Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 21
kr. en þau krefjast öflugs
tölvubúnaðar eigi að nýta
möguleika þeirra og eru því
helst fyrir atvinnumennsku.
Verðið fer eftir nákvæmni
tækjanna, endingu, valkostum
og stærð. Flestir ódýrari
skannamir geta aðeins skann-
að pappírsmyndir og búnaður
til að skanna filmur, t.d. lit-
skyggnur (slides), hleypir
verðinu upp. Ódýrustu skann-
arnir á markaðnum geta að há-
marki skilað myndum í upp-
lausninni 300x600 p.á.t. en
hinir dýrari ráða við allt að
1200x2400 p.á.t.
Uppsetning
Frekar einfalt er oftast að
tengja tækin og stilla forritin.
Yfirleitt fylgja skönnum nokk-
ur forrit sem stýra starfsem-
inni, eitt eða tvö einföld til
myndvinnslu, til að færa texta
yfir á stafrænt form (OCR)
eða gera heimasíður.
Ý tarlegar leiðbeiningar um
stillingar og notkun eru yfir-
leitt á geisladiskum. Prentaðar
leiðbeiningar eru á hinn bóg-
inn oft knappar og lýsa aðeins
aðalatriðum. Leiðbeiningar
með Umax og Hewlett
Packard-skönnum þóttu
slakastar.
Hraði
Þrennt ræður mestu um tím-
ann sem það tekur að skanna
hverja mynd og fá hana á
skjáinn: 1) hraði sem skanninn
er tæknilega fær um; 2) hrað-
inn sem þessar upplýsingar
fara á yfir í tölvuna; 3)
vinnsluhraði tölvunnar.
Skönnunarhraði skannans
er minnstur ef valinn er mesta
upplausn. Tíminn lengist líka
eftir því sem fyrirmyndin er
stærri. Hraðinn er mestur við
litlar myndir í lítilli upplausn.
Fljótvirkasti skanninn í
gæðakönnuninni, Epson Per-
fection 1200, var tæpa hálfa
mínútu að skanna 9x13 cm lit-
ljósmynd í 600 p.á.t. en sá
seinvirkasti, Agfa Snapscan
e50, næstum tvær mínútur.
Lítill skanni getur verið 15
mínútur að skanna A4-mynd.
SCSI-tenging við tölvu er
hraðvirkust, USB-tenging er
hraðvirk en „parallef'-tenging
hægvirkust.
Andstætt því sem margir
halda eru hinar nýju USB-
tengingar ekki endilega trygg-
ing fyrir meiri hraða en með
„parallel“-tengjum af eldri
gerð. USB-samband getur
vissulega flutt gögnin á meiri
hraða en í ódýrari skönnum
spara framleiðendur augsýni-
lega í gerð annarra eininga
tækjanna sem takmarka hrað-
ann svo að möguleikinn nýtist
ekki.
Yfirleitt er fyrst notuð
hraðvirk forskönnun (pre-
scan) sem tekur mynd af öll-
um fletinum sem glerplata
skannans nær yfir og birtir
hana í lágri upplausn á skján-
um. Notandinn afmarkar svo
svæðið sem hann vill skanna.
Sumir skannar gera kleift að
sleppa forskönnun.
Þótt allar stillingar skann-
ans séu réttar þarf æfingu til
að vinna á þann hátt sem skil-
ar þeim árangri sem sóst er
eftir á sem stystum tíma.
Upplausn
Upplausn merkir hve skörp og
nákvæm myndin er. Hægt er
að útbúa mörg eintök af sömu
mynd í sömu stærð en í
misnákvæmum upplausnum.
Því meiri sem upplausn mynd-
arinnar er þeim mun meira
rými þarf hún á tölvudiskin-
um. Skynsamlegt er samt að
skanna myndirnar stærri og í
meiri upplausn en nota á að
lokum en lækka gildin síðan
þegar búið er að vinna mynd-
ina. Tæknileg meðhöndlun
myndar eftir á getur rýrt aðra
gæðaþætti hennar.
Algengast er að skannar
geti að hámarki skilað mynd-
um í upplausninni 600x1200
p.á.t. Ódýrustu skannarnir í
markaðskönnuninni gefa að-
eins 300x600 p.á.t. en hinir
dýrustu 1200x2400.
Myndir sem settar eru á
netið eru ekki hafðar nema í
72 eða 96 p.á.t. því tölvuskjáir
eru ekki nákvæmari. Oftast er
nóg að hafa myndir í 200-300
p.á.t. til að prenta þær út á
viðunandi hátt í tölvuprentara
NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000
Þetta er litljósmyndin sem
notuð var til prófunar í
gœðakönnuninni. Svona lit-
skrúðug og andstœðurík
mynd reynir á mikilvœga
eiginleika skannanna. Svart-
ir hringir eru utan um 12
„ viðkvœmustu “ staðina þar
sem helst er hætta á að þeir
sýni veikleikamerki.
og jafnvel aðeins 150 p.á.t.
Myndir sem sendar eru dag-
blöðum þurfa að vera 200
p.á.t. en 300 ef þær eiga að
birtast í tímaritum eða notast í
gæðaprentun.
Til að skanna skyggnur
(slides) eða filrnur með
þokkalegum árangri þarf
mikla upplausn, helst 1200
p.á.t. í fimm af 29 skönnum í
markaðskönnun Neytenda-
blaðsins er hægt að skanna
filmur og á sex til viðbótar má
kaupa aukalega sérstakt lok til
þess á verðbilinu um 5-10
þús. kr.
Framleiðendur stafrænna
myndavéla og skanna auglýsa
oft með því að vísa til hárrar
upplausnar eins og t.d. 19.200
p.á.t. Þetta er fremur blekkj-
andi. Aðeins atvinnufólk hefur
not fyrir svo mikla upplausn,
handa almenningi með al-
gengan tölvubúnað eru slíkar
myndir alltof stórar til að það
geti unnið með þær.
Litir
Mörg tækjanna í gæðakönnun-
inni reyndust aðeins miðl-
ungsgóð hvað liti varðar,
hvort sem var stuðst við sjón-
mat eða mælingar. Sjálfvirk
stilling skanna á birtu og lit
leiðir sjaldan til mestu gæða
sem unnt er að ná. Með dálít-
illi þjálfun kemst notandinn
upp á lagið með að forstilla
hann handvirkt til að ná strax
æskilegasta útliti og leiðrétta
21