Bændablaðið - 25.03.2003, Qupperneq 2

Bændablaðið - 25.03.2003, Qupperneq 2
2 Bændablaðið Þriðjudagur 25. mars 2003 lakkarvexo Stjórn Lánasjóðs Iandbúnaðar- ins ákvað á fundi sínum þann 12. mars sl. að lækka vexti á lánum sjóðsins, sem bera breytanlega vexti, f.o.m. 1. apríl nk. Vextir af lánum sem nú bera lægri vexti en 7,25% lækka þá um 0,10 %- stig en vextir af lánum sem nú bera 7,25% vexti eða hærri, lækka um 0,30 %-stig. Algengir vextir, t.d. jarða- kaupalána og ýmissa fram- kvæmdalána, verða þá ýmist 3,90% og 6,95% í stað 4,00% og 7,25%. Vextir bústofhskaupalána verða 4,90% í stað 5,00% og vextir á vélalánum verða 6,95% í stað 7,25% nú. Að sögn Guðmundar Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, er vaxtalækkunin nú gerð vegna þess að staða sjóðsins er sterk, af- koma hans er eftir vonum og vextir á skuldabréfamarkaði hafa farið lækkandi undanfama mánuði og menn gera sér vonir um að þeir fari ekki aftur upp í nánustu fram- tíð. Stjóm Lánasjóðsins vill þó KENNARAR VIÐ GRUNNSKÓLANN Á HÓLMAVIK ERU STRAN DAMEISTARARIGÁFIIM! Kennarar við grunnskólann á Hólmavík sigruðu í spurninga- keppni sem Sauðfjársetrið á Ströndum hefur undanfarið staðið fyrir í félagsheimilinu Sævangi. Sextán lið frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu hófú keppni sem lauk um síðustu helgi með sigri liðs kennara við grunnskólann á Hólmavík. Mótherji þeirra í úrslitaviðureigninni var lið Hólmadrangs á Hólmavík. Um var að ræða ffekar jaífia og spennandi keppni allt ffá byrjun. Að margra mati kom frammistaða nemenda við grunnskólann á Hólmavík einna mest á óvart en aðeins eitt stig vantaði upp á að lið þeirra næði að komast í undanúrslit. Spyrill var Amar Jónsson og stigavörður Hildur Guðjónsdóttir. Sigurliðið hlaut að launum margvíslegar gjafir auk farandbikars sem það varðveitir í eitt ár. Mikil og góð stemmning ríkti keppniskvöldin í Sævangi og troðfúllt var öll fjögur kvöldin. Frá stofúun sauðfjárseturs í Strandasýslu á síðastliðnu ári hafa aðstandendur þess staðið fyrir fjölmörgum viðburðum til ffóðleiks og skemmtunar. Enn sem komið er ber hæst sýningarhald í fé- lagsheimilinu Sævangi á margs konar munum liðinnar tíðar og at- vinnuhátta til sveita auk fjölmargra ljósmynda en um þrjú þúsund gestir heimsóttu sauðfjársetriö á opnunartíma þess í fyrra. /GF Liö grunnskólans á Hólmavik sigraði i spurningakeppni vinnustaöa og félaga á Ströndum. F.v. Hrafnhildur Guöbjörnsdóttir, Kristján Sigurös- son og Þorvaldur Hermannsson, kennarar við grunnskólann. Bændablaðsmynd/Guðfinnur Finnbogason Komin er áætlun um kynbotasýningar fyrir sumarið og er hún í flestu með hefðbundnu sniði en skoðist þó með fyrirvara um breyt- ingar eftir þátttöku á hverjum stað. Boðið verður upp á sýningar snemma vors í Gunnarsholti og á Sauðárkróki ef næg þátttaka fæst. Dagsetning Svæði Upplýsingar 25.4 - 26.4 Sauðárkrókur 4557100 2.5 - 3.5 Gunnarsholt, Rangárvöllum 4801800 22.5-31.5 Sörlastaðir, Hafnarfirði 5630346 5630307 26.5-14.6 Gaddstaðaflatir, Hellu 4801800 27.5-31.5 Sauðárkrókur 4557100 2.6 - 3.6 Hvammstangi/Húnaver 4512601 4.6 - 7.6 Melgerðismelar, Eyjafirði 4604477 10.6-14.6 Borgarnes 4371215 11.6-12.6 Stekkhólmi, Héraði 4711226 16.6 Fornustekkar, Hornafirði 4781012 19.5-21.6 Glaðheimar, Kópavogi 5630346 5630307 4.7 - 6.7 Fjórðungsmót Austurlandi - Hornafirði 14.8-23.8 Gaddstaðaflatir, Hellu 4801800 20.8 - 23.8 Vindheimamelar, Skagafirði 4557100 fara frekar varlega í sakimar í vaxtalækkunum eins og hún hefúr gert í vaxtahækkunum. Ef ekki verða breytingar á skuldabréfa- markði til hins verra eða aðrar aðstæður versna, hefur stjómin jafnframt tekið ákvörðun um að endurskoða vaxtakjör að nýju í sumar og verður ákvörðun um vexti tekin í ágúst nk. Fyrir vaxtalækkunina höfðu vextir Lánasjóðsins hækkað um 11-14% síðan í árslok 1999 og þar til nú, en þá er ekki tekið tillit til hækkana sem urðu um síðustu ára- mót vegna lækkunar búnaðar- gjalds. Á sama tíma hafði ávöxtun- arkrafa á skuldabréf sjóðsins á markaði hækkað um 22-23% en mest varð hækkunin um áramótin 2001/2002 þegar ávöxtunarkrafa hafði hækkað á aðeins tveim ámm um nálega 50%. "Við höfúm getað haldið okkar vaxtahækkunum nokkuð í sketjum vegna þess að hækkanir á hverjum tíma leggjast ekki með fúllum þunga á hverjum tíma og við búum enn að hagstæðum lánakjörum áranna 1998 og 1999. En á sama hátt er til staðar tregða þegar kemur að betri kjörum á markaði. Þá getum við ekki lækkað í sama takti og aðrir. Það er eins konar sveiflujöfnun í þessu," segir Guð- mundur Stefánsson. "Stjóm Lánasjóðsins er þó ákveðin í að halda vaxtakjörum sjóðsins eins lágum og kostur er og við munum fygjast mjög vel með því hvort svigrúm gefst til annarrar vaxtalækkunar í sumar," sagði Guðmundur Stefánsson. fslenskur landbúnaúun iær yóúa kynningu I Fjarðarkaupum „Sveinbjörn heitir Valbjörn nu" Þessi hending úr kvæði Þórarins Eldjáms skýtur upp kollinum þegar flett er nýrri nautaskrá austan úr Svíaríki. Þar er kynnt eitt ungnaut af sænska landkyninu (SKB), sem heitir Holger 3-6843. Þegar betur er skoðað er hann sagður undan nautinu Halvor, en þegar nánar er lesið þá kemur í ljós að þetta naut hafi heitið Hólmur á Islandi. Hólmur 81018 hefúr fengið nýtt nafn austur þar. Þama er því kominn sonur hans. Þetta má rekja til þess að um 1980 var flutt sæði úr íslenskum nautum til Svíþjóðar til blöndunar við landkynið. Síðan fengu þeir aftur nokkmm ámm síðar viðbót af sæði úr tveimur eða þremum ungnautum á þeirri tíð. Það var þegar Hólmur stóð sem slíkur á Nautastöð BI. Erfiðlega hefúr gengið að fá upplýsingar um árangur af þessari sæðissendingu vegna þess að stofnanir, sem höfðu með tilraunir í tengslum við þennan innflutning að gera, voru lagðar niður á þessum tíma. Að löngum tíma liðnum hefur hins vegar augljóslega verið gripið til þessa sæðis og nú á þessi Hólmssonur að fara að notast til að færa þessu kyni nýtt blóð. Fram kemur að móðir hans hafði á fyrsta mjólkurskeiði mjólkað 5600 lítra mjólkur með 3,5% próteini. /JVJ Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður hlustar á Siv Friðleifsdóttur, ráöherra en hún er líklega fjalla um gildi íslensks landbúnaðar fyrir þjóðarbúið. Steingrímur Sigfússon, þingmaður virðir kræsingarnar fyrir sér og er aö segja eitthvað við Sigurberg Sveinsson, sem stofnaði Fjarðarkaup á sínum tima. Ráðherrar og þingmenn fengu svo sannarlega gott að snæða þegar þeir heimsóttu verslunina Fjarðarkaup í síðustu viku, en þar var mikil kynning á íslenskum landbúnaði. Islenska kokkalandsliðið annaðist matreiðsluna en maturinn vakti mikla og verðskuldaða athygli. Verslunin Fjarðarkaup verður þrítug í sumar en hún var stofnuð 7. júlí 1973. Sveinn Sigurbergsson framkvæmdastjóri sagði að forsvarsmenn verslunarinnar vildu skapa jákvæða umræðu um íslenskan landbúnaði; væru búnir að fá nóg af þeirri neikvæðu. "Með þessu átaki viljum við sýna að bændur eru að gera frábæra hluti," sagði Sveinn, "og það hlýtur að vera lýjandi að hlusta sífellt á þessa neikvæðu umræðu í fjölmiðlum."

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.