hvern ekinn kflómetra sé um 26 kr. Ef gert er ráð fyrir að bif- reiðum sé ekið 40 km á dag þá lítur dæmið þannig út fyrir daginn: Bfll 3.000 kr. Lögreglumaður 22.900 kr. Eknirkm. 1.040 kr. Samtals 26.940 kr. Ath. að hér er hlutur hílsins aukinn um 80%. Fyrir 6 bifreiðar kostar dagurinn því kr. 161.640. Væru tveir lögreglumenn í hverjum bfl hækkar þetta í 276.140 kr. Ef slíkt eftirlit væri allt árið um kring alla daga ársins þá næmi heildarkostnað- ur samtals um 60 milljónum króna (100 milljónir með tveimur lögreglumönnum í bfl). Reyndar má minna á að nokkur hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð aftur. Að jafnaði verða um þrjátíu óhöpp á dag á göt- um höfuðborgar- svæðisins en hvert þeirra kostar um 300.000 kr. samkvæmt tjóna- tölum hjá Sjóvá- Almennum. Því kosta bein eyði- legging og slysabætur um 9 milljónir króna á dag og er þá ótalinn sjúkrakostn- aður. Sé miðað við að fyrrgreint umferð- areftirlit skili árangri þá þarf lágmarksár- angur að nema fækkun um eitt óhapp á dag eða 0,3%. Iðgjöld ígildi óhappa og slysa í þessari samantekt hefur verið reynt að opna augu neytenda fyrir ntikilvægi þess að búa við öflugt umferðareftirlit. Það hefur stundum gleymst í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um iðgjöld trygg- ingafélaganna að þau eru bein afleiðing óhappa og slysa í umferðinni. Eigi þau að lækka þarf því tjónakostnaður að minnka. Hvers vegna ástandið er svo slæmt sem raun ber vitni skal ósagt látið en þó er eins og stjórnvöld séu að vakna til lífsins um alvöru málsins. Að minnsta kosti hefur greinarhöfundur orðið nýlega mun meira var við löggæslubifreiðar, til dæmis við hættulegustu og tjónamestu gatnamót landsins, gatnamót Kringlu- mýrar og Miklubrautar. Þá hefur einnig komið fram í fjölmiðlum að einhver fjölgun og endumýjun bifhjóla eigi sér stað hjá umferðarlögreglunni í Reykjavík á komandi vori. Eftir Huga Hreiðarsson, kynningarfulltrúa Sjóvá-Almennra Hvað kosta óhöppi n? Ástæða Meðalkostn. m/vsk. Hlutfall slasaðra Aftanákeyrsla 407.313 kr. 21,9% Bakkað á 82.156 kr. 1,1% Ekið á móti rauðu 862.726 kr. 48,5% Ekið á kyrrstaeða bifreið 161.766 kr. 2,3% Akreinaskipti 235.278 kr. 10,3% Vinstri beygja 557.710 kr. 26,1% Ekið á mannvirki 237.808 kr. 14,7% Ekió á gangandi/hjólandi 1.211.695 kr. 82,5% Unnið úr gagnasafni Sjóvár-Almennra fyrir tjónatölur 1995-1999 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 35

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.