Tónlistin - 01.11.1943, Síða 23

Tónlistin - 01.11.1943, Síða 23
TÓNLISTIN 21 stefnunnar, sem þá var alveg ný stefna í tónlistinni. Richard Wagner sagði: „Sá, sem heyrði Liszt spila í kunningjahópi t. d. Beethovensónöt- ur, honum hlýtur að hafa orðið ljóst, að hér var um annað og meira að ræða en einfalda túlkun á tónsmíð- unum; hér var skapandi kraftur að verki.“ Edvard Grieg likti leik Liszts við eldsumbrot. Tónskáldið Reineeke, sem var kennari Sveinbjörns Svein- björnssonar og Griegs, komst þann- ig að orði: „Þegar Liszt spilaði hinar erfiðustu þrautir, sem hjá öðrum urðu að innantómu fingraspili, þá var eins og liánn stráði perlum og marglitum hlómum til beggja handa.“ Árið 1838 hélt Liszt hljómleika í Rómaborg, sem eru sögulegir að því leyti, að þá eru í fvrsta sinni haldnir píanóhljómleikar án aðstoðar söng- krafta, hljómsveitar eða annarra tónlistarkrafta. Þótti þelta býsna djarft í þá daga. Síðan hafa píanó- leikarar farið að dæmi hans. 1 árs- byrjun 1818 settist Liszt fyrir á- eggjan kjörfurstans að í Weimar, þar sem Goetlie hafði alið aldur sinn. Hefst nú nýr kafli í ævi hans, sem er helgaður kennslustörfum, hljóm- leikastjórn og tónsmíði. Liszt var al- veg einstakur píanókennari. Nem- endurnir flykktust lil lians úr öllum áttum, en það var þó nokkrum vand- kvæðum bundið að gerast nemandi bans. Aðeins þeir komu til greina, sem orðnir voru nokkurn veginn full- gildir píanóleikarar. Allir nemend- urnir höfðu sameiginlegan kennslu- Ihna. Kennslan miðaði einkum að því að auka skilning og listþroska þeirra. Danskur nemandi hans segir svo frá: „í kennsluherberginu var flvgill frá verksmiðjunni Bechstein og smápianó. Liszt settist venjulega við smápíanóið og greip fram í fyrir þeim, sem var að spila, þegar honum þótti ástæða til og tók upp kaflann í laginu á smápíanóið lil þess að sýna, livernig ætti að fara með liann. Þá var sem brygði upp leiftri, svo að nemandinn hreifst með og gat leikið þetta eftir þótt í veikari mynd væri. Kennslustundirnar lijá Liszt voru eklci daufar. Þær voru fullar af iífi og fjöri, og andrikið og snilldin var einstök. Hann lét sig engu skipta svonefndar kennsluaðferðir, iivernig ætti að liafa hendurnar og annað islíkt. Kennslustundin byrjaði með þessum orðum: „Spilið þér nú eins og þér bezt getið!“ Ymist var hann spaugsamur eða hæðinn. Ef honum fannst einhver spila þurrlega, rann honum i skap, og þá hreytti hann máske úr sér: „Spilið þér ekki svona rígbundið,“ eða „hafið þér máske lært þetta í Leipzig?“, eða „ég segi yður það satt, að ég hefi heyrt prins- essu spila þetta lag betur,“ eða „farið þér lieldur á Tónlistarskólann í Ber- lín.“ Liszt tók ekkert kennslugjald, en aðeins þeir gátu orðið nemendur hans, sem höfðu til að bera miklar gáfur og áhuga. Meðal nemenda hans voru Carl Klindworth, Eugen d’Albert, Emil Sauer, Moritz Rosen- Ihal, Friedrich Lamond, Karl Tausig, Peter Cornelius, Joachim Raff og Hans von Biilow, tengdasonur hans. Jafnframt kennslustarfinu var Liszt hljómsveitarstjóri við óperuna í Weimar. Margar óperur voru frum-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.