Tónlistin - 01.12.1944, Page 45
TÓNLISTIN
stræti 12, hjá þeiní ágæta manni. Hann
hjó uppi og hafði eina stofu niðri. Þar
var orgel, sem hann haf'Öi sjálfur smið-
að, að mig minnir. Ég var stöku sinn-
um að hnýsast í þetta orgel hjá honum,
en kunni ekki neitt, aðeins þekkti nót-
urnar.'Hann var alltaf jafn elskulegur
við mig. Ég er nú orðinn gamall mað-
ur, fæddur 1871, hefi átt orgel og á það
enn, en litið notað og kunnáttan engin,
aldrei neitt lært, en getað hefi ég spilað
fjórraddað flest öll sálmalög; hefi alltaf
orðið að láta ganga fyrir alla daga vinn-
una, sem alltaf hefir kallað á eftir, svo
að ég hefi lítið aðhafzt á sönglistarsvið-
inu, enda var litið um þessháttar mennt-
un fyrir 40—50 árum.
Þorstcinn Guömundsson,
Isafirði.
Mér er mjög vel ljóst, hve miklum
erfiðleikum það er bundið, að ráðast í
útgáfu sönglaga. Og það má vissulega
ekki minna vera en allir, seni nótur þekkja
og hljóðfæri hafa. geri sitt til þess að
létta undir með slíkri útgáfu.----Það
er mjög nauðsynlegt, að sönglög, sem
almenningur á að nota. séu ckki erfið
viðfangs. Snillingarnir eru miklu færri
cn þeir fáfróðu, sem ekkert hafa við
erfið tónverk að gjöra, en hafa ánægju
af því einfalda. — Ég vildi til dæmis
einclregið óska þess, að ritið „TÓNLIST-
IN“ flytti út til okkar einfaldari og létt-
ari sönglög- heldur en fyrsta hefti fyrsta
árgangs gjörði. -— Ég hefi selt rnjög mik-
ið af „Ljóðum og Iögum“ Þórðar Krist-
leifssonar vegna þess, hve létt og alþýð-
leg lögin eru. þrátt fyrir það þótt útgáf-
an sé stórgölluð, svo sem of smátt nótna-
letur og óhægt fyrirkomulag, er fletta
verður við blaði í fjölda sönglaga.
Þórður Jónsson.
Eyrarbakka,
hvert stefnir?
Fyrir nokkru síðan kom ég inn i eina
af hljóðfæraverzlunum bæjarins. Ég segi
ekki frá því, af því að ég eigi svo sjald-
an erindi inn í slíkar verzlanir, heldur
75
af hinu, að nokkuð nýstárlegt bar fyrir
augu mín og eyru. Ég hafði frétt á skot-
spónum, að þennan umrædda dag yrðu
teknar upp grammófónplötur með klass-
ískum verkum. Þessvegna fór ég á stúf-
ana, ef ske kynni, að eg gæti fengið eitt-
hvað af því, sem ég hefi mætur á. Búðin
var full af fólki. Ég tróð mér inn fyrir
hurðina. Svo var auðvitað ekki um ann-
að að gera en bíða, þar til röðin kæmi
að mér. Vitanlega var ég hvergi nærri
ánægður með það frekar en aðrir, sem
Iítinn tima hafa aflögu. Samt sem áður
hafði ég garnan af að virða fyrir mér
fólkið og hlusta á samræður þess, því
að sjaldan fær maður betra tækifæri til
þess að kynnast viðhorfi almennings til
hljómlistar en að heyra hann ræða hugð-
arefni sin á þessu sviði listarinnar, án
])ess hann verði þess var, að aðrir hlusti.
Þegar ég kom inn í búðina, var verið
að afgreiða nokkra unglingspilta, sem
fóru út með heilan bunka af Vínar-völs-
um. Næst þeim ruddist að borðinu hár
og þrekinn maður og spurði umsvifalaust
eftir verzlunarstjóranum, sem var sóttur.
,,Ég þarf að fá þlötur,“ segir aðkomu-
maður, ,,ég er nýbúinn að kaupa mér svo
fj.... góðan radiófón, og nú vantar mig
finar plötur.“ Verzlunarstjórinn spurði
kurteislega, hverskonar plötur hann ósk-
aði að fá. Hinn kvaðst eigi vita það
nákvæmlega. Verzlunarstjórinn henti þá
á, að úr nógu væri að velja, t. d. væri
nóg til af konsertum fyrir fiðlu og pí-
anó, einsöngslögum, dúettum, sónötum,
symfóníum, óperum o. s. frv. ,,Ég vil íá
orkestur-músík,“ bað aðkomumaður,
„það er aðalatriðið. En hvað er annars
niest keypt ?“ Verzlunarstjórinn virtist í
hálfgerðum vanda staddur. Hinn kom þá
hrátt til hjálpar. „Ég vil fá symfóníur
og sónötur, en þær verða að vera spil-
aðar af orkestri. Hvaða symfóníur og
sónötur eru mest keyptar.“ Verzlunar-
stjórinn var nú búinn að átta sig á, hverju
svara skyldi og nefndi „Tunglskinssón-
ötuna“ og “Kreutzer-sónötuna" eftir
Beethoven, niu hljómkviður eftir sama,
„Hnotubrjótinn" eftir Tschaikowsky,