Tónlistin - 01.12.1944, Síða 13
TÓNLISTIN
4,'I
2. Unglingaskólar og framhalds-
skólar.
Haldið sé áfram kennslu í ai-
niennri tónlistarfræði og byrjað að
veita lítilsháttar tilsögn í meðferð
Idjóðfæra .til samleiks fyrir neni-
endaflokka. Fastir söngflokkar skól-
anna skuln samæfðir og hópsöngur
með ahnennri þáttlöku mikið iðk-
aður. Ivennarar skulu eftir aðstæð-
um nokkrum sinnum á vetri hverj-
mn leika góð tónverk fyrir nem-
endur og útskýra þau. Sérstakxega
skal vakin athygli nemenda a fé-
lagslegri þýðingu tónlistar.
3. Kórar.
Ivoma þarf á eftirliti með starf-
semi kóranna (blandaðir kórar,
karlakórar, kvennakórar og barna-
kórar) og' tilhögun hennar. Eink-
anlega verður að bæta um efnis-
val til flutnings. Starfandi söngfé-
lögum ætti að sjá fvrir hæfilegum
nótnakosti (innlendar og erlendar
kórbókmenntir), starfi þeirra til
þróunar og þroska, því að það skipt-
ir jafnmiklu máli, hvað sungið er
eins og hvernig það er gert.
'i. Ríkisútimrpið.
Við allan tónlistarflutning Ríkis-
útvarpsins verður ávallt að taka
fullt tillit til þroskastigs alls þorra
landsmanna. Almennt tónlistarupp-
eldi hlýtur því að eiga stoð í tón-
listarflutningi útvarpsins og víð-
tækri, tónrænni útvarpsfræðslu.
5. Kirkjusöngur.
Halda þarf áfram að endurbæta
allan kirkjusöng í landinu. Fastir
kirkjukórar ættu að vera starfandi
í hverrí sókn og aðstoða við allar
kirkjulegar athafnir. Menntun org-
anistanna ætti að aukast mjög frá
því, sem nú er.
6. Tónlistarskólinn.
Stofnun, sem menntar alla þá tón-
listarkrafta, er þjóðfélagið þarf á að
lialda, ælti að vera rekin af rikinu.
Tónlistarskóli ríkisins hlýtur því
að verða höfuðþungamiðja íslenzkr-
ar tónmenntar. Allir söngkennarar
i skólum landsins ættu að ljúka
söngkennaraprófi við þann skóla,
svo og kirkjuorganistar og söng-
stjórar (stjórnendur kóra, lúðra-
sveita og bljómsveita). Guðfræði-
nemar Háskóla íslands fengju og til-
sögn i tóni og organleik við skólann.
Auk þess ætli Tónlistarskólinn að
sjá Ríkisútvarpinu fvrir kröftum og
efni til flutnings að einhverju leyti
svo sem verið hefir.
7. Tónbókmenntir.
Alll tónlistarlíf útheimtir tölu-
verðan nótnakost til þess að byggja
á starf sitt og hlutverk, bæði bók-
menntir til fræðslu og flulnings. Öll
útgáfa slíkra bóka og nótna er nú al-
gerlega ófullnægjandi. Hér bíður
mikið og knýjandi vandamál bráðr-
ar úrlausnar, uppeldislega og menn-
ingarsögulega séð. Allmikið mun
vera til af óprentuðum verkum í
handritum, sem flokka þarf og gefa
út. En hér á landi er ekkert nótna-
forlag eða annað hliðstætt útgáfu-
fyrirtæki starfandi, svo að öll að-
staða til nótnaútgáfu er sérstæð og
óhæg. Öll útgáfa á þessu sviði ætti