Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 15

Neytendablaðið - 01.11.2000, Page 15
markhópur sem kaupendur að ýmsum vörum og þjónustu. Þetta vita framleiðendur og því er ekki að undra að þeir sæki inn í skólana með vöru sína og þjónustu. Skólastjórar eru ekki öfundsverðir af því að þurfa að taka ákvarðanir um hverju þeir hleypa inn og hvað þeir útloka. Ef mörkuð er skýr stefna um hvernig staðið skuli að málum ætti það að auðvelda stjórnendum að taka ákvörðun. Slíkt ætti einnig að vera jákvætt fyrir at- vinnulífið, þar sem þá er hægt að vita fyrirfram hvaða vörur og þjónusta er líklegt að verði þegin. Það þarf þá ekki að eyða kröftum í að bjóða fram hluti sem aldrei verða þegnir. Tillögur að vinnureglum fyrir skóla Meðfylgjandi tillögur að vinnureglum sem norræni vinnuhópurinn samdi ættu að auðvelda þetta starf: 1. Skólinn marki sér skýra stefnu um hvaða meðhöndlun kostun og markaðssetning fá innan skólans. Þarna þarf að taka tillit til nemenda, stjóm- enda skólans, kennara, ann- arra starfsmanna og foreldra. Við stefnumörkunina þarf einnig að taka tillit til sér- stakra aðstæðna á hverjum stað. 2. Mikilvægt er að allir of- antaldir aðilar þekki þessa stefnu. 3.1 stefnunni verði tekið á eftirtöldum þáttum: a) Siðfræðileg umfjöllun um fyrirtæki/stofnanir og vör- ur/þjónustu sem skólan- um býðst. b) Menntunarlegt gildi þeirr- ar vöru eða þjónustu sem býðst. c) Settar fram ákveðnar kröfur um kennsluefni. d) Skuldbindingar sem skól- inn tekur á sig fyrir kostandann, til dæmis að nafn fyrirtækis eða vöru- merki sjáist innan skól- ans. e) Aðrar skuldbindingar, til dæmis kaup á annarri vöru en þeirri sem kost- unin nær til. tekið við efni sem teldist af hinu góða fyrir nemendur og innihéldi ekki auglýsingar. Aðrir lýstu áhyggjum yfir að kostun utanaðkomandi aðila gæti stuðlað að misrétti. Búast mætti við að litlum og af- skekktum skólum væru síður boðnar vörur og þjónusta en skólum í þéttbýli. I mörgum svörum kom fram að nemendum er boðið í heimsókn í atvinnufyrirtæki. A þennan hátt kynnast nem- endurnir atvinnulífinu og fyr- irtækin gera engar kröfur á móti. Þetta er góður kostur fyrir nemendur sem eru að mótast og þurfa að taka ákvörðun um hvar þeir vilja hasla sér völl í framtíðinni. Nokkuð er um að bankar bjóði skólum fræðsluefni um fjármál. Takist að setja þetta efni fram án þess að um aug- lýsingar sé að ræða ætti þetta að auðga námsefni skólanna. Að sjálfsögðu má ekki gleyma þeim duldu áhrifum sem þetta kann að hafa, rétt eins og þeg- ar aðrar stofnanir leggja fram efni. Börn og unglingar sem eru að þroskast og mótast eru afar móttækileg fyrir nýjungum og eru því hinn ákjósanlegasti heilan dag til að fræða börnin um landbúnað. I Námsgagnastofnun, sem sér um útgáfu á námsefni fyrir grunnskólann, fengust þær upplýsingar að það komi fyrir að fyrirtæki kosti útgáfu á námsefni, svo framarlega sem ekki sé um auglýsingu að ræða. Hjá Skólastjórafélagi ís- lands hefur kostun í skólakerf- inu verið rædd en ekki mörk- uð nein stefna. Hjá Kennara- sambandi Islands fengust þær upplýsingar að kostun í skól- um hefði ekki verið til um- fjöllunar. Sömu sögu er að segja um Neytendasamtökin. Frekari könnun Ef litið er á íslensku niður- stöðurnar í könnuninni virðist vera lítið um kostun í íslenska skólakerfinu. Eftir samtöl við ýmsa sem tengjast skólunum kom samt í ljós að það er þó nokkuð um kostun sem ekfd kom fram í niðurstöðum könnunarinnar. Sem dæmi má nefna að umferðarráð, mann- eldisráð og tannvemdarráð senda bæklinga og fræðslu- efni inn í skólana á hverju ári. Osta- og smjörsalan sendir nestisbox til sex ára barna. Fyrst enginn af skólastjórun- um sem svöruðu spuminga- könnuninni nefndi þetta er hugsanlegt að þeir hafi ekki yfirsýn yfir allt sem til skól- ans berst eða að þeir hafi ekki áttað sig á því að þama er um kostun að ræða. Kostir og gallar kostunar Mikilvægt er að starfsfólk skólans geri sér grein fyrir að tilboð um kostun á starfsemi skólans getur verið markviss markaðssetning. Umræða um þessi mál hefur ekki verið áberandi hér á landi á undan- förnum árum. Annars staðar á Norðurlöndum hefur umræð- an verið mun meiri. Sem dæmi má nefna að þegar skýrsla vinnuhópsins kom út síðastliðið vor komst hún á forsíður dagblaða í Danmörku og rætt var um hversu var- hugavert það væri að kostun í skólakerfínu væri svo mikil sem raun ber vitni. Margir af þeim sem talað var við hér á landi í sambandi við vinnu þessa verkefnis töldu að kostun í skólakerfinu gæti verið í lagi ef um væri að ræða stýrt ferli og einungis NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000 15

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.